Sport

Ungverjar eru Bítlar vatnapólósins

Ungverska landsliðið í vatnapólói er sagt vera með því betra sem uppi hefur verið. Liðið hefur verið kallað "Bítlar vatnapólósins", og vill fólk meina að Ungverjar séu að gera framúrskarandi hluti. Liðið er núverandi Ólympíu- og heimsmeistari og hefur tryggt sér sæti í undanúrslitum vatnapólókeppninnar. Þjálfarinn Denes Kemenyi er maðurinn á bak við liðið en hann vill ekki gera of mikið úr árangri þess. "Það eru fjögur lið í undanúrslitum og þau hafa öll rétt á að dreyma um Ólympíugullið" sagði Kemenyi. "Við getum aðeins lofað því að liðið er tilbúið að láta sitt af mörkum og vel það til að verja titilinn". Króatinn Ratko Rudic, sem þjálfar lið Bandaríkjamanna, segir ungverska liðið langt á undan sinni samtíð. "Þeir leika vatnapóló framtíðarinnar um þessar mundir" segir Rudic



Fleiri fréttir

Sjá meira


×