Hiti yfir meðallagi í 29 mánuði 2. september 2004 15:00 Meðalhiti í Reykjavík í ágústmánuði var 12,6 stig, eða 2,3 stigum ofan við meðallag, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Mánaðarhiti hefur nú verið yfir meðallagi í Reykjavík í 29 mánuði samfellt. Mánuðurinn var mjög hlýr um land allt og í annarri viku mánaðarins gerði mjög óvenjulega hitabylgju. Hennar gætti einkum um sunnan- og vestanvert landið og inn til landsins í öðrum landshlutum. Hitamet féllu víða, m.a. 113 ára gamalt hitamet í Reykjavík, en hiti komst þar í 24,8 stig þann 11. ágúst. Hitabylgjan var ekki síst óvenjuleg fyrir það hversu marga daga hún stóð og fór hiti yfir 20 stig í Reykjavík fjóra daga í röð, en ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst áður. Ágúst í fyrra var reyndar 0,2 stigum hlýrri en þessir tveir mánuðir eru þeir hlýjustu síðan samfelldar mælingar hófust í Reykjavík um 1870. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hámarkshiti 29,2 stig þann 11. ágúst og er ekki vitað um jafn háan hita hér á landi í ágústmánuði. Ágúst varð nú meira ein einu stigi hlýrri en júlí en óvenjulegt er að svo miklu muni á mánuðunum tveimur á þennan veginn því ágúst er yfirleitt ívíð kaldari en júlí. Meðalhitinn á Akureyri mældist 12,1 stig og er það 2,1 stigi yfir meðallagi. Svo hlýtt verður í ágúst á Akureyri að jafnaði á 10 til 15 ára fresti. Eins og í Reykjavík var ágúst í fyrra hlýrri á Akureyri en nú. Meðalhiti í Akurnesi var 11,8 stig, og 9,3 á Hveravöllum. Á báðum síðasttöldu stöðvunum var ágúst í fyrra heldur hlýrri en nú. Úrkoma var nálægt meðallagi í Reykjavík og á Akureyri, í Reykjavík mældist hún 60 mm eða 96% af meðallagi, en á Akureyri mældist úrkoman 40 mm og er það 17% umfram meðallag. Í Akurnesi rigndi óvenju mikið fyrstu viku mánaðarins og mánaðarúrkoman varð 233 mm. Sólríkt var á landinu. Í Reykjavík mældust sólskinsstundirnar 248. Svo mikið sólskin hefur ekki mælst þar í ágúst síðan 1960, en þá mældust sólskinsstundirnar 278. Sólskinsstundafjöldinn nú er 93 umfram meðallag. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 209 eða 73 umfram meðallag og hefur þar aldrei mælst jafn mikið sólskin í ágúst. Sumarið hefur verið hlýtt, meðalhitinn í Reykjavík var 11,5 stig og hafa þessir mánuðir aðeins þrisvar orðið hlýrri en nú, það var í fyrra, 1939 og 1880. Á Akureyri var meðalhiti þessara þriggja mánaða einnig 11,5 stig en nokkur sumur hafa orðið hlýrri þar, síðast í fyrra og síðan 1984 og 1976. Heildarúrkoma mánaðanna þriggja hefur verið nærri meðallagi í Reykjavík en þurrt var framan af sumri fyrir norðan. Úrkoma í öðrum landshlutum hefur ekki verið gerð upp. Sólríkt var síðustu þrjá mánuði. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 650 og hafa sólskinsstundirnar ekki orðið fleiri á þessum tíma árs síðan 1960 en það sumar og sumarið 1971 voru sólskinsstundirnar ámóta margar. Fyrr á öldinni komu nokkur sumur með enn meira sólskini en nú. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 610 og er það með mesta móti. Þó urðu sólskinsstundir á Akureyri ívið fleiri en nú í júní til ágúst árið 2000. Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Meðalhiti í Reykjavík í ágústmánuði var 12,6 stig, eða 2,3 stigum ofan við meðallag, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Mánaðarhiti hefur nú verið yfir meðallagi í Reykjavík í 29 mánuði samfellt. Mánuðurinn var mjög hlýr um land allt og í annarri viku mánaðarins gerði mjög óvenjulega hitabylgju. Hennar gætti einkum um sunnan- og vestanvert landið og inn til landsins í öðrum landshlutum. Hitamet féllu víða, m.a. 113 ára gamalt hitamet í Reykjavík, en hiti komst þar í 24,8 stig þann 11. ágúst. Hitabylgjan var ekki síst óvenjuleg fyrir það hversu marga daga hún stóð og fór hiti yfir 20 stig í Reykjavík fjóra daga í röð, en ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst áður. Ágúst í fyrra var reyndar 0,2 stigum hlýrri en þessir tveir mánuðir eru þeir hlýjustu síðan samfelldar mælingar hófust í Reykjavík um 1870. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hámarkshiti 29,2 stig þann 11. ágúst og er ekki vitað um jafn háan hita hér á landi í ágústmánuði. Ágúst varð nú meira ein einu stigi hlýrri en júlí en óvenjulegt er að svo miklu muni á mánuðunum tveimur á þennan veginn því ágúst er yfirleitt ívíð kaldari en júlí. Meðalhitinn á Akureyri mældist 12,1 stig og er það 2,1 stigi yfir meðallagi. Svo hlýtt verður í ágúst á Akureyri að jafnaði á 10 til 15 ára fresti. Eins og í Reykjavík var ágúst í fyrra hlýrri á Akureyri en nú. Meðalhiti í Akurnesi var 11,8 stig, og 9,3 á Hveravöllum. Á báðum síðasttöldu stöðvunum var ágúst í fyrra heldur hlýrri en nú. Úrkoma var nálægt meðallagi í Reykjavík og á Akureyri, í Reykjavík mældist hún 60 mm eða 96% af meðallagi, en á Akureyri mældist úrkoman 40 mm og er það 17% umfram meðallag. Í Akurnesi rigndi óvenju mikið fyrstu viku mánaðarins og mánaðarúrkoman varð 233 mm. Sólríkt var á landinu. Í Reykjavík mældust sólskinsstundirnar 248. Svo mikið sólskin hefur ekki mælst þar í ágúst síðan 1960, en þá mældust sólskinsstundirnar 278. Sólskinsstundafjöldinn nú er 93 umfram meðallag. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 209 eða 73 umfram meðallag og hefur þar aldrei mælst jafn mikið sólskin í ágúst. Sumarið hefur verið hlýtt, meðalhitinn í Reykjavík var 11,5 stig og hafa þessir mánuðir aðeins þrisvar orðið hlýrri en nú, það var í fyrra, 1939 og 1880. Á Akureyri var meðalhiti þessara þriggja mánaða einnig 11,5 stig en nokkur sumur hafa orðið hlýrri þar, síðast í fyrra og síðan 1984 og 1976. Heildarúrkoma mánaðanna þriggja hefur verið nærri meðallagi í Reykjavík en þurrt var framan af sumri fyrir norðan. Úrkoma í öðrum landshlutum hefur ekki verið gerð upp. Sólríkt var síðustu þrjá mánuði. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 650 og hafa sólskinsstundirnar ekki orðið fleiri á þessum tíma árs síðan 1960 en það sumar og sumarið 1971 voru sólskinsstundirnar ámóta margar. Fyrr á öldinni komu nokkur sumur með enn meira sólskini en nú. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 610 og er það með mesta móti. Þó urðu sólskinsstundir á Akureyri ívið fleiri en nú í júní til ágúst árið 2000.
Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent