Sport

Loksins Eyjasigur á útivelli

Eyjakonur unnu loksins sigur á útivelli í Landsbankadeild kvenna þegar þær sóttu þrjú stig á Kópavogsvöllinn. ÍBV vann leikinn 4–0 með tveimur mörkum frá bæði Margréti Láru Viðarsdóttur og Olgu Færseth en Margrét Lára hefur þar með skorað 14 mörk í fimm leikjum gegn Blikum á tímabilinu. ÍBV hafði góð tök á leiknum og vann sannfærandi sigur. Liðið fékk kannski ekki mörg færi en nýtti þau sem gáfust mjög vel. Margrét Lára Viðarsdóttir átti mjög góðan leik fyrir ÍBV og er að ná sér af erfiðum meiðslum og þá fyllti Rachel Kruze vel skarð Karenar Burke á miðjunni en Burke verður ekkert með ÍBV í næstu leikjum. Breiðablik–ÍBV 0-4 0–1 Margrét Lára Viðarsdóttir 30. 0–2 Olga Færseth 53. 0–3 Margrét Lára Viðarsdóttir 73. 0–4 Olga Færseth 88. Best á vellinum Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Tölfræðin Skot (á mark)  7–11 (3–7) Horn 3–5 Aukaspyrnur fengnar 9–9 Rangstöður 2–6 Mjög góðar Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Rachel Kruze ÍBV Góðar Erla Hendriksdóttir Breiðabliki Sandra Karlsdóttir Breiðabliki Olga Færseth ÍBV Michelle Barr ÍBV Elín Anna Steinarsdóttir ÍBV Elena Einisdóttir ÍBV



Fleiri fréttir

Sjá meira


×