Rúgbrauð í toppstandi 2. júlí 2004 00:01 Hrannar Smári Hilmarsson og kærastan hans, Fatjona Fuga, eru nýbúin að eignast Volkswagen Transporter, árgerð 1978. Parið var að skoða smáauglýsingarnar í Fréttablaðinu fyrir nokkru þegar þau sáu rúgbrauðið auglýst til sölu. "Bíllinn var búinn að standa ónotaður uppi í Breiðholti í nokkurn tíma og keyptum við hann á áttatíu þúsund. Það var búið að dæma bílinn ónýtan og voru margir búnir að reyna að gera við hann og því búið að snúa öllu við í honum. Eftir kaupin leit því út fyrir heilmikla viðgerð. Ég fékk pabba minn sem er bílasmiður og fleiri reynda bílakalla sem kunna á svona gamla bíla til að kíkja á rúgbrauðið og þegar þeir byrjuðu á viðgerðinni kom í ljós að búið var að tengja alla víra vitlaust í bílnum. Þegar þeir áttuðu sig á því voru þeir ekki lengi að kippa því í lag og koma bílnum í gott stand og flaug hann í gegnum skoðun," segir Hrannar Smári. Viðgerðin reyndist ekki kostnaðarsöm því það eina sem þurfti að borga var fyrir stillinguna á bílnum, sem kostaði um 15.000 krónur. "Það tók heila viku að stilla hann því bíllinn er orðinn svo gamall og því ekki hægt að nota tölvu við stillinguna. Eftir stillinguna er bíllinn í toppstandi og lítur þokkalega vel út miðað við aldur þrátt fyrir smá ryð í honum," segir hann. Hrannar Smári og Fatjona ætla að ferðast eitthvað um landið í júlí á bílnum og hlakka til þess. "Aftur í bílnum er allt til ferðalaga, fínasti beddi, eldhús og allar græjur. Svo er hægt að hækka hluta þaksins um þrjátíu til fjörutíu sentimetra þannig að hægt er að standa uppréttur í honum. Hann eyðir ekki miklu því einhvern tíma hefur verið skipt um mótor í honum og settur í hann bjöllumótor sem er ekki nema 55 hestöfl. Á langkeyrslum eyðir hann rétt um tólf á hundraði. Við erum hæstánægð með bílinn og efumst um að við tímum nokkurn tímann að selja hann," segir Hrannar Smári. Bílar Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Hrannar Smári Hilmarsson og kærastan hans, Fatjona Fuga, eru nýbúin að eignast Volkswagen Transporter, árgerð 1978. Parið var að skoða smáauglýsingarnar í Fréttablaðinu fyrir nokkru þegar þau sáu rúgbrauðið auglýst til sölu. "Bíllinn var búinn að standa ónotaður uppi í Breiðholti í nokkurn tíma og keyptum við hann á áttatíu þúsund. Það var búið að dæma bílinn ónýtan og voru margir búnir að reyna að gera við hann og því búið að snúa öllu við í honum. Eftir kaupin leit því út fyrir heilmikla viðgerð. Ég fékk pabba minn sem er bílasmiður og fleiri reynda bílakalla sem kunna á svona gamla bíla til að kíkja á rúgbrauðið og þegar þeir byrjuðu á viðgerðinni kom í ljós að búið var að tengja alla víra vitlaust í bílnum. Þegar þeir áttuðu sig á því voru þeir ekki lengi að kippa því í lag og koma bílnum í gott stand og flaug hann í gegnum skoðun," segir Hrannar Smári. Viðgerðin reyndist ekki kostnaðarsöm því það eina sem þurfti að borga var fyrir stillinguna á bílnum, sem kostaði um 15.000 krónur. "Það tók heila viku að stilla hann því bíllinn er orðinn svo gamall og því ekki hægt að nota tölvu við stillinguna. Eftir stillinguna er bíllinn í toppstandi og lítur þokkalega vel út miðað við aldur þrátt fyrir smá ryð í honum," segir hann. Hrannar Smári og Fatjona ætla að ferðast eitthvað um landið í júlí á bílnum og hlakka til þess. "Aftur í bílnum er allt til ferðalaga, fínasti beddi, eldhús og allar græjur. Svo er hægt að hækka hluta þaksins um þrjátíu til fjörutíu sentimetra þannig að hægt er að standa uppréttur í honum. Hann eyðir ekki miklu því einhvern tíma hefur verið skipt um mótor í honum og settur í hann bjöllumótor sem er ekki nema 55 hestöfl. Á langkeyrslum eyðir hann rétt um tólf á hundraði. Við erum hæstánægð með bílinn og efumst um að við tímum nokkurn tímann að selja hann," segir Hrannar Smári.
Bílar Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira