Glæsilegur blæjubíll 18. júní 2004 00:01 "Það er nú óþægilega mikið tekið eftir mér á þessum bíl og ég er nú ekki mjög gefinn fyrir athyglina," segir Gísli Ágúst Halldórsson stoltur eigandi blæjubílsins Mercedes Benz SLK 230 Kompressor. Bílinn er árgerð 1999 en Gísli keypti hann nýjan frá Ræsi á síðasta ári. Gísli þarf ekki að láta bílinn í geymslu á veturna eins og sumir eigundur blæjubíla hér á landi. "Bíllinn er með spólvörn og ABS og því er ekkert vandamál að keyra hann á veturna. Það er toppur á honum en ekki blæja og hann er mjög harður og dugar vel í öllum veðrum," segir Gísli sem freistast stundum til að gefa í. "Það er mjög skemmtilegt að keyra þennan bíl. Hann er fjögurra sílindra og hann eyðir mjög litlu bensíni. Hann er mjög léttur á sér og því freistast ég stundum til að prufa kraftinn og gefa aðeins í," segir Gísli en bíllinn er með 2,3 lítra vél og er 193 hestöfl. Gísli er ekkert búinn að gera fyrir bílinn og er hann því alveg óbreyttur frá Ræsi. Hins vegar er aukabúnaður í honum sem er ekki vanalegur í öllum bílum. Til dæmis er í honum BOSE-hljóðkerfi og toppurinn er rafdrifinn. "Það fylgir svona bílum sú ímynd að fólk sem eigi svona bíl eigi peninga. Ég myndi alla vega ekki mæta eitthvað á þessum bíl til að biðja um afslátt einhvers staðar." Bílar Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Það er nú óþægilega mikið tekið eftir mér á þessum bíl og ég er nú ekki mjög gefinn fyrir athyglina," segir Gísli Ágúst Halldórsson stoltur eigandi blæjubílsins Mercedes Benz SLK 230 Kompressor. Bílinn er árgerð 1999 en Gísli keypti hann nýjan frá Ræsi á síðasta ári. Gísli þarf ekki að láta bílinn í geymslu á veturna eins og sumir eigundur blæjubíla hér á landi. "Bíllinn er með spólvörn og ABS og því er ekkert vandamál að keyra hann á veturna. Það er toppur á honum en ekki blæja og hann er mjög harður og dugar vel í öllum veðrum," segir Gísli sem freistast stundum til að gefa í. "Það er mjög skemmtilegt að keyra þennan bíl. Hann er fjögurra sílindra og hann eyðir mjög litlu bensíni. Hann er mjög léttur á sér og því freistast ég stundum til að prufa kraftinn og gefa aðeins í," segir Gísli en bíllinn er með 2,3 lítra vél og er 193 hestöfl. Gísli er ekkert búinn að gera fyrir bílinn og er hann því alveg óbreyttur frá Ræsi. Hins vegar er aukabúnaður í honum sem er ekki vanalegur í öllum bílum. Til dæmis er í honum BOSE-hljóðkerfi og toppurinn er rafdrifinn. "Það fylgir svona bílum sú ímynd að fólk sem eigi svona bíl eigi peninga. Ég myndi alla vega ekki mæta eitthvað á þessum bíl til að biðja um afslátt einhvers staðar."
Bílar Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira