Viðskipti innlent

Ólafur Jóhann reiknar ekki með fleiri stórum fjölmiðlasamrunum

Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner segist ekki reikna með frekari samrunum á milli stórra fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækja á næstunni eftir stórar sameiningar sem hafa gengið í gegn á síðustu mánuðum. Ólafur Jóhann lét af störfum hjá Time Warner fyrr á þessu ári en er enn búsettur vestanhafs.

Viðskipti innlent

Sala CCP viðurkenning fyrir íslenskt hugvit

Álitsgjafar Markaðarins segja söluna á CCP til Pearl Abyss fela í sér viðurkenningu á því uppbyggingarstarfi sem hafi verið unnið innan fyrirtækisins. Salan sé engin tilviljun. Um er að ræða stærstu sölu á íslensku tæknifyrirtæki frá upphafi.

Viðskipti innlent

2018 versta árið á mörkuðum í áratug

Þúsundir milljarða dala gufuðu upp á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum á árinu. Heimsvísitala hlutabréfa féll í fyrsta sinn í áratug um tveggja stafa prósentutölu. Ríkisskuldabréf lækkuðu víðast hvar í verði. Fjárfestar óttast verðhækkanir á næsta ári.

Viðskipti innlent

Uppsagnir og sala á rútum hjá Gray Line vegna samdráttar í ferðaþjónustu

Gray Line, eitt stærsta rútufyrirtæki landsins, hefur ráðist í endurskipulagningu á rekstri á síðustu mánuðum með því að fækka starfsmönnum um þrjátíu og tvo og selja átta rútur. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir að það sé klárlega samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu því kaupmáttur erlendra ferðamanna á Íslandi hafi minnkað vegna styrkingar íslensku krónunnar.

Viðskipti innlent

Verðhrun á olíu lengi að skila sér til neytenda

Olíuverð hefur hrunið að undanförnu og stendur tunnan af Brent-hráolíu núna í 55 dollurum. Verðið hefur lækkað um 35 prósent frá því í byrjun október þegar tunnan kostaði 85 dollara. Að sögn séfræðings hjá Íslandsbanka tekur dálítinn tíma fyrir lækkunina að skila sér í lægra bensínverði hjá neytendum.

Viðskipti innlent

Vísað frá dómi

Hæstiréttur staðfesti í gær að vísa frá máli Gísla Reynissonar, eins fjórmenninganna sem ákærðir voru í Aserta-málinu svonefnda, gegn ríkissaksóknara.

Viðskipti innlent