Húðlyf veldur þunglyndi 5. júlí 2004 00:01 Víðs vegar á netinu má lesa um reynslu fólks af hræðilegum aukaverkunum húðlyfsins roaccutan, sem talið er að geti valdið svo alvarlegu þunglyndi að því megi kenna um nokkur tilfelli sjálfsvíga. Oft eru notendur lyfsins unglingar sem varla mega við þeirri andlegu áreynslu sem lyfið reynist sumum vera. Roaccutan er gefið sem neyðarúrræði gegn bólum, þegar sjúklingur sem á við alvarlegt húðvandamál að glíma hefur prófað pensilíntengda kúra eða aðrar húðmeðferðir án viðunandi árangurs. Lyfið er gríðarlega sterkt og hefur í för með sér fjölda óþægilegra aukaverkana en er jafnframt oft eina lausnin á langvarandi stríði við unglingabólur. Skömmtun lyfsins er vandasöm og vart á færi annarra en sérfræðinga í húðsjúkdómum. Í Roaccutan er ísótretínóín, efni skylt A-vítamíni sem hefur margvísleg áhrif á starfsemi húðfrumna, minnkar framleiðslu húðfitu og fækkar þeim bakteríum sem valda bólgu í húð. Húðvandamál geta haft mjög neikvæð andleg áhrif, sérstaklega ef þau eru langvarandi. Þeir sem fundið hafa fyrir þunglyndi áður en þeir gangast undir roaccutan-meðferð eru því líklegri til að verða enn dapurri við inntöku lyfsins. Að sögn Rannveigar Pálsdóttur húðlæknis er undirbúningur fyrir meðferðina mikilvægt atriði svo sjúklingurinn geri sér grein fyrir öllum mögulegum aukaverkunum. "Það er sameiginleg ákvörðun sjúklings og læknis að hefja roaccutan-meðferð og læknar vita að ákveðin hætta fylgir því að taka lyfið. Slæm andleg áhrif þess sýnist mér leggjast hvað mest á unga stráka. Skömmtun roaccutans er háð þyngd og þar sem strákarnir eru yfirleitt þyngri fá þeir hærri skammta í einu og jafnvel fleiri aukaverkanir. Roaccutan virkar það vel að þó því fylgi ýmsir ókostir er það samt besta lausnin fyrir marga. Húðlæknar hafa öðlast meiri reynslu og kunnáttu á notkun þess og í kjölfarið hafa skammtanirnar breyst dálítið. Nú eru margir farnir að gefa minni skammta í einu og dreifa gjöfinni á lengri tíma því heildarmagn lyfsins skiptir meira máli en dagskammtur. " Rannveig segir það andlegt álag að vera með mikið af bólum og því þurfi að meðhöndla alvarleg húðvandamál snemma. "Ég þekki dæmi um krakka sem ekki fara í skólann eða sund því vanlíðanin vegna bóla er svo mikil. Unglingar eru sérstaklega viðkvæmir og því er nauðsynlegt að gefa þeim lyf til að takast á við vandamálið þó því fylgi aukaverkanir. Það hefur jákvæð áhrif að losna við bólurnar. Roaccutan er ekki endilega neyðarúrræði lengur og mér þykir betra að gefa það fyrr en síðar. Ef húðin er ekki meðhöndluð koma ör og varanlegir skaðar á húðina sem ekki er hægt að laga með lyfjum. Á meðan ekkert annað og betra lyf er fyrir hendi mæli ég með roaccutan fyrir þá sem það þurfa. Þegar ungir einstaklingar hefja notkun á slíku lyfi er mjög nauðsynlegt að upplýsa fjölskylduna eða aðra í umhverfinu um virkni þess." Breytileg veðrátta og sveiflukennt hitastig hefur slæm áhrif á húðina og sérstaklega fólk sem notar roaccutan. "Talið er að roaccutan-meðferðir í norður-evrópskum löndum þurfi því að vera lengri en annars staðar og með minni dagsskömmtum." Heilsa Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira
Víðs vegar á netinu má lesa um reynslu fólks af hræðilegum aukaverkunum húðlyfsins roaccutan, sem talið er að geti valdið svo alvarlegu þunglyndi að því megi kenna um nokkur tilfelli sjálfsvíga. Oft eru notendur lyfsins unglingar sem varla mega við þeirri andlegu áreynslu sem lyfið reynist sumum vera. Roaccutan er gefið sem neyðarúrræði gegn bólum, þegar sjúklingur sem á við alvarlegt húðvandamál að glíma hefur prófað pensilíntengda kúra eða aðrar húðmeðferðir án viðunandi árangurs. Lyfið er gríðarlega sterkt og hefur í för með sér fjölda óþægilegra aukaverkana en er jafnframt oft eina lausnin á langvarandi stríði við unglingabólur. Skömmtun lyfsins er vandasöm og vart á færi annarra en sérfræðinga í húðsjúkdómum. Í Roaccutan er ísótretínóín, efni skylt A-vítamíni sem hefur margvísleg áhrif á starfsemi húðfrumna, minnkar framleiðslu húðfitu og fækkar þeim bakteríum sem valda bólgu í húð. Húðvandamál geta haft mjög neikvæð andleg áhrif, sérstaklega ef þau eru langvarandi. Þeir sem fundið hafa fyrir þunglyndi áður en þeir gangast undir roaccutan-meðferð eru því líklegri til að verða enn dapurri við inntöku lyfsins. Að sögn Rannveigar Pálsdóttur húðlæknis er undirbúningur fyrir meðferðina mikilvægt atriði svo sjúklingurinn geri sér grein fyrir öllum mögulegum aukaverkunum. "Það er sameiginleg ákvörðun sjúklings og læknis að hefja roaccutan-meðferð og læknar vita að ákveðin hætta fylgir því að taka lyfið. Slæm andleg áhrif þess sýnist mér leggjast hvað mest á unga stráka. Skömmtun roaccutans er háð þyngd og þar sem strákarnir eru yfirleitt þyngri fá þeir hærri skammta í einu og jafnvel fleiri aukaverkanir. Roaccutan virkar það vel að þó því fylgi ýmsir ókostir er það samt besta lausnin fyrir marga. Húðlæknar hafa öðlast meiri reynslu og kunnáttu á notkun þess og í kjölfarið hafa skammtanirnar breyst dálítið. Nú eru margir farnir að gefa minni skammta í einu og dreifa gjöfinni á lengri tíma því heildarmagn lyfsins skiptir meira máli en dagskammtur. " Rannveig segir það andlegt álag að vera með mikið af bólum og því þurfi að meðhöndla alvarleg húðvandamál snemma. "Ég þekki dæmi um krakka sem ekki fara í skólann eða sund því vanlíðanin vegna bóla er svo mikil. Unglingar eru sérstaklega viðkvæmir og því er nauðsynlegt að gefa þeim lyf til að takast á við vandamálið þó því fylgi aukaverkanir. Það hefur jákvæð áhrif að losna við bólurnar. Roaccutan er ekki endilega neyðarúrræði lengur og mér þykir betra að gefa það fyrr en síðar. Ef húðin er ekki meðhöndluð koma ör og varanlegir skaðar á húðina sem ekki er hægt að laga með lyfjum. Á meðan ekkert annað og betra lyf er fyrir hendi mæli ég með roaccutan fyrir þá sem það þurfa. Þegar ungir einstaklingar hefja notkun á slíku lyfi er mjög nauðsynlegt að upplýsa fjölskylduna eða aðra í umhverfinu um virkni þess." Breytileg veðrátta og sveiflukennt hitastig hefur slæm áhrif á húðina og sérstaklega fólk sem notar roaccutan. "Talið er að roaccutan-meðferðir í norður-evrópskum löndum þurfi því að vera lengri en annars staðar og með minni dagsskömmtum."
Heilsa Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira