Forseti neitar stríði við Alþingi 19. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafnar því alfarið að með því að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin hafi hann farið í stríð við Alþingi. Stjórnarskráin hefjist á því að segja að forsetinn og þingið fari saman með löggjafarvaldið. Ólafur Ragnar segir í samtali við DV að það hafi aldrei hvarflað að honum að segja að þingið væri í stríði við forsetann. Í sama viðtali segir hann að hann hafi ákveðið að láta ekki aðra handhafa forsetavalds afgreiða málið. Því hafi hann flýtt sér heim frá útlöndum og ekki farið í brúðkaup Danaprins. Ég gat ekki gert það, segir Ólafur Ragnar, í trausti þess að stjórnarandstaðan myndi halda uppi málþófi. Aukinn þungi er að færast í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar en forsetakosningarnar eru eftir viku. Bæði DV og Fréttablaðið birta stór viðtöl við hann í dag og eftir hádegi tekur hann þátt í kappræðum við mótframbjóðendur sína tvo, Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson, í Ríkisútvarpinu. Í Fréttablaðinu segir hann til dæmis að hver sá sem gegnir embætti forseta verði að vera reiðubúinn að axla ábygð þótt það kunni að skerða vinsældir hans. Skoðanalaus forseti myndi fljótlega einangrast. Eftir hádegi verður Ólafur Ragnar í þætti á Ríkisútvarpinu þar sem hver frambjóðendanna þriggja fá tækifæri til að kynna sig, hver fyrir sig en þó ekki í kappræðum, eins og til stóð í upphafi. Ástþór Magnússon hefur ítrekað skorað á Ólaf Ragnar í kappræður en hann hefur ekki fengið nein svör. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur ítrekað óskað eftir viðtali við Ólaf Ragnar Grímsson á undanförnum dögum en ekki fengið jákvæð svör. Forsetinn situr hins vegar fyrir svörum í þættinum Íslandi í dag á mánudaginn. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafnar því alfarið að með því að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin hafi hann farið í stríð við Alþingi. Stjórnarskráin hefjist á því að segja að forsetinn og þingið fari saman með löggjafarvaldið. Ólafur Ragnar segir í samtali við DV að það hafi aldrei hvarflað að honum að segja að þingið væri í stríði við forsetann. Í sama viðtali segir hann að hann hafi ákveðið að láta ekki aðra handhafa forsetavalds afgreiða málið. Því hafi hann flýtt sér heim frá útlöndum og ekki farið í brúðkaup Danaprins. Ég gat ekki gert það, segir Ólafur Ragnar, í trausti þess að stjórnarandstaðan myndi halda uppi málþófi. Aukinn þungi er að færast í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar en forsetakosningarnar eru eftir viku. Bæði DV og Fréttablaðið birta stór viðtöl við hann í dag og eftir hádegi tekur hann þátt í kappræðum við mótframbjóðendur sína tvo, Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson, í Ríkisútvarpinu. Í Fréttablaðinu segir hann til dæmis að hver sá sem gegnir embætti forseta verði að vera reiðubúinn að axla ábygð þótt það kunni að skerða vinsældir hans. Skoðanalaus forseti myndi fljótlega einangrast. Eftir hádegi verður Ólafur Ragnar í þætti á Ríkisútvarpinu þar sem hver frambjóðendanna þriggja fá tækifæri til að kynna sig, hver fyrir sig en þó ekki í kappræðum, eins og til stóð í upphafi. Ástþór Magnússon hefur ítrekað skorað á Ólaf Ragnar í kappræður en hann hefur ekki fengið nein svör. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur ítrekað óskað eftir viðtali við Ólaf Ragnar Grímsson á undanförnum dögum en ekki fengið jákvæð svör. Forsetinn situr hins vegar fyrir svörum í þættinum Íslandi í dag á mánudaginn.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira