Mótorcross ekki mjög hættulegt 23. júlí 2004 00:01 Mótorsport er ekki bara karlasport eins og sumir halda því á undanförnum árum hefur fjöldi stelpna látið til skarar skríða á mótocrosskeppnum. Aníta Hauksdóttir, þrettán ára mótorhjólastelpa, hefur mætt sterk til leiks á fyrstu tvær umferðir Íslandsmeistaramótsins í mótocrossi og þykir örugg um titilinn í ár. Aníta hefur sinnt sportinu af miklu kappi frá tíu ára aldri eða síðan hún eignaðist sitt fyrsta hjól. "Pabbi minn byrjaði að hjóla árið 2000 og gaf mér þá crosshjól í afmælisgjöf. Ég var rétt farin að prófa hjólið þegar hann tók upp á því að skrá mig í fyrstu keppnina, í svokölluðu speedway, ekki mótocrossi. Á þeim tíma var hann sjálfur Íslandsmeistari í B-flokki. Ég var auðvitað mjög hissa því ég var rétt byrjuð að hjóla en gekk þó ágætlega. Ég tók einn strák í mótinu og var geðveikt ánægð með það," hlær Aníta sem þá var eina stelpan í keppninni. Foreldrar hennar, Haukur Þorsteinsson og Theodóra Björk Heimisdóttir, opnuðu fyrir rúmu ári mótorhjólaverslunina Nítró en þau eru bæði á kafi í sportinu. "Ég hafði ekki hugmynd um að það væru fleiri stelpur að hjóla fyrr en ég kynntist Heiðu í Nikíta. Við fórum að æfa okkur saman, kynntumst svo Söru Ómarsdóttur sem einnig var í þessu og saman stofnuðum við fyrsta kvennaliðið á Íslandi, Nikita Team." Á Íslandsmeistaramótum keppa allir sem einstaklingar en að móti loknu eru einnig liðum veitt sérstök verðlaun fyrir frammistöðu. "Við höfum æft okkur mikið, reynt að keppa á öllum mótum og fengið góða styrktaraðila," segir Aníta sem hafnaði í öðru sæti á Íslandsmeistarmótinu í fyrra. "Við höfum fengið leyfi til að æfa okkur á nokkrum brautum meðal annars í Grindavík og Álfsnesi en þar er líka mótocrossskóli." Hún blæs á að íþróttin sé hættuleg ef notast er við réttan búnað. "Þessu fylgir vissulega aksjón, fjör og spenna og maður getur fengið mikla útrás á hjólinu en ég veit um fleiri sem slasa sig í fótbolta en mótocrossi," segir hin frakka sem slær flestum við þegar mótorhljól eru annars vegar. thorat@frettabladid.is Bílar Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Mótorsport er ekki bara karlasport eins og sumir halda því á undanförnum árum hefur fjöldi stelpna látið til skarar skríða á mótocrosskeppnum. Aníta Hauksdóttir, þrettán ára mótorhjólastelpa, hefur mætt sterk til leiks á fyrstu tvær umferðir Íslandsmeistaramótsins í mótocrossi og þykir örugg um titilinn í ár. Aníta hefur sinnt sportinu af miklu kappi frá tíu ára aldri eða síðan hún eignaðist sitt fyrsta hjól. "Pabbi minn byrjaði að hjóla árið 2000 og gaf mér þá crosshjól í afmælisgjöf. Ég var rétt farin að prófa hjólið þegar hann tók upp á því að skrá mig í fyrstu keppnina, í svokölluðu speedway, ekki mótocrossi. Á þeim tíma var hann sjálfur Íslandsmeistari í B-flokki. Ég var auðvitað mjög hissa því ég var rétt byrjuð að hjóla en gekk þó ágætlega. Ég tók einn strák í mótinu og var geðveikt ánægð með það," hlær Aníta sem þá var eina stelpan í keppninni. Foreldrar hennar, Haukur Þorsteinsson og Theodóra Björk Heimisdóttir, opnuðu fyrir rúmu ári mótorhjólaverslunina Nítró en þau eru bæði á kafi í sportinu. "Ég hafði ekki hugmynd um að það væru fleiri stelpur að hjóla fyrr en ég kynntist Heiðu í Nikíta. Við fórum að æfa okkur saman, kynntumst svo Söru Ómarsdóttur sem einnig var í þessu og saman stofnuðum við fyrsta kvennaliðið á Íslandi, Nikita Team." Á Íslandsmeistaramótum keppa allir sem einstaklingar en að móti loknu eru einnig liðum veitt sérstök verðlaun fyrir frammistöðu. "Við höfum æft okkur mikið, reynt að keppa á öllum mótum og fengið góða styrktaraðila," segir Aníta sem hafnaði í öðru sæti á Íslandsmeistarmótinu í fyrra. "Við höfum fengið leyfi til að æfa okkur á nokkrum brautum meðal annars í Grindavík og Álfsnesi en þar er líka mótocrossskóli." Hún blæs á að íþróttin sé hættuleg ef notast er við réttan búnað. "Þessu fylgir vissulega aksjón, fjör og spenna og maður getur fengið mikla útrás á hjólinu en ég veit um fleiri sem slasa sig í fótbolta en mótocrossi," segir hin frakka sem slær flestum við þegar mótorhljól eru annars vegar. thorat@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira