Bíll fyrir milljónamæringa 20. ágúst 2004 00:01 Það hefur eflaust fangað athygli margra lesenda Fréttablaðsins að heldur óvenjulegur bíll var auglýstur í smáauglýsingum síðastliðinn fimmtudag. Þar mátti lesa auglýsingu um nýjan Maybach 57 og var verðið heldur hærra en gerist og gengur, eða tæplega 49 milljónir króna. "Ég auglýsti einn Lamborghini til sölu í smáauglýsingum rétt fyrir sportbílasýninguna í maí. Það var meira í gríni en alvöru en eftir þá auglýsingu hringdi maður frá sportbílasýningunni og pantaði bílinn á sýninguna. Nú fékk ég þennan Maybach 57 á söluna og ákvað að gera slíkt hið sama. Heildsalinn sem ég versla mikið við er með mjög dýra bíla eins og Ferrari og Lamborghini -- sannkallaða ofurbíla. Við hjá Sparibílum seljum alls konar tegundir og stærðir af bílum og er ódýrasti bíllinn hjá okkur á um 1.170 þúsund krónur. Við erum sem sagt með alla breiddina í bílum og einbeitum okkur af því að hafa þá ódýrari en annars staðar. Til dæmis er Maybach-inn um tólf milljón krónum undir venjulegu verði. Hann ætti í raun að kosta sextíu milljónir króna. Það verður síðan að koma í ljós hvort eitthvað komi út úr þessari smáauglýsingu," segir Viktor Urbancic, annar eigandi bílasölunnar Sparibill.is. "Innifalið í verðinu er afhendingartími upp á þrjá daga. Í því felst að hægt er að fljúga með bílinn til hvaða lands sem er á þessum tíma," segir Viktor en slíkt flugfar kostar fúlgu eitt og sér. "Það er Rolls Royce-stæll á þessum bíl. Hann er með hægindastóla með fótskemlum í aftursætinu, bar, ísskáp og öll hugsanleg þægindi. Bíllinn er hannaður þannig að eigandinn sitji í aftursætinu og hafi einkabílstjóra. Það er hægt að hafa skilrúm á milli aftursætis og framsætis svo bílstjórinn geti ekki séð eða heyrt það sem fram fer í aftursætinu. Svo er sími og sjónvarp aftur í og allar græjur," segir Viktor sem er afskaplega stoltur af þessum nýjasta grip á bílasölunni. lilja@frettabladid.is Bílar Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Það hefur eflaust fangað athygli margra lesenda Fréttablaðsins að heldur óvenjulegur bíll var auglýstur í smáauglýsingum síðastliðinn fimmtudag. Þar mátti lesa auglýsingu um nýjan Maybach 57 og var verðið heldur hærra en gerist og gengur, eða tæplega 49 milljónir króna. "Ég auglýsti einn Lamborghini til sölu í smáauglýsingum rétt fyrir sportbílasýninguna í maí. Það var meira í gríni en alvöru en eftir þá auglýsingu hringdi maður frá sportbílasýningunni og pantaði bílinn á sýninguna. Nú fékk ég þennan Maybach 57 á söluna og ákvað að gera slíkt hið sama. Heildsalinn sem ég versla mikið við er með mjög dýra bíla eins og Ferrari og Lamborghini -- sannkallaða ofurbíla. Við hjá Sparibílum seljum alls konar tegundir og stærðir af bílum og er ódýrasti bíllinn hjá okkur á um 1.170 þúsund krónur. Við erum sem sagt með alla breiddina í bílum og einbeitum okkur af því að hafa þá ódýrari en annars staðar. Til dæmis er Maybach-inn um tólf milljón krónum undir venjulegu verði. Hann ætti í raun að kosta sextíu milljónir króna. Það verður síðan að koma í ljós hvort eitthvað komi út úr þessari smáauglýsingu," segir Viktor Urbancic, annar eigandi bílasölunnar Sparibill.is. "Innifalið í verðinu er afhendingartími upp á þrjá daga. Í því felst að hægt er að fljúga með bílinn til hvaða lands sem er á þessum tíma," segir Viktor en slíkt flugfar kostar fúlgu eitt og sér. "Það er Rolls Royce-stæll á þessum bíl. Hann er með hægindastóla með fótskemlum í aftursætinu, bar, ísskáp og öll hugsanleg þægindi. Bíllinn er hannaður þannig að eigandinn sitji í aftursætinu og hafi einkabílstjóra. Það er hægt að hafa skilrúm á milli aftursætis og framsætis svo bílstjórinn geti ekki séð eða heyrt það sem fram fer í aftursætinu. Svo er sími og sjónvarp aftur í og allar græjur," segir Viktor sem er afskaplega stoltur af þessum nýjasta grip á bílasölunni. lilja@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira