Sport

Skilaðu gullinu, takk!

Alþjóðafimleikasambandið hefur sent Bandaríkjamanninum Paul Hamm beiðni um að skila gullverðlaununum sem hann hlaut á Ólympíuleikunum. Þremur dómurum var vikið úr starfi eftir að hafa gefið helsta keppinauti Hamm, Yang Tae-young frá Suður-Kóreu, of fá stig. Það gerði það að verkum að Hamm náði forystunni í stigakeppninni og bar sigur úr býtum, Suður-Kóreumönnum til mikillar reiði. Jim Scherr, talsmaður Ólympínefndar Bandaríkjanna, sagði atferðið með eindæmum lélegt af hálfu Alþjóðafimleikasambandsins og sagði hneisu að sambandið væri að reyna afsala sér ábyrgðinni á eigin mistökum. "Sambandið verður að taka ábyrgð á eigin mistökum. Við munum ekki afhenda Hamm þetta bréf" sagði Scherr. Í bréfinu er fullyrt að það væri það rétta í stöðunni og að Hamm myndi sýna "mikla íþróttamennsku" með því að skila gullinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×