Draumabíllinn 27. ágúst 2004 00:01 "Ég hef ekki átt bíl síðan 1987. Málið er að ég er enginn bílakall," segir Birgir Þór Bragason hlæjandi þegar hann er spurður um helstu kosti eigin bifreiðar. Birgir Þór er þekktur fyrir sinn Mótorsportþátt á Sýn og svarið kemur vissulega á óvart. En hvaða kostum þyrfti þá draumabíllinn hans að vera búinn? "Ef ég ætti að fá mér bíl þá vildi ég að hann liti ekki út fyrir að vera neitt sérstakur en væri leikfang sem ég gæti notað á viðeigandi svæðum og leikið mér," segir hann. Þar með er hann kominn í hálfgerða draumaveröld því hér á landi segir hann ekkert slíkt leiksvæði. Áfram með drauminn: "Bíllinn verður að vera aflmikill og með alvöru togkraft í vélinni -- ekki bara hestöfl. Það verður að vera gott fjöðrunarkerfi og súperbremsur, þannig að bíllinn hemli örugglega alltaf á öllum fjórum hjólunum. Ég vil ekki sjá ABS. Það er stórhættulegt apparat, sérstaklega hér á Íslandi." Birgir veit alveg um svona bíl. Hann heitir Volvo 850 R - station. "Reyndar held ég að hætt sé að framleiða hann en það skiptir ekki öllu máli. Hann var fyrst búinn til árið 1997 og notaður af Volvoverksmiðjunum til að keppa í kappakstri bíla sem líta út eins og venjulegir bílar. Síðan var hann framleiddur í nokkur ár og seldur til almennings. Þetta er alger þota en það sést ekki á honum," segir Birgir og til þess að fullkomna feluleikinn kveðst hann mundu fá sér flókahatt áður en hann settist undir stýri! Bílar Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Ég hef ekki átt bíl síðan 1987. Málið er að ég er enginn bílakall," segir Birgir Þór Bragason hlæjandi þegar hann er spurður um helstu kosti eigin bifreiðar. Birgir Þór er þekktur fyrir sinn Mótorsportþátt á Sýn og svarið kemur vissulega á óvart. En hvaða kostum þyrfti þá draumabíllinn hans að vera búinn? "Ef ég ætti að fá mér bíl þá vildi ég að hann liti ekki út fyrir að vera neitt sérstakur en væri leikfang sem ég gæti notað á viðeigandi svæðum og leikið mér," segir hann. Þar með er hann kominn í hálfgerða draumaveröld því hér á landi segir hann ekkert slíkt leiksvæði. Áfram með drauminn: "Bíllinn verður að vera aflmikill og með alvöru togkraft í vélinni -- ekki bara hestöfl. Það verður að vera gott fjöðrunarkerfi og súperbremsur, þannig að bíllinn hemli örugglega alltaf á öllum fjórum hjólunum. Ég vil ekki sjá ABS. Það er stórhættulegt apparat, sérstaklega hér á Íslandi." Birgir veit alveg um svona bíl. Hann heitir Volvo 850 R - station. "Reyndar held ég að hætt sé að framleiða hann en það skiptir ekki öllu máli. Hann var fyrst búinn til árið 1997 og notaður af Volvoverksmiðjunum til að keppa í kappakstri bíla sem líta út eins og venjulegir bílar. Síðan var hann framleiddur í nokkur ár og seldur til almennings. Þetta er alger þota en það sést ekki á honum," segir Birgir og til þess að fullkomna feluleikinn kveðst hann mundu fá sér flókahatt áður en hann settist undir stýri!
Bílar Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira