Ólík kosningabarátta 16. júní 2004 00:01 Tíu dögum fyrir forsetakosningar keppast frambjóðendurnir Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson við að koma sér á framfæri en þó með ólíkum hætti. Baldur Ágústsson mætti í hádeginu ásamt kosningastjóra sínum í dreifingarmiðstöð Íslandspósts á Stórhöfða í Reykjavík. Þar ávarpaði hann starfsfólk í mötuneytinu. Ávarp Baldurs var örstutt, aðeins tæplega tvær mínútur, en því næst bauð hann fólki að spyrja. Spurningar voru engar og Baldur þakkaði fyrir sig og óskaði mönnum góðrar máltíðar. Þar með var vinnustaðafundinum lokið en hann stóð í nákvæmlega tvær mínútur og 32 sekúndur. Baldur segir að sér sé tekið vel þar sem hann fer, fólk vilji frið um embættið og fagni því að kominn sé fram ópólitískur valkostur. Á leiðinni út spjallaði Baldur við tvær konur stutta stund en annað gerðist ekki í þessari örstuttu heimsókn hans til Íslandspósts. Barátta Ástþórs Magnússonar þessa dagana snýst aðallega um það að komast að í fjölmiðlum. Hann komst að í dag í 45 mínútur á Hrafnaþingi Ingva Hrafns á Útvarpi Sögu, reyndar óboðinn. Hann sagðist vilja kynna boðskap sinn fyrir Ingva Hrafni þar sem hann hefði greinilega ekki kynnt sér hann nægilega vel sjálfur. Ingvi Hrafn lét að því liggja að Ástþór væri ekki með öllum mjalla. Hann spurði hann hvort hann hefði farið í geðrannsókn en Ástþór neitaði því, hins vegar væri hann tilbúinn til þess hvenær sem er. Ástþór þótti komast ágætlega frá óþæglegum spurningum og Ingvi Hrafn gaf honum sitt heilbrigðisvottorð. Hann væri prúður maður og liti vel út, eins og geðheilbrigður maður. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Tíu dögum fyrir forsetakosningar keppast frambjóðendurnir Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson við að koma sér á framfæri en þó með ólíkum hætti. Baldur Ágústsson mætti í hádeginu ásamt kosningastjóra sínum í dreifingarmiðstöð Íslandspósts á Stórhöfða í Reykjavík. Þar ávarpaði hann starfsfólk í mötuneytinu. Ávarp Baldurs var örstutt, aðeins tæplega tvær mínútur, en því næst bauð hann fólki að spyrja. Spurningar voru engar og Baldur þakkaði fyrir sig og óskaði mönnum góðrar máltíðar. Þar með var vinnustaðafundinum lokið en hann stóð í nákvæmlega tvær mínútur og 32 sekúndur. Baldur segir að sér sé tekið vel þar sem hann fer, fólk vilji frið um embættið og fagni því að kominn sé fram ópólitískur valkostur. Á leiðinni út spjallaði Baldur við tvær konur stutta stund en annað gerðist ekki í þessari örstuttu heimsókn hans til Íslandspósts. Barátta Ástþórs Magnússonar þessa dagana snýst aðallega um það að komast að í fjölmiðlum. Hann komst að í dag í 45 mínútur á Hrafnaþingi Ingva Hrafns á Útvarpi Sögu, reyndar óboðinn. Hann sagðist vilja kynna boðskap sinn fyrir Ingva Hrafni þar sem hann hefði greinilega ekki kynnt sér hann nægilega vel sjálfur. Ingvi Hrafn lét að því liggja að Ástþór væri ekki með öllum mjalla. Hann spurði hann hvort hann hefði farið í geðrannsókn en Ástþór neitaði því, hins vegar væri hann tilbúinn til þess hvenær sem er. Ástþór þótti komast ágætlega frá óþæglegum spurningum og Ingvi Hrafn gaf honum sitt heilbrigðisvottorð. Hann væri prúður maður og liti vel út, eins og geðheilbrigður maður.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira