Eiginkonur kjósa ekki 26. júní 2004 00:01 Forsetaframbjóðendurnir þrír hafa auðvitað ekki hugmynd um hverjir kjósa þá og hverjir ekki. Eitt geta þeir þó allir verið vissir um, og það er að eiginkonur þeirra greiða þeim ekki atkvæði. Það er forvitinlegt að allar eiginkonur frambjóðendanna eru útlendingar og enginn þeirra hefur kosningarétt á Íslandi. Dorrit Mousaieff, eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar, er sem kunnugt er af gyðingaættum. Hún er fædd árið 1950. Dorrit er menntuð sem skartgripahönnuður og er umsvifamikil á því sviði, með sitt eigið fyrirtæki. Hún er breskur ríkisborgari og hefur því ekki kosningarétt, á Íslandi, þótt hún sé gift forseta landsins. Ólafur Ragnar segir að þau hafi ekkert íhugað að reyna að flýta því að Dorrit fái íslenskan ríkisborgararétt. Natalía Wium, eiginkona Ástþórs Magnússonar, er fædd í Rússlandi árið 1975. Hún hefur búið og unnið, á Íslandi, í þrjú ár. Natalía er menntuð sem lögfræðingur, í sínu heimalandi, en á Íslandi vinnur hún við umönnun aldraðra. Jean Plummer, eiginkona Baldurs Ágústssonar, er fædd í Bretlandi árið 1952. Hún lærði mannauðsstjórnun og gengdi stjórnunarstöðu í því fagi í breska heilbrigðiskerfinu. Hin síðari ár hefur hún verið að lesa sálfræði, og lagt stund á skriftir og listmálun. Semsagt, þrjú atkvæði sem frambjóðendurnir geta verið vissir um að fá ekki. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir þrír hafa auðvitað ekki hugmynd um hverjir kjósa þá og hverjir ekki. Eitt geta þeir þó allir verið vissir um, og það er að eiginkonur þeirra greiða þeim ekki atkvæði. Það er forvitinlegt að allar eiginkonur frambjóðendanna eru útlendingar og enginn þeirra hefur kosningarétt á Íslandi. Dorrit Mousaieff, eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar, er sem kunnugt er af gyðingaættum. Hún er fædd árið 1950. Dorrit er menntuð sem skartgripahönnuður og er umsvifamikil á því sviði, með sitt eigið fyrirtæki. Hún er breskur ríkisborgari og hefur því ekki kosningarétt, á Íslandi, þótt hún sé gift forseta landsins. Ólafur Ragnar segir að þau hafi ekkert íhugað að reyna að flýta því að Dorrit fái íslenskan ríkisborgararétt. Natalía Wium, eiginkona Ástþórs Magnússonar, er fædd í Rússlandi árið 1975. Hún hefur búið og unnið, á Íslandi, í þrjú ár. Natalía er menntuð sem lögfræðingur, í sínu heimalandi, en á Íslandi vinnur hún við umönnun aldraðra. Jean Plummer, eiginkona Baldurs Ágústssonar, er fædd í Bretlandi árið 1952. Hún lærði mannauðsstjórnun og gengdi stjórnunarstöðu í því fagi í breska heilbrigðiskerfinu. Hin síðari ár hefur hún verið að lesa sálfræði, og lagt stund á skriftir og listmálun. Semsagt, þrjú atkvæði sem frambjóðendurnir geta verið vissir um að fá ekki.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira