Valur styrkir stöðu sína 7. ágúst 2004 00:01 Valsstúlkur tryggðu stöðu sína á toppi Landsbankadeildar kvenna ennfrekar með öruggum sigri á Stjörnunni á Hlíðarenda í gær. Eins og við var að búast voru yfirburðir Vals miklir og þegar yfir lauk hafði liðið skorað sjö mörk gegn engu marki gestanna. Þegar fjórir leikir eru eftir í deildinni hafa Valsstúlkur fimm stiga forystu á ÍBV sem er í öðru sæti, en þau lið mætast einmitt í síðustu umferð deildarinnar í leik sem gæti hugsanlega orðið hreinn úrslitaleikur um íslandsmeistaratitilinn. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, gengur þó ekki að því sem sjálfsögðum hlut að lið sitt sigri næstu þrjá leiki. Þrátt fyrir að vera 4-0 yfir í gær bætti hún leikmönnum í sóknina eingöngu með því hugarfari að bæta markatölu liðsins. "Við vitum að þetta er í okkar höndum en þetta getur spilast þannig að það verði úrslitaleikur í Eyjum í síðustu umferðinni. Þá hefur markatalan allt að segja. En þótt við hefðum unnið stórt hér í dag þá klúðruðum við fjölmörgum dauðafærum sem við verðum að nýta," segir Elísabet, sem var með miklar hrókeringar í fremstu víglínu í leiknum og meðal annars léku Katrín Jónsdóttir og Íris Andrésdóttir í stöðu fremsta manns. "Við höfum ekki verið að nýta færin og þegar svo er ekki verður að finna einhvern annan til að gera það. Markatalan getur ráðið þessu á endanum," bætir Elísabet við. Í hinum leik gærdagsins skildu Fjölnisstúlkur og Þór/KA/KS jöfn í Grafarvoginum í mjög svo slökum knattspyrnuleik. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr þegar vel var liðið á þann síðari sem að eitthvert líf færðist í leikinn. Á tveimur mínútum voru skoruð jafnmörg mörk, fyrst Þóra Pétursdóttir fyrir gestina og síðan Valgerður Halldórsdóttir fyrir Fjölni. Eftir markið sóttu Fjölnistúlkur meira án þess þó að skapa sér nein afgerandi marktækifæri og greinilegt að liðið saknaði sárlega þeirra Vanju Stefanovic og Rötku Zivkovic sem gengu til liðs við KR í vikunni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Sjá meira
Valsstúlkur tryggðu stöðu sína á toppi Landsbankadeildar kvenna ennfrekar með öruggum sigri á Stjörnunni á Hlíðarenda í gær. Eins og við var að búast voru yfirburðir Vals miklir og þegar yfir lauk hafði liðið skorað sjö mörk gegn engu marki gestanna. Þegar fjórir leikir eru eftir í deildinni hafa Valsstúlkur fimm stiga forystu á ÍBV sem er í öðru sæti, en þau lið mætast einmitt í síðustu umferð deildarinnar í leik sem gæti hugsanlega orðið hreinn úrslitaleikur um íslandsmeistaratitilinn. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, gengur þó ekki að því sem sjálfsögðum hlut að lið sitt sigri næstu þrjá leiki. Þrátt fyrir að vera 4-0 yfir í gær bætti hún leikmönnum í sóknina eingöngu með því hugarfari að bæta markatölu liðsins. "Við vitum að þetta er í okkar höndum en þetta getur spilast þannig að það verði úrslitaleikur í Eyjum í síðustu umferðinni. Þá hefur markatalan allt að segja. En þótt við hefðum unnið stórt hér í dag þá klúðruðum við fjölmörgum dauðafærum sem við verðum að nýta," segir Elísabet, sem var með miklar hrókeringar í fremstu víglínu í leiknum og meðal annars léku Katrín Jónsdóttir og Íris Andrésdóttir í stöðu fremsta manns. "Við höfum ekki verið að nýta færin og þegar svo er ekki verður að finna einhvern annan til að gera það. Markatalan getur ráðið þessu á endanum," bætir Elísabet við. Í hinum leik gærdagsins skildu Fjölnisstúlkur og Þór/KA/KS jöfn í Grafarvoginum í mjög svo slökum knattspyrnuleik. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr þegar vel var liðið á þann síðari sem að eitthvert líf færðist í leikinn. Á tveimur mínútum voru skoruð jafnmörg mörk, fyrst Þóra Pétursdóttir fyrir gestina og síðan Valgerður Halldórsdóttir fyrir Fjölni. Eftir markið sóttu Fjölnistúlkur meira án þess þó að skapa sér nein afgerandi marktækifæri og greinilegt að liðið saknaði sárlega þeirra Vanju Stefanovic og Rötku Zivkovic sem gengu til liðs við KR í vikunni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Sjá meira