Morrissey og rassaskoran ógurlega 4. júlí 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson bloggar frá Hróarskeldu. Skíturinn er kominn svo langt undir neglurnar að ég held að ég þurfi að láta hann vaxa úr. Gönguskórnir mínir eru orðnir svo þungir af leðjunni að ég veit ekki lengur hvort þeir eru að leiða mig áfram, eða ég þá. Geng samt endalaust á milli tónleikatjalda og gleymi mér í því sem er á sviðinu. Er nánast búinn að standa uppréttur í þrjá daga, stanslaust. Vinur minn hringdi á laugardagskvöldið, stuttu eftir að ég sá Morrissey, og þá áttaði ég mig á því að ég hafði ekki átt almennilegt samtal við neinn í rúman sólarhring. Hafði ekki notað röddina nema rétt til þess að heilsa kunningjum, eða panta mat. Lítill bjór í gær. Einn ráfandi um í maurahrúgunni, með mitt hlutverk, sem ég sinni þegjandi. Laugardagurinn var einn besti tónleikadagurinn. Byrjaði daginn á Desert Blues frá Malí. Það var ótrúlega seiðandi og gefandi. Gott að fanga galdurinn svona snemma dags. Sá Matthew Herbert Big Band, frábær hugmynd. Teknóbolti með risadjassband. Fólk spilaði á blöðrur og Herbert var með frábært vídeósjó við. Þetta var víst fyrsta giggið þeirra en þau eiga greinilega eftir að slípa nokkra enda. Sá Lali Puna, þau voru æðisleg. Rölti yfir á Iggy Pop. Maðurinn er ótrúlegur. Enn ber að ofan, á sjötugsaldri. Með gallabuxurnar hangandi á sér, í engum nærbuxum. Rassaskoran í aðalhlutverki. Hann hafði makað á sig svo miklu brúnkukremi að hann leit út eins og leðju útötuð standpína. Svona verður Krummi í Mínus líklegast eftir 50 ár. Fór út af Kings og Leon eftir fjögur lög. Tók áhættu og fór á danska rokkskvísu sem heitir Kira and the Kindred Spirits. Henni var lýst sem danskri blöndu af PJ Harvey og Janis Joplin. Hljómaði áhugavert, en svo þegar ég kom á staðinn áttaði ég mig á því að þetta er ekki lýsing á góðum hlut. Helvíti slæmt. The Shins björguðu svo stemningunni eftir það. Frábær tónleikasveit. Sá næst Morrissey. Hann var alveg stórkostlegur. Tók þrjú Smiths lög, tvö eldri sólólög og svo bara lög af þessari frábæru nýju plötu hans. Hann spurði; "Are you bored to death?" og hópurinn svaraði "NO!" Þá sagði hann; "You will be!" Reyndi að komast í stemningu yfir Baba Zula og Ty á eftir, en Morrissey var bara of mikil upplifun til þess að fara ekki í háttinn. Í dag er planið að sjá Zero 7, Dizzee Rascal, The Von Bondies, Santana, Franz Ferdinand, Wu-Tang Clan, Muse og Scissor Sisters. Það stefnir í blautan dag. Þegar þið lesið þetta verður maurahrúgan sundruð og ég á leiðinni heim. Engar áhyggjur, á næsta ári verður stofnað hér nýtt maurabú. Það verður kannski ekki það sama, en þó alltaf svipað. Þetta er Biggi maur að stimpla sig út af Hróarskelduhátíðinni. Birgir Örn Steinarsson Hróarskelduhátíðin, sunnudagur 4. júlí. Lífið Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson bloggar frá Hróarskeldu. Skíturinn er kominn svo langt undir neglurnar að ég held að ég þurfi að láta hann vaxa úr. Gönguskórnir mínir eru orðnir svo þungir af leðjunni að ég veit ekki lengur hvort þeir eru að leiða mig áfram, eða ég þá. Geng samt endalaust á milli tónleikatjalda og gleymi mér í því sem er á sviðinu. Er nánast búinn að standa uppréttur í þrjá daga, stanslaust. Vinur minn hringdi á laugardagskvöldið, stuttu eftir að ég sá Morrissey, og þá áttaði ég mig á því að ég hafði ekki átt almennilegt samtal við neinn í rúman sólarhring. Hafði ekki notað röddina nema rétt til þess að heilsa kunningjum, eða panta mat. Lítill bjór í gær. Einn ráfandi um í maurahrúgunni, með mitt hlutverk, sem ég sinni þegjandi. Laugardagurinn var einn besti tónleikadagurinn. Byrjaði daginn á Desert Blues frá Malí. Það var ótrúlega seiðandi og gefandi. Gott að fanga galdurinn svona snemma dags. Sá Matthew Herbert Big Band, frábær hugmynd. Teknóbolti með risadjassband. Fólk spilaði á blöðrur og Herbert var með frábært vídeósjó við. Þetta var víst fyrsta giggið þeirra en þau eiga greinilega eftir að slípa nokkra enda. Sá Lali Puna, þau voru æðisleg. Rölti yfir á Iggy Pop. Maðurinn er ótrúlegur. Enn ber að ofan, á sjötugsaldri. Með gallabuxurnar hangandi á sér, í engum nærbuxum. Rassaskoran í aðalhlutverki. Hann hafði makað á sig svo miklu brúnkukremi að hann leit út eins og leðju útötuð standpína. Svona verður Krummi í Mínus líklegast eftir 50 ár. Fór út af Kings og Leon eftir fjögur lög. Tók áhættu og fór á danska rokkskvísu sem heitir Kira and the Kindred Spirits. Henni var lýst sem danskri blöndu af PJ Harvey og Janis Joplin. Hljómaði áhugavert, en svo þegar ég kom á staðinn áttaði ég mig á því að þetta er ekki lýsing á góðum hlut. Helvíti slæmt. The Shins björguðu svo stemningunni eftir það. Frábær tónleikasveit. Sá næst Morrissey. Hann var alveg stórkostlegur. Tók þrjú Smiths lög, tvö eldri sólólög og svo bara lög af þessari frábæru nýju plötu hans. Hann spurði; "Are you bored to death?" og hópurinn svaraði "NO!" Þá sagði hann; "You will be!" Reyndi að komast í stemningu yfir Baba Zula og Ty á eftir, en Morrissey var bara of mikil upplifun til þess að fara ekki í háttinn. Í dag er planið að sjá Zero 7, Dizzee Rascal, The Von Bondies, Santana, Franz Ferdinand, Wu-Tang Clan, Muse og Scissor Sisters. Það stefnir í blautan dag. Þegar þið lesið þetta verður maurahrúgan sundruð og ég á leiðinni heim. Engar áhyggjur, á næsta ári verður stofnað hér nýtt maurabú. Það verður kannski ekki það sama, en þó alltaf svipað. Þetta er Biggi maur að stimpla sig út af Hróarskelduhátíðinni. Birgir Örn Steinarsson Hróarskelduhátíðin, sunnudagur 4. júlí.
Lífið Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning