Fréttablaðið heldur mér löghlýðnum 1. júlí 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson veltir fyrir sér hvað stutt er á milli löghlýðni og glæpamennsku. Ef ég væri ekki heppnasti maður í heimi, sem fær allar plötur sem eyrun girnast frítt með því að senda einn tölvupóst, væri ég þjófur og glæpamenni. Í mér blundar ódrepandi hvöt til þess að kynnast nýrri tónlist, nánast á hverjum degi. Útvarpið færir mér ekki nægilega stóran skammt, þar sem straumar og stefnur þar eru afskaplega takmarkaðar og það sem er í sjónvarpinu er aðeins toppurinn á ísjakanum. Virðisaukaskatturinn á geisladiskum á Íslandi er það hár að verð á geisladiskum er alveg út í hött. Flutningskostnaður og græðgi gerir ástandið svo bara verra. Þar af leiðandi myndi ég neyðast til þess að fá mér nettengingu og hala niður þá tónlist sem ég væri forvitinn um. Þetta yrði líklegast smá slatti, að minnsta kosti nóg til þess að Lars Ulrich úr Metallicu myndi senda tónlistarlögguna á mig. Þegar ég var í því að hljóðrita upp á kasettur úr útvarpinu sem krakki sögðu foreldrar mínir mér aldrei að ég væri glæpamaður. Það var samt ólöglegt. Það er því kannski ekkert undarlegt að ég skuli hafa svona undarleg gildi, þegar kemur að því að reyna að grafa upp tónlist sem mér finnst áhugaverð. Ef það væri ekki fyrir rannsóknarstörf mín á Fréttablaðinu, væri ég þá kannski að skrifa þessa grein frá Litla-Hrauni? Harðsvíraður glæpamaður vegna ástar minnar á áhugaverðri tónlist? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Birgir Örn Steinarsson veltir fyrir sér hvað stutt er á milli löghlýðni og glæpamennsku. Ef ég væri ekki heppnasti maður í heimi, sem fær allar plötur sem eyrun girnast frítt með því að senda einn tölvupóst, væri ég þjófur og glæpamenni. Í mér blundar ódrepandi hvöt til þess að kynnast nýrri tónlist, nánast á hverjum degi. Útvarpið færir mér ekki nægilega stóran skammt, þar sem straumar og stefnur þar eru afskaplega takmarkaðar og það sem er í sjónvarpinu er aðeins toppurinn á ísjakanum. Virðisaukaskatturinn á geisladiskum á Íslandi er það hár að verð á geisladiskum er alveg út í hött. Flutningskostnaður og græðgi gerir ástandið svo bara verra. Þar af leiðandi myndi ég neyðast til þess að fá mér nettengingu og hala niður þá tónlist sem ég væri forvitinn um. Þetta yrði líklegast smá slatti, að minnsta kosti nóg til þess að Lars Ulrich úr Metallicu myndi senda tónlistarlögguna á mig. Þegar ég var í því að hljóðrita upp á kasettur úr útvarpinu sem krakki sögðu foreldrar mínir mér aldrei að ég væri glæpamaður. Það var samt ólöglegt. Það er því kannski ekkert undarlegt að ég skuli hafa svona undarleg gildi, þegar kemur að því að reyna að grafa upp tónlist sem mér finnst áhugaverð. Ef það væri ekki fyrir rannsóknarstörf mín á Fréttablaðinu, væri ég þá kannski að skrifa þessa grein frá Litla-Hrauni? Harðsvíraður glæpamaður vegna ástar minnar á áhugaverðri tónlist?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun