Önnur talning Norðvesturkjördæmi

Ólafur Ragnar Grímsson hefur hlotið 71% atkvæða í Norðvesturkjördæmi þegar talin hafa verið 1.500 atkvæði eða rúmlega 7%. Ástþór Magnússon hefur hlotið 9 atkvæði eða 0,6%, Baldur Ágústsson 150 atkvæði eða 10% og Ólafur Ragnar Grímsson 1.066 atvkæði eða 71%. Auðir seðlar eru 264 eða 17,6% og ógildir 11. Á kjörskrá í Norðvesturkjördæmi eru 21.400 manns. Búast má við næstu tölum úr kjrödæminu laust fyrir klukkan 01:30 og verður þá búið að telja stóran hluta greiddra atkvæða, að sögn Sigrujóns Rafnssonar, formanns yfirkjörstjórnar.