Viðskipti innlent

Emirates segist ekki á leiðinni til Íslands

Talsmaður Emirates, ríkisflugfélagsins í Dúbaí, segir flugfélagið ekki hyggja á beint flug til Íslands. Hann hafnar þar með frétt Viðskiptamoggans frá því í síðustu viku, þar sem sagt var frá því að Emirates væri að þreifa fyrir sér hér á landi.

Viðskipti innlent

Bandarísku kaupendurnir þyrftu einhvern með sér í lið

Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu.

Viðskipti innlent

Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW

Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air.

Viðskipti innlent

Hafa fundað um flugrekstarleyfi

Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni.

Viðskipti innlent

Ameríkanar endurreisa WOW

Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags.

Viðskipti innlent

Segir of fáa nýta sér séreignarsparnað

Um 60 prósent launþega greiða í séreignarsparnað og hefur hlutfallið lítið breyst síðasta áratug. Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs segir það vekja sérstaka athygli hversu fáir nýta sér heimild til að greiða inn á húsnæðislán.

Viðskipti innlent

Kári kaupir í Stoðum fyrir um 300 milljónir 

Félag í eigu Kára Guðjóns Hallgrímssonar, stjórnanda á skuldabréfasviði fjárfestingabankans JP Morgan í London, var í hópi þeirra fjárfesta sem keyptu undir lok síðasta mánaðar samtals um nítján prósenta hlut Arion banka í fjárfestingarfélaginu Stoðum.

Viðskipti innlent