Popptónleikar eða flokksþing? 27. júlí 2004 00:01 Flokksþing Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hófst í Boston í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem staddur er á þinginu, segir gríðarlegan mun vera á þessu flokksþingi og íslensku. Þetta sé meira líkt því að vera á popptónleikum eða „Hallelúja-samkomu“. Spiluð séu popplög fyrir hverja ræðu og það er sviðsstjóri, sem stjórnar yfirleitt Óskarsverðlaunahátíðinni, sem stjórnar dagskránni. Það segir kannski ýnislegt um þau áhrif sem menn eru að reyna að ná fram á þinginu að sögn Ingólfs og segir hann að gestir þingsins virðast hafa jafn mikinn áhuga á sýningunni og pólitíkinni - þetta jaðri nánast við múgæsingu. Mikið var um dýrðir þegar Bill Clinton var kynntur til leiks í gær og ætlaði fólk aldrei að hætta að klappa svo hann gæti flutt ræðu sína. Þetta var nánast eins og Britney Spears og Jesús Kristur væru samankomin í einum og sama manninum að sögn fréttamanns. Al Gore flutti líka ræðu í gær en var ekki fagnað nándar nærri jafn mikið. Clinton fór vítt og breitt um hið pólitíska svið í ræðu sinni og dró fram muninn á ástandinu þegar hann fór úr Hvíta húsinu fyrir fjórum árum og hvernig það er núna. Hann bar líka mikið lof á John Kerry, forsetaframbjóðanda demókrata, og kveikti ærlega í mannfjöldanum með sínum skýra og skorinorta hætti. Ingólfur Bjarni segir Clinton ekki koma Kerry í Hvíta húsið og talað er um að það geti verið hættulegt fyrir framboð Kerrys að tefla hinum fyrrverandi forseta of mikið fram vegna þess mikla munar sem á þeim er, sérstaklega hvað persónutöfra og útgeislun varðar. Kerry hefur ekki sýnt mikla hæfileika í að tala við fólk hingað til. Skilaboðin verða oft loðin, langdregin og jafnvel leiðinleg og mikið skortir á útgeislunina. Meðalsveifla í fylgiskönnunum þegar undanfarin tíu flokksþing demókrata hafa farið fram er 6,1% en verður líklega heldur minna að þessu sinni. Það stafar fyrst og fremst af því að ótrúlega stór hluti kjósenda hefur þegar ákveðið hvað hann kýs í haust. Megintilgangurinn með þinginu er því kannski ekki að fá fólk til fylgilags við flokkinn heldur til að fá þá sem styðja flokkinn til þess að mæta á kjörstað og kjósa. Hægt er að hlusta á Ingólf Bjarna Sigfússon tala frá flokksþinginu í Boston með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Flokksþing Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hófst í Boston í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem staddur er á þinginu, segir gríðarlegan mun vera á þessu flokksþingi og íslensku. Þetta sé meira líkt því að vera á popptónleikum eða „Hallelúja-samkomu“. Spiluð séu popplög fyrir hverja ræðu og það er sviðsstjóri, sem stjórnar yfirleitt Óskarsverðlaunahátíðinni, sem stjórnar dagskránni. Það segir kannski ýnislegt um þau áhrif sem menn eru að reyna að ná fram á þinginu að sögn Ingólfs og segir hann að gestir þingsins virðast hafa jafn mikinn áhuga á sýningunni og pólitíkinni - þetta jaðri nánast við múgæsingu. Mikið var um dýrðir þegar Bill Clinton var kynntur til leiks í gær og ætlaði fólk aldrei að hætta að klappa svo hann gæti flutt ræðu sína. Þetta var nánast eins og Britney Spears og Jesús Kristur væru samankomin í einum og sama manninum að sögn fréttamanns. Al Gore flutti líka ræðu í gær en var ekki fagnað nándar nærri jafn mikið. Clinton fór vítt og breitt um hið pólitíska svið í ræðu sinni og dró fram muninn á ástandinu þegar hann fór úr Hvíta húsinu fyrir fjórum árum og hvernig það er núna. Hann bar líka mikið lof á John Kerry, forsetaframbjóðanda demókrata, og kveikti ærlega í mannfjöldanum með sínum skýra og skorinorta hætti. Ingólfur Bjarni segir Clinton ekki koma Kerry í Hvíta húsið og talað er um að það geti verið hættulegt fyrir framboð Kerrys að tefla hinum fyrrverandi forseta of mikið fram vegna þess mikla munar sem á þeim er, sérstaklega hvað persónutöfra og útgeislun varðar. Kerry hefur ekki sýnt mikla hæfileika í að tala við fólk hingað til. Skilaboðin verða oft loðin, langdregin og jafnvel leiðinleg og mikið skortir á útgeislunina. Meðalsveifla í fylgiskönnunum þegar undanfarin tíu flokksþing demókrata hafa farið fram er 6,1% en verður líklega heldur minna að þessu sinni. Það stafar fyrst og fremst af því að ótrúlega stór hluti kjósenda hefur þegar ákveðið hvað hann kýs í haust. Megintilgangurinn með þinginu er því kannski ekki að fá fólk til fylgilags við flokkinn heldur til að fá þá sem styðja flokkinn til þess að mæta á kjörstað og kjósa. Hægt er að hlusta á Ingólf Bjarna Sigfússon tala frá flokksþinginu í Boston með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira