Fyndnasti dávaldur heims 14. júní 2004 00:01 Grín-dávaldurinn Sailesh kemur hingað til lands í haust og heldur sýningu á Broadway, 24. september. Sailesh er meðal annars frægur fyrir að geta látið fólk fá fullnægingu með því einu að taka í höndina á því. Hefur sýningunni hans verið hælt á hvert reipi af fjölmiðlum í Bandaríkjunum sem nýrri tegund af skemmtun. Sýningin, sem stendur yfir í tvo og hálfan tíma, er uppfull af ótrúlegum uppákomum þar sem áhorfendur verða að stjörnum sýningarinnar fyrir framan vini og vandamenn sem gráta af hlátri við að sjá félaga sína fara á kostum á sviðinu. Plötusnúðurinn Greg Kusiak er hluti af sýningunni og spilar dúndurtónlist á réttu stöðunum og flytur þar með brandarana á næsta stig. Krafturinn og stemmningin meðal áhorfenda er slík að margir hafa líkt sýningunni við magnaða rokktónleika. Það kemur því ekki á óvart að Sailesh er að verða vinsælasti og eftirsóttasti dávaldurinn í Kanada og Bandaríkjunum. Hefur tónlistarstöðin MTV til dæmis kallað hann "fyndnasta óritskoðaða dávald jarðar." Sailesh fæddist á eyjunni Fiji en ólst upp í Kanada. Fyrir um tíu árum kynntist hann einum þekktasta dávaldi þess tíma og fór í læri hjá honum. Sailesh hafði mikinn áhuga á því að brjóta upp gamla þekkta formið og gera eitthvað miklu meira krassandi með því að færa ótæmandi möguleika dáleiðslunnar inn í nútímann. Hann skráði sig í American Institution of Hypnotherapy í Kaliforníu þar sem hann lærði í tvö ár og útskrifaðist með gráðu í dáleiðslu. Fyrir nokkrum árum lágu leiðir Sailesh og Peter Kas hjá Metropolis Agency síðan saman og þróuðu þeir núverandi sýningu. Þeir vildu sjá aukinn kraft, meiri hlátur og ögra áhorfendum meira en eldri dávaldar og hefur þetta framtak þeirra slegið í gegn. Sailesh býr nú í Kaliforníu og auk þess að ferðast stanslaust með sýningu sína um Bandaríkin og víða veröld, er hann með nýjan sjónvarpsþátt í bígerð. Sýningin hans á Broadway er bönnuð innan 18 ára og aðeins um 1000 miðar verða í boði. Menning Sailesh Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Sjá meira
Grín-dávaldurinn Sailesh kemur hingað til lands í haust og heldur sýningu á Broadway, 24. september. Sailesh er meðal annars frægur fyrir að geta látið fólk fá fullnægingu með því einu að taka í höndina á því. Hefur sýningunni hans verið hælt á hvert reipi af fjölmiðlum í Bandaríkjunum sem nýrri tegund af skemmtun. Sýningin, sem stendur yfir í tvo og hálfan tíma, er uppfull af ótrúlegum uppákomum þar sem áhorfendur verða að stjörnum sýningarinnar fyrir framan vini og vandamenn sem gráta af hlátri við að sjá félaga sína fara á kostum á sviðinu. Plötusnúðurinn Greg Kusiak er hluti af sýningunni og spilar dúndurtónlist á réttu stöðunum og flytur þar með brandarana á næsta stig. Krafturinn og stemmningin meðal áhorfenda er slík að margir hafa líkt sýningunni við magnaða rokktónleika. Það kemur því ekki á óvart að Sailesh er að verða vinsælasti og eftirsóttasti dávaldurinn í Kanada og Bandaríkjunum. Hefur tónlistarstöðin MTV til dæmis kallað hann "fyndnasta óritskoðaða dávald jarðar." Sailesh fæddist á eyjunni Fiji en ólst upp í Kanada. Fyrir um tíu árum kynntist hann einum þekktasta dávaldi þess tíma og fór í læri hjá honum. Sailesh hafði mikinn áhuga á því að brjóta upp gamla þekkta formið og gera eitthvað miklu meira krassandi með því að færa ótæmandi möguleika dáleiðslunnar inn í nútímann. Hann skráði sig í American Institution of Hypnotherapy í Kaliforníu þar sem hann lærði í tvö ár og útskrifaðist með gráðu í dáleiðslu. Fyrir nokkrum árum lágu leiðir Sailesh og Peter Kas hjá Metropolis Agency síðan saman og þróuðu þeir núverandi sýningu. Þeir vildu sjá aukinn kraft, meiri hlátur og ögra áhorfendum meira en eldri dávaldar og hefur þetta framtak þeirra slegið í gegn. Sailesh býr nú í Kaliforníu og auk þess að ferðast stanslaust með sýningu sína um Bandaríkin og víða veröld, er hann með nýjan sjónvarpsþátt í bígerð. Sýningin hans á Broadway er bönnuð innan 18 ára og aðeins um 1000 miðar verða í boði.
Menning Sailesh Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Sjá meira