Laufey bjargaði stiginu fyrir Val 16. júlí 2004 00:01 KR og Valur skildu jöfn, 1–1, í fyrsta leik áttundu umferðar Landsbankadeildar kvenna á KR-vellinum í gærkvöldi og Valsliðið er með titilinn innan seilingar eftir þessi úrslit en þetta var óumdeilanlega einn af úrslitaleikjum mótsins. Valskonur töpuðu reyndar sínum fyrstu stigum í sumar en halda engu að síður fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar þegar aðeins fimm umferðir eru eftir að mótinu. Leikurinn var ekki nema rúmlega mínútu gamall þegar Þórunn Helga Jónsdóttir átti skot í slá og KR-liðið hafði öll tök á leiknum í upphafi. Það tók Valsliðið nokkurn tíma að átta sig en fljótlega fór topplið að sýna styrk sinn og KR-liðið lenti oft í nokkrum vandræðum en án þess að Valsstúlkur næðu þó að nýta sér það. Þegar leið á hálfleikinn leiddist Halldóru Sigurðardóttur, þjálfara KR, þófið og kallaði inn á sínar stelpur að nú þyrftu þær að fara spila boltanum og hennar stelpur tóku hana á orðinu og eignuðu sér lokakafla hálfleiksins. Markið kom síðan á besta tíma, Sif Atladóttir fékk laglega sendingu inn fyrir frá Eddu Garðarsdóttir og fékk tvö tækifæri til að koma boltanum fram hjá Guðbjörgu Gunnarsdóttur og fjölmörgum varnarmönnum Valsliðsins. Valskonur komu sterkar til leiks í seinni hálfleik og tóku öll völd á vellinum. Valsliðið pressaði stíft en gekk illa að skapa sér færi. Það var síðan besti maður vallarsins, Laufey Ólafsdóttir, sem jafnaði leikinn með skoti beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Boltinn hafði reyndar viðkomu í varnarmanni. KR færði lið sitt framar undir lokin og freistaði þessi að vinna leikinn. Valsliðið spilaði manni færri síðustu mínúturnar eftir að Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður liðsins, hneig niður og var seinna flutt burt með sjúkabíl. Umrædd Laufey fór í markið og hélt hreinu í þær fjórar mínútur sem lifðu og sá til þess að Valskonur kæmust með aðra hendina á fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn í 15 ár. Valsliðið hefur eftir þennan leik lykilstöðu á toppi deildarinnar, gagnvart aðalkeppinautum sínum í ÍBV og KR sem verða að nú að treysta á að lið í neðri hlutanum taki stig af Hlíðarendaliðinu svo að þau eigi möguleika á að krækja í titilinn. KR–Valur 1-1 1–0 Sif Atladóttir 43. 1–1 Laufey Ólafsdóttir 77. Best á vellinum Laufey Ólafsdóttir Val Tölfræðin Skot (á mark) 11–10 (5–6) Horn 6–8 Aukaspyrnur fengnar 14–17 Rangstöður 4–2 Mjög góðar Laufey Ólafsdóttir Val Embla Grétarsdóttir KR Góðar Guðrún Sóley Gunnarsdóttir KR Hólmfríður Magnúsdóttir KR Edda Garðarsdóttir KR Katrín Ómarsdóttir KR Elfa Björk Erlingsdóttir KR Íris Andrésdóttir Val Málfríður Sigurðardóttir Val Ásta Árnadóttir Val Nína Ósk Kristinsdóttir Val Dóra Stefánsdóttir Val Pála Marie Einarsdóttir Val Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Neuer meiddist við að fagna marki Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Sjá meira
KR og Valur skildu jöfn, 1–1, í fyrsta leik áttundu umferðar Landsbankadeildar kvenna á KR-vellinum í gærkvöldi og Valsliðið er með titilinn innan seilingar eftir þessi úrslit en þetta var óumdeilanlega einn af úrslitaleikjum mótsins. Valskonur töpuðu reyndar sínum fyrstu stigum í sumar en halda engu að síður fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar þegar aðeins fimm umferðir eru eftir að mótinu. Leikurinn var ekki nema rúmlega mínútu gamall þegar Þórunn Helga Jónsdóttir átti skot í slá og KR-liðið hafði öll tök á leiknum í upphafi. Það tók Valsliðið nokkurn tíma að átta sig en fljótlega fór topplið að sýna styrk sinn og KR-liðið lenti oft í nokkrum vandræðum en án þess að Valsstúlkur næðu þó að nýta sér það. Þegar leið á hálfleikinn leiddist Halldóru Sigurðardóttur, þjálfara KR, þófið og kallaði inn á sínar stelpur að nú þyrftu þær að fara spila boltanum og hennar stelpur tóku hana á orðinu og eignuðu sér lokakafla hálfleiksins. Markið kom síðan á besta tíma, Sif Atladóttir fékk laglega sendingu inn fyrir frá Eddu Garðarsdóttir og fékk tvö tækifæri til að koma boltanum fram hjá Guðbjörgu Gunnarsdóttur og fjölmörgum varnarmönnum Valsliðsins. Valskonur komu sterkar til leiks í seinni hálfleik og tóku öll völd á vellinum. Valsliðið pressaði stíft en gekk illa að skapa sér færi. Það var síðan besti maður vallarsins, Laufey Ólafsdóttir, sem jafnaði leikinn með skoti beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Boltinn hafði reyndar viðkomu í varnarmanni. KR færði lið sitt framar undir lokin og freistaði þessi að vinna leikinn. Valsliðið spilaði manni færri síðustu mínúturnar eftir að Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður liðsins, hneig niður og var seinna flutt burt með sjúkabíl. Umrædd Laufey fór í markið og hélt hreinu í þær fjórar mínútur sem lifðu og sá til þess að Valskonur kæmust með aðra hendina á fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn í 15 ár. Valsliðið hefur eftir þennan leik lykilstöðu á toppi deildarinnar, gagnvart aðalkeppinautum sínum í ÍBV og KR sem verða að nú að treysta á að lið í neðri hlutanum taki stig af Hlíðarendaliðinu svo að þau eigi möguleika á að krækja í titilinn. KR–Valur 1-1 1–0 Sif Atladóttir 43. 1–1 Laufey Ólafsdóttir 77. Best á vellinum Laufey Ólafsdóttir Val Tölfræðin Skot (á mark) 11–10 (5–6) Horn 6–8 Aukaspyrnur fengnar 14–17 Rangstöður 4–2 Mjög góðar Laufey Ólafsdóttir Val Embla Grétarsdóttir KR Góðar Guðrún Sóley Gunnarsdóttir KR Hólmfríður Magnúsdóttir KR Edda Garðarsdóttir KR Katrín Ómarsdóttir KR Elfa Björk Erlingsdóttir KR Íris Andrésdóttir Val Málfríður Sigurðardóttir Val Ásta Árnadóttir Val Nína Ósk Kristinsdóttir Val Dóra Stefánsdóttir Val Pála Marie Einarsdóttir Val
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Neuer meiddist við að fagna marki Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Sjá meira