Ökuþór framtíðarinnar 16. júlí 2004 00:01 Kristján Einar Kristjánsson er fimmtán ára og af mörgum talinn vera helsta framtíðarefni Íslendinga í akstursíþróttinni. Hann er langyngstur keppenda í GoKart hér á landi, byrjaði að æfa fyrir fjórum árum síðan og keppti í fyrsta skipti í fyrrasumar. "Ég er búinn að vera með svakalega bíladellu alla ævi eins og reyndar öll mín fjölskylda sem tekur þátt í þessu með mér og styður vel við bakið á mér, segir hann. Kristján Friðriksson, faðir Kristjáns Einars, og afi hans, Steingrímur Ingason, eru báðir fyrrum akstursíþróttamennog kemur því ekki á óvart að hæfileikar Kristjáns séu honum í blóð bornir. "Þegar ég byrjaði fyrir fjórum árum síðan var ég á miklu minni og kraftminni bíl en ég er á núna. Þá byrjaði ég að leika mér á GoKart-brautinni í Kapelluhrauni í Hafnarfirði og fannst rosalega gaman. Síðan hefur þetta bara þróast út í það að ég fór að keppa," segir hann. Kristján Einar á erfiðan dag fyrir höndum á morgun því þá mun hann keppa í tveimur mótum, annars vegar á Íslandsmeistaramótinu í GoKart og hins vegar á Rotax-mótinu og munu tveir sigurvegarar þess móts öðlast þátttökurétt í alþjóðlegri lokakeppni sem haldin verður á Kanaríeyjum í janúar á næsta ári. "Ég hlakka bara til og kvíði ekkert fyrir þessu, það þýðir ekki neitt annars fer maður bara að gera mistök. Ég hef verið duglegur að æfa því annars nær maður ekki neinum árangri," segir hann. Í framtíðinni segist Kristján Einar hiklaust ætla að einbeita sér að akstursíþróttinni. "Það er spurning hvort maður endi sem akstursíþróttamaður eða sem liðsstjóri til að nýta þá reynslu sem maður hefur. Ég hef ekki alveg ákveðið mig en finnst ekkert ólíklegt að ég fari út í rallííþróttina," segir hann. Bílar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Kristján Einar Kristjánsson er fimmtán ára og af mörgum talinn vera helsta framtíðarefni Íslendinga í akstursíþróttinni. Hann er langyngstur keppenda í GoKart hér á landi, byrjaði að æfa fyrir fjórum árum síðan og keppti í fyrsta skipti í fyrrasumar. "Ég er búinn að vera með svakalega bíladellu alla ævi eins og reyndar öll mín fjölskylda sem tekur þátt í þessu með mér og styður vel við bakið á mér, segir hann. Kristján Friðriksson, faðir Kristjáns Einars, og afi hans, Steingrímur Ingason, eru báðir fyrrum akstursíþróttamennog kemur því ekki á óvart að hæfileikar Kristjáns séu honum í blóð bornir. "Þegar ég byrjaði fyrir fjórum árum síðan var ég á miklu minni og kraftminni bíl en ég er á núna. Þá byrjaði ég að leika mér á GoKart-brautinni í Kapelluhrauni í Hafnarfirði og fannst rosalega gaman. Síðan hefur þetta bara þróast út í það að ég fór að keppa," segir hann. Kristján Einar á erfiðan dag fyrir höndum á morgun því þá mun hann keppa í tveimur mótum, annars vegar á Íslandsmeistaramótinu í GoKart og hins vegar á Rotax-mótinu og munu tveir sigurvegarar þess móts öðlast þátttökurétt í alþjóðlegri lokakeppni sem haldin verður á Kanaríeyjum í janúar á næsta ári. "Ég hlakka bara til og kvíði ekkert fyrir þessu, það þýðir ekki neitt annars fer maður bara að gera mistök. Ég hef verið duglegur að æfa því annars nær maður ekki neinum árangri," segir hann. Í framtíðinni segist Kristján Einar hiklaust ætla að einbeita sér að akstursíþróttinni. "Það er spurning hvort maður endi sem akstursíþróttamaður eða sem liðsstjóri til að nýta þá reynslu sem maður hefur. Ég hef ekki alveg ákveðið mig en finnst ekkert ólíklegt að ég fari út í rallííþróttina," segir hann.
Bílar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira