Húðlyf veldur þunglyndi 5. júlí 2004 00:01 Víðs vegar á netinu má lesa um reynslu fólks af hræðilegum aukaverkunum húðlyfsins roaccutan, sem talið er að geti valdið svo alvarlegu þunglyndi að því megi kenna um nokkur tilfelli sjálfsvíga. Oft eru notendur lyfsins unglingar sem varla mega við þeirri andlegu áreynslu sem lyfið reynist sumum vera. Roaccutan er gefið sem neyðarúrræði gegn bólum, þegar sjúklingur sem á við alvarlegt húðvandamál að glíma hefur prófað pensilíntengda kúra eða aðrar húðmeðferðir án viðunandi árangurs. Lyfið er gríðarlega sterkt og hefur í för með sér fjölda óþægilegra aukaverkana en er jafnframt oft eina lausnin á langvarandi stríði við unglingabólur. Skömmtun lyfsins er vandasöm og vart á færi annarra en sérfræðinga í húðsjúkdómum. Í Roaccutan er ísótretínóín, efni skylt A-vítamíni sem hefur margvísleg áhrif á starfsemi húðfrumna, minnkar framleiðslu húðfitu og fækkar þeim bakteríum sem valda bólgu í húð. Húðvandamál geta haft mjög neikvæð andleg áhrif, sérstaklega ef þau eru langvarandi. Þeir sem fundið hafa fyrir þunglyndi áður en þeir gangast undir roaccutan-meðferð eru því líklegri til að verða enn dapurri við inntöku lyfsins. Að sögn Rannveigar Pálsdóttur húðlæknis er undirbúningur fyrir meðferðina mikilvægt atriði svo sjúklingurinn geri sér grein fyrir öllum mögulegum aukaverkunum. "Það er sameiginleg ákvörðun sjúklings og læknis að hefja roaccutan-meðferð og læknar vita að ákveðin hætta fylgir því að taka lyfið. Slæm andleg áhrif þess sýnist mér leggjast hvað mest á unga stráka. Skömmtun roaccutans er háð þyngd og þar sem strákarnir eru yfirleitt þyngri fá þeir hærri skammta í einu og jafnvel fleiri aukaverkanir. Roaccutan virkar það vel að þó því fylgi ýmsir ókostir er það samt besta lausnin fyrir marga. Húðlæknar hafa öðlast meiri reynslu og kunnáttu á notkun þess og í kjölfarið hafa skammtanirnar breyst dálítið. Nú eru margir farnir að gefa minni skammta í einu og dreifa gjöfinni á lengri tíma því heildarmagn lyfsins skiptir meira máli en dagskammtur. " Rannveig segir það andlegt álag að vera með mikið af bólum og því þurfi að meðhöndla alvarleg húðvandamál snemma. "Ég þekki dæmi um krakka sem ekki fara í skólann eða sund því vanlíðanin vegna bóla er svo mikil. Unglingar eru sérstaklega viðkvæmir og því er nauðsynlegt að gefa þeim lyf til að takast á við vandamálið þó því fylgi aukaverkanir. Það hefur jákvæð áhrif að losna við bólurnar. Roaccutan er ekki endilega neyðarúrræði lengur og mér þykir betra að gefa það fyrr en síðar. Ef húðin er ekki meðhöndluð koma ör og varanlegir skaðar á húðina sem ekki er hægt að laga með lyfjum. Á meðan ekkert annað og betra lyf er fyrir hendi mæli ég með roaccutan fyrir þá sem það þurfa. Þegar ungir einstaklingar hefja notkun á slíku lyfi er mjög nauðsynlegt að upplýsa fjölskylduna eða aðra í umhverfinu um virkni þess." Breytileg veðrátta og sveiflukennt hitastig hefur slæm áhrif á húðina og sérstaklega fólk sem notar roaccutan. "Talið er að roaccutan-meðferðir í norður-evrópskum löndum þurfi því að vera lengri en annars staðar og með minni dagsskömmtum." Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Víðs vegar á netinu má lesa um reynslu fólks af hræðilegum aukaverkunum húðlyfsins roaccutan, sem talið er að geti valdið svo alvarlegu þunglyndi að því megi kenna um nokkur tilfelli sjálfsvíga. Oft eru notendur lyfsins unglingar sem varla mega við þeirri andlegu áreynslu sem lyfið reynist sumum vera. Roaccutan er gefið sem neyðarúrræði gegn bólum, þegar sjúklingur sem á við alvarlegt húðvandamál að glíma hefur prófað pensilíntengda kúra eða aðrar húðmeðferðir án viðunandi árangurs. Lyfið er gríðarlega sterkt og hefur í för með sér fjölda óþægilegra aukaverkana en er jafnframt oft eina lausnin á langvarandi stríði við unglingabólur. Skömmtun lyfsins er vandasöm og vart á færi annarra en sérfræðinga í húðsjúkdómum. Í Roaccutan er ísótretínóín, efni skylt A-vítamíni sem hefur margvísleg áhrif á starfsemi húðfrumna, minnkar framleiðslu húðfitu og fækkar þeim bakteríum sem valda bólgu í húð. Húðvandamál geta haft mjög neikvæð andleg áhrif, sérstaklega ef þau eru langvarandi. Þeir sem fundið hafa fyrir þunglyndi áður en þeir gangast undir roaccutan-meðferð eru því líklegri til að verða enn dapurri við inntöku lyfsins. Að sögn Rannveigar Pálsdóttur húðlæknis er undirbúningur fyrir meðferðina mikilvægt atriði svo sjúklingurinn geri sér grein fyrir öllum mögulegum aukaverkunum. "Það er sameiginleg ákvörðun sjúklings og læknis að hefja roaccutan-meðferð og læknar vita að ákveðin hætta fylgir því að taka lyfið. Slæm andleg áhrif þess sýnist mér leggjast hvað mest á unga stráka. Skömmtun roaccutans er háð þyngd og þar sem strákarnir eru yfirleitt þyngri fá þeir hærri skammta í einu og jafnvel fleiri aukaverkanir. Roaccutan virkar það vel að þó því fylgi ýmsir ókostir er það samt besta lausnin fyrir marga. Húðlæknar hafa öðlast meiri reynslu og kunnáttu á notkun þess og í kjölfarið hafa skammtanirnar breyst dálítið. Nú eru margir farnir að gefa minni skammta í einu og dreifa gjöfinni á lengri tíma því heildarmagn lyfsins skiptir meira máli en dagskammtur. " Rannveig segir það andlegt álag að vera með mikið af bólum og því þurfi að meðhöndla alvarleg húðvandamál snemma. "Ég þekki dæmi um krakka sem ekki fara í skólann eða sund því vanlíðanin vegna bóla er svo mikil. Unglingar eru sérstaklega viðkvæmir og því er nauðsynlegt að gefa þeim lyf til að takast á við vandamálið þó því fylgi aukaverkanir. Það hefur jákvæð áhrif að losna við bólurnar. Roaccutan er ekki endilega neyðarúrræði lengur og mér þykir betra að gefa það fyrr en síðar. Ef húðin er ekki meðhöndluð koma ör og varanlegir skaðar á húðina sem ekki er hægt að laga með lyfjum. Á meðan ekkert annað og betra lyf er fyrir hendi mæli ég með roaccutan fyrir þá sem það þurfa. Þegar ungir einstaklingar hefja notkun á slíku lyfi er mjög nauðsynlegt að upplýsa fjölskylduna eða aðra í umhverfinu um virkni þess." Breytileg veðrátta og sveiflukennt hitastig hefur slæm áhrif á húðina og sérstaklega fólk sem notar roaccutan. "Talið er að roaccutan-meðferðir í norður-evrópskum löndum þurfi því að vera lengri en annars staðar og með minni dagsskömmtum."
Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira