Annar í Hróarskeldu 3. júlí 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson bloggar frá Hróarskeldu Ha ha, hí á ykkur sem hlóguð djöflahlátri þegar þið heyrðuð hvernig veðurspáin fyrir Hróarskelduhátíðina átti að vera. Jú, það er reyndar satt að klukkutíma áður en hliðin opnuðust á fimmtudaginn, þá rigndi eins og einhver hefði ákveðið að dömpa Faxaflóa yfir hátíðargesti. Þrumur og eldingar fylgdu í kjölfarið. Eftir það var jarðvegurinn blautur, en hiti og sól brutust út og þannig hefur veðrið verið eftir að hátíðin fór af stað. Nú er föstudagur, og hátíðin vöknuð... ég rétt svo líka. Byrjaði hátíðarhöldin á því að sjá Blonde Redhead með hópi íslenskra kunningja og vina. Ég var í gírnum, en sveitin hefur látið rigninguna hafa einhver áhrif á sig, því hún lék nánast bara hæg lög. Fyrirgaf þeim það, en bara vegna þess að Kazu, söngkona og bassaleikari, er kynþokkafyllsta kona rokksins. Rölti á milli tjalda þar og missti svo andlitið í leðjuna þegar ég sá Scratch Perverts. Fjórir plötusnúðar, með átta spilara, trommuheila og titrandi hendur eins og Parkinson-sjúklingar. Fann andlitið svo í leðjunni aftur og hélt af stað, reyndar með neðri vörina í eftirdragi. Gaf TV on the Radio annan séns, eftir að þeir ollu mér vonbrigðum á Airwaves. Fannst þeir bara leiðinlegri núna. Held að ég hafi séð eina stelpuna úr Nylon á tónleikunum. Hún var klædd í hvíta síða dömulega kápu. Leðjan var byrjuð að skríða upp á bak hennar. Henni var alveg sama. Seinna um kvöldið hitti ég strákana í Lokbrá. Þeir eru svo tjillaðir að þeir höfðu misst af öllum sveitum dagsins og ætluðu bara að sjá Korn. Það var svo sem kannski alveg nóg. Fullt tungl, heiður sumarhiminn, eitt besta tónleikaband í heimi og 70 þúsund manns öskrandi. Ógleymanlegt. Svo tóku þeir lagið Another Brick in the Wall og gítarleikararnir fóru í gítareinvígi. Sá sem tapaði rauk fúll aftur fyrir gítarstæðu sína á meðan hinn skælbrosti. Ekki mjög vinalegt. Fór í rannsóknarleiðangur fyrir ykkur á almenningstjaldsvæðið í Íslendingapartí. Óð leðju upp að hnjám. Partíið var svo óvenju rólegt, og menn greinilega með hugann einhvers staðar annars staðar. Ég kvaddi og fór heim. Stoppaði þó á leiðinni í risastórum gulum kubb, með flugvélasætum í miðjunni. Í loftinu voru skjáir þar sem þögla meistaraverkið Metropolis var sýnt við harða teknótóna. Menn eru eins og maurar í þessari mynd og í lokin komu skilaboð um að hvorki hjartað né hugurinn ætti að ráða ferðinni, heldur eitthvað æðra. Skýr skilaboð um að fara í háttinn. Í dag ætla ég að reyna að sjá Dj Krush, Meshuggah, Graham Coxon, Slipknot, N.E.R.D., Pixies, Avril Lavigne, Wire og Sly & Robbie Taxi. Þarf svo að hitta einhvern Nicholas úr The Hives klukkan 18. Sólin skín, lífið á Hróarskeldu er yndislegt. Birgir Örn Steinarsson Hróarskelda, föstudagur 2. júlí 2004 Lífið Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson bloggar frá Hróarskeldu Ha ha, hí á ykkur sem hlóguð djöflahlátri þegar þið heyrðuð hvernig veðurspáin fyrir Hróarskelduhátíðina átti að vera. Jú, það er reyndar satt að klukkutíma áður en hliðin opnuðust á fimmtudaginn, þá rigndi eins og einhver hefði ákveðið að dömpa Faxaflóa yfir hátíðargesti. Þrumur og eldingar fylgdu í kjölfarið. Eftir það var jarðvegurinn blautur, en hiti og sól brutust út og þannig hefur veðrið verið eftir að hátíðin fór af stað. Nú er föstudagur, og hátíðin vöknuð... ég rétt svo líka. Byrjaði hátíðarhöldin á því að sjá Blonde Redhead með hópi íslenskra kunningja og vina. Ég var í gírnum, en sveitin hefur látið rigninguna hafa einhver áhrif á sig, því hún lék nánast bara hæg lög. Fyrirgaf þeim það, en bara vegna þess að Kazu, söngkona og bassaleikari, er kynþokkafyllsta kona rokksins. Rölti á milli tjalda þar og missti svo andlitið í leðjuna þegar ég sá Scratch Perverts. Fjórir plötusnúðar, með átta spilara, trommuheila og titrandi hendur eins og Parkinson-sjúklingar. Fann andlitið svo í leðjunni aftur og hélt af stað, reyndar með neðri vörina í eftirdragi. Gaf TV on the Radio annan séns, eftir að þeir ollu mér vonbrigðum á Airwaves. Fannst þeir bara leiðinlegri núna. Held að ég hafi séð eina stelpuna úr Nylon á tónleikunum. Hún var klædd í hvíta síða dömulega kápu. Leðjan var byrjuð að skríða upp á bak hennar. Henni var alveg sama. Seinna um kvöldið hitti ég strákana í Lokbrá. Þeir eru svo tjillaðir að þeir höfðu misst af öllum sveitum dagsins og ætluðu bara að sjá Korn. Það var svo sem kannski alveg nóg. Fullt tungl, heiður sumarhiminn, eitt besta tónleikaband í heimi og 70 þúsund manns öskrandi. Ógleymanlegt. Svo tóku þeir lagið Another Brick in the Wall og gítarleikararnir fóru í gítareinvígi. Sá sem tapaði rauk fúll aftur fyrir gítarstæðu sína á meðan hinn skælbrosti. Ekki mjög vinalegt. Fór í rannsóknarleiðangur fyrir ykkur á almenningstjaldsvæðið í Íslendingapartí. Óð leðju upp að hnjám. Partíið var svo óvenju rólegt, og menn greinilega með hugann einhvers staðar annars staðar. Ég kvaddi og fór heim. Stoppaði þó á leiðinni í risastórum gulum kubb, með flugvélasætum í miðjunni. Í loftinu voru skjáir þar sem þögla meistaraverkið Metropolis var sýnt við harða teknótóna. Menn eru eins og maurar í þessari mynd og í lokin komu skilaboð um að hvorki hjartað né hugurinn ætti að ráða ferðinni, heldur eitthvað æðra. Skýr skilaboð um að fara í háttinn. Í dag ætla ég að reyna að sjá Dj Krush, Meshuggah, Graham Coxon, Slipknot, N.E.R.D., Pixies, Avril Lavigne, Wire og Sly & Robbie Taxi. Þarf svo að hitta einhvern Nicholas úr The Hives klukkan 18. Sólin skín, lífið á Hróarskeldu er yndislegt. Birgir Örn Steinarsson Hróarskelda, föstudagur 2. júlí 2004
Lífið Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning