Smíða fallega kofa 20. júlí 2004 00:01 ÍTR starfrækir tólf smíðavelli á svæðinu frá Kjalarnesi út í Vesturbæ. Þar læra átta til tólf ára börn að smíða kofa undir handleiðslu tveggja leiðbeinenda. "Við viljum kenna börnunum að búa til fallega og vandaða kofa," segir Sigurður Már Helgason sem stýrir verkefninu innan ÍTR. Sigurður segir að enginn kofi sé fluttur heim til barnanna nema hann sé vel smíðaður. ÍTR flutti 230 kofa heim til barna í fyrra en aðsóknin er heldur minni í ár. Einn strákur á smíðavöllunum telur sig eiga í sérstöku sambandi við Jesús. Í staðinn fyrir að smíða venjulegt þak á kofann sinn hafði hann það flatt svo hann gæti legið þar í sólbaði. Þegar hann lá ekki þar lét hann stóran kross sem hann hafði smíðað ofan á þakið til að Jesús gæti séð hann frá himnum. Þegar leiðbeinandi smíðavallarins spurði strákinn af hverju hann væri alltaf að negla á puttann á sér sagði litli strákurinn að það væri ekki honum að kenna heldur Guði sem léti hann meiða sig. Ýmsar skrýtnar og skemmtilegar sögur verða því til í kringum starfsemina eins og sjá má. Nokkuð er að foreldrar barnanna komi og taki í hamrana hjá börnunum. Kappið verður stundum það mikið að þau gleyma sér og taka yfir kofasmíðina. Það eru greinilega ekki bara börnin sem hafa gaman að því að saga og negla. Starfsmenn smíðavallanna segja að útlendingar stansi iðulega til þess að grennslast fyrir um hvað sé þarna á seyði. Slík starfsemi mun víst vera séríslenskt fyrirbæri því útlendingarnir koma af fjöllum þegar þeir heyra hvað sé í gangi. Starfsemi smíðavallanna lýkur í lok mánaðarins þannig að enn er tími fyrir börn og foreldra þeirra að byggja sér kofa fyrir veturinn. Lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
ÍTR starfrækir tólf smíðavelli á svæðinu frá Kjalarnesi út í Vesturbæ. Þar læra átta til tólf ára börn að smíða kofa undir handleiðslu tveggja leiðbeinenda. "Við viljum kenna börnunum að búa til fallega og vandaða kofa," segir Sigurður Már Helgason sem stýrir verkefninu innan ÍTR. Sigurður segir að enginn kofi sé fluttur heim til barnanna nema hann sé vel smíðaður. ÍTR flutti 230 kofa heim til barna í fyrra en aðsóknin er heldur minni í ár. Einn strákur á smíðavöllunum telur sig eiga í sérstöku sambandi við Jesús. Í staðinn fyrir að smíða venjulegt þak á kofann sinn hafði hann það flatt svo hann gæti legið þar í sólbaði. Þegar hann lá ekki þar lét hann stóran kross sem hann hafði smíðað ofan á þakið til að Jesús gæti séð hann frá himnum. Þegar leiðbeinandi smíðavallarins spurði strákinn af hverju hann væri alltaf að negla á puttann á sér sagði litli strákurinn að það væri ekki honum að kenna heldur Guði sem léti hann meiða sig. Ýmsar skrýtnar og skemmtilegar sögur verða því til í kringum starfsemina eins og sjá má. Nokkuð er að foreldrar barnanna komi og taki í hamrana hjá börnunum. Kappið verður stundum það mikið að þau gleyma sér og taka yfir kofasmíðina. Það eru greinilega ekki bara börnin sem hafa gaman að því að saga og negla. Starfsmenn smíðavallanna segja að útlendingar stansi iðulega til þess að grennslast fyrir um hvað sé þarna á seyði. Slík starfsemi mun víst vera séríslenskt fyrirbæri því útlendingarnir koma af fjöllum þegar þeir heyra hvað sé í gangi. Starfsemi smíðavallanna lýkur í lok mánaðarins þannig að enn er tími fyrir börn og foreldra þeirra að byggja sér kofa fyrir veturinn.
Lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira