Viðskipti

Séreign inn á húsnæðislán hafi nýst sterkefnuðum mest
Fjármálaráðherra segir að sterkefnað stóreignafólk hafi fengið mestan stuðning frá ríkinu með almennri heimild til þess að nýta séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Ekki sé gáfulegt af ríkinu að halda áfram að styðja þann hóp.

Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið
Bankastjóri Arion banka segir að þegar stýrivextir lækki ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækki verðtryggðir vextir. „Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána.“

Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun
Orkustofnun gaf í dag út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Landsvirkjun mun í kjölfarið sækja um framkvæmdaleyfi til bæði Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, en mannvirki tengd virkjuninni verða í báðum sveitarfélögunum. Enn er stefnt að því að Hvammsvirkjun taki til starfa fyrir árslok 2028.

Ekki króna í þrotabúi Base parking
Ekki króna fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabú Siglt í strand ehf., sem hét áður Base parking ehf.. Lýstar kröfur námu tæpum 59 milljónum króna.

Alma sótti tvo milljarða
Alma íbúðafélag hf. hefur lokið útboði á nýjum skuldabréfaflokki sem gefinn er út undir útgáfuramma félagsins. Seld voru skuldabréf fyrir 2,1 milljarð króna.

Árni verður hægri hönd Decks
Árni Sigurðsson, forstjóri Marels, verður næstráðandi í sameinuðu félagi JBT og Marels verði af sameiningu.

Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna
Ný vefverslun áfengis opnaði í dag í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu og að Hagkaup sé með ströngustu skilyrðin þegar það kemur að áfengiskaupum hér landi

Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás
Fiskbúðinni í Trönuhrauni í Hafnarfirði hefur verið lokað. Fiskbúðin var elsta starfandi fiskbúðin á höfuðborgarsvæðinu.

Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni
Fyrirtæki sem býður upp mottuhreinsun hefur verið gert að greiða viðskiptavini sínum 75 prósent af kaupverði gólfmottu eftir að skemmdir urðu á einni slíkri við hreinsun. Brúnir blettir höfðu þar myndast við hreinsun sem ekki reyndist unnt að ná úr.

Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar
Fjöldi viðskiptavina Bónuss hefur lent í því í morgun að geta ekki greitt með greiðslukorti vegna bilunar í færsluhirðingu hjá Verifone. Ekki liggur fyrir hvort bilunar hafi orðið vart víðar.

Verðbólga fari undir fimm prósent í lok árs
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08 prósent á milli mánaða í september og að verðbólga minnki úr 6,0 prósent niður í 5,7 prósent. Deildin á von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9 prósent í lok árs. Íslandsbanki spáir örlítið meiri verðbólgu í lok árs.

Hagkaup hefur áfengissölu í dag
Í dag opnar ný vefverslun með áfengi á léninu veigar.eu, í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þeir kaupa aðrar vörur til heimilisins.

Ráðinn fjárfestatengill Icelandair
Kristófer Númi Hlynsson hefur verið ráðinn sem fjárfestatengill Icelandair.

Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða
Íslendingar veðjuðu næst mest allra Evrópuríkja árið 2023 en aðeins Írar vörðu meiri fjármunum í veðmál.

Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“
„Viðburðurinn hófst ekki fyrr en klukkan átta um kvöldið en klukkan rétt rúmlega sjö streymdu konur einfaldlega á staðinn þannig að við hugsuðum bara með okkur Vá! Hvað mætingin er góð,“ segir Sóley Björg Jóhannsdóttir varaformaður UAK um viðburð sem félagið stóð fyrir síðastliðið þriðjudagskvöld.

Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi
Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil.

Þungur róður hjá Samstöðinni
Fjölmiðillinn Samstöðin tapaði 24 milljónum króna á síðasta ári. Rekstrargjöld stöðvarinnar voru ríflega þrefalt hærri en tekjurnar.

Arion banki hækkar vexti hressilega
Útlánavextir Arion banka hækka talsvert frá og með deginum í dag. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir hafa ekki tilkynnt vaxtahækkun.

Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu
Lilja G. Karlsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjá VSB verkfræðistofu. Í tilkynningu segir að hún hafi tekið við 15. júlí síðastliðinn en hún hafi hafið störf hjá fyrirtækinu árið 2021 sem sviðsstjóri Byggðatæknisviðs.

Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga
Fulltrúar flugfélaganna United, Southwest, British Airways, Virgin Atlantic, SAS, Emirates, Etihad, Icelandair og Play eru meðal þeirra sem komin eru saman til fundar í Hörpu til að ræða hvernig bæta megi upplifun farþega við röskun á flugi.

Farþegafjöldinn í ágúst svipaður og á síðasta ári
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 281 þúsund í ágúst samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. Þetta er svipaður fjöldi og í ágúst á síðasta ári.

Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“
„Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin.

Kveður ostasnakkið fyrir Wolt
Jóhann Már Helgason hefur verið ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs hjá heimsendingaþjónustunni Wolt á Íslandi. Hann hefur undanfarin fimm ár starfað sem fjármálastjóri Lava cheese.

Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný
Aron Elí Helgason og Egill Makan munu á næstu vikum opna á ný Fiskbúðina við Sundlaugaveginn. Verslunin er elsta fiskverslun höfuðborgarsvæðisins og var lokað skyndilega í vor. Fiskbúð hefur verið rekin í húsnæðinu frá árinu 1947.

Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi
Dómstóll í Svíþjóð hefur snúið við sýknudómi yfir Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra Swedbank, og dæmt hana í eins árs og þriggja mánaða fangelsi fyrir gróf fjársvik.

Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta
Evrópudómstóllinn hefur snúið við úrskurði neðra dómstigs í máli sambandsins gegn risafyrirtækinu Apple. Fyrirtækið mun því þurfa að greiða um 14,35 milljarða dala, plús vexti, í skatta.

Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári
Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári.

Eyrún og Þorgils til SI
Eyrún Arnarsdóttir og Þorgils Helgason hafa verið ráðin til Samtaka iðnaðarins.

Play bætir við áfangastað í Króatíu
Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til borgarinnar Pula í Króatíu. Um er að ræða annan áfangastað félagsins til Króatíu en boðið hefur verið upp á ferðir til Split.

Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs
Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þar er boðað aðhald til þess að ná tökum á verðbólgu og vöxtum.