Viðskipti

Bíl-og ból­laus líf­stíll í einni íbúð á Snorra­braut

Í­búð sem nú er í byggingu á Snorra­braut 62 hefur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum. Þar er ekki að finna svefn­her­bergi og grínast net­verjar með að því verði hægt að lifa bíl-og ból­lausum lífs­stíl í í­búðinni en engin bíla­stæði fylgja húsinu. Fram­kvæmda­stjóri fasteignafélagsins Snorra­húss segir deilu­skipu­lag hafa nauð­beygt byggingar­aðila í að hafa í­búðina án svefn­her­bergis.

Neytendur

Sátu eftir á Ali­cante eftir að fluginu var flýtt

Ís­lenskt par varð eftir á Ali­cante á Spáni í dag eftir að flugi þeirra með flug­fé­laginu Play var flýtt um fimm klukku­stundir vegna ó­veðurs. Þau sakna þess að hafa fengið til­kynningu frá flug­fé­laginu. Flug­fé­lagið segir slíkt því miður geta komið fyrir þegar flug­miðar séu bókaðir í gegnum þriðja aðila. Komið verði til móts við fólkið og því boðin frí breyting á flugi.

Neytendur

Ostabúðin á Fiskislóð gjaldþrota

Engar eignir fundust í þrotabúi Ostabúðarinnar veisluþjónustu sem var með starfsemi á Fiskislóð á Granda þar til búðinni var lokað í fyrra. Kröfur í þrotabúið námu rúmum 26 milljónum króna að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag.

Viðskipti innlent

Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2023 - kosning

X977 og Sindri leita nú að Iðnaðarmanni ársins 2023. Fjöldi ábendinga um flinka iðnaðarmenn bárust dómnefndinni sem hefur legið undir feldi síðustu daga. Átta einstaklingar þóttu skara fram úr og nú gefst lesendum kostur á að kjósa á milli þeirra.

Samstarf

Rándýr samloka á Hvolsvelli

Dýrtíðin á ferðamannaslóð er farin að segja til sín. Teitur Þorkelsson leiðsögumanni brá í brún þegar hann fékk til sín strimilinn eftir að hafa greitt fyrir samloku og komst að því að hún kostaði 1.045 krónur.

Neytendur

Meta í samkeppni við Twitter

Útlit er fyrir að Meta ætli í samkeppni við Twitter. Fregnir hafa borist af því að fyrirtækið muni gefa út í sumar forrit, sem tengist Instagram, þar sem notendur geta varpað fram stuttum textaskilaboðum til fylgjenda sinna og annarra. Til stendur að taka miðilinn í notkun í sumar.

Viðskipti erlent

Skammaðist sín fyrir að vera Ís­lendingur

Hundrað og sjötíu farþegar sátu fastir á flugvellinum í Glasgow í hátt í fjörutíu tíma, á meðan þeir biðu þess að komast um borð í vél til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan tvö í nótt. Ástæða seinkunarinnar var bilun í vélinni. Þegar varahlutur barst reyndist hann síðan ónothæfur. Einn farþega segist hafa skammast sín fyrir að vera Íslendingur.

Neytendur

Enginn atvinnulaus í Skagafirði

Um sextíu fyrirtæki í Skagafirði taka nú þátt í atvinnulífssýningu um helgin á Sauðárkróki en sýningunni er ætlað að varpa ljósi á þann fjölbreytileika sem er í þjónustu, framleiðslu, mannlífi og menningu í Skagafirði. Auk þess að kynna sprota og nýsköpun í atvinnulífi og síðast en ekki síst skapa skemmtilegan viðburð fyrir heimafólk og gesti.

Viðskipti innlent

Fyrst og fremst von­brigði fyrir Norður­land

Bæjarstjóri Akureyrar segir mikil vonbrigði fyrir íbúa Norðurlands að félagið Niceair sé farið í þrot. Of litlum markaði fyrir utanlandsflug frá Akureyri sé ekki um að kenna, heldur öðrum þáttum. Gjafabréf sem fólk á inni hjá félaginu eru líklegast ónýt, að sögn formanns Neytendasamtakanna. 

Viðskipti innlent

Alltaf kaffi í rúmið og auðvitað í dúndurstuð með S.H.Draumi

Það er í nægu að snúast alla daga hjá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR, sem er í hljómsveitinni Fjöll og að undirbúa endurkomu hljómsveitarinnar Los, að æfa sig undir átta daga hjólaferð til styrktar Umhyggju, að undirbúa frekari mótmæli við Austurvöll og almennt að finna eitthvað nýtt til að röfla yfir. Ragnar og eiginkonan byrja alltaf daginn með kaffi í rúmið.

Atvinnulíf

Sakar Þor­gerði Katrínu um í­trekaðar rang­færslur

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyrir­tækja í land­búnaði segir um­ræðu um mjólkur­verð á Ís­landi ein­kennast af van­þekkingu, röngum tölum og jafn­vel popúl­isma. Hún segir for­mann Við­reisnar fara með endur­teknar rang­færslur um málið. Mjólkur­verð hafi hækkað minnst á Ís­landi.

Viðskipti innlent