Viðskipti erlent

Verður að draga úr væntingum um söluverðið á Actavis

Björgólfur Thor Björgólfsson er neyddur til að draga úr væntingum sínum um söluverðið á Actavis. Upphaflega taldi Björgólfur að hann gæti gengið 7,5 milljarða evra, eða um 1.200 milljarða kr. fyrir félagið en samkvæmt frétt á Reuters eru 5 milljarðar evra raunhæfari tala í dag m.v. markaðsaðstæður.

Viðskipti erlent

Nikkei lækkaði lítillega

Japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði um tæplega 0,1 prósent í morgun og voru það einkum bréf hátæknifyrirtækja sem lækkuðu í verði. Bréf banka og orkufyrirtækja í Asíu hækkuðu hins vegar mörg hver.

Viðskipti erlent

Hlutabréf lækkuðu á Wall Street

Helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu í dag. Búist hafði verið við þessu enda varð mikil hækkun á mörkuðum i gær eftir að ríkisstjórnin hafði tilkynnt um aðgerðir til að hjálpa bönkunum. Dow Jones vísitalan lækkaði í dag um 1.49%, S&P 500 lækkaði um -2.02% og Nasdaq lækkaði um 2.44%.

Viðskipti erlent

Arabískir olíusjeikar á flótta frá Las Vegas

Vellauðugir olíusjeikar frá Dubai eru nú að koma sér undan því að fjárfesta áfram í stærsta hóteli og spilavíti Las Vegas borgar. Las Vegas hefur orðið illilega fyrir barðinu á fjármálakreppunni og viðskiptin þar eru ekki nema svipur hjá sjón m.v. fyrri ár.

Viðskipti erlent

Facebook fyrir 20.000 sterkefnuð svín

Stofnandi vefsíðunnar Affluence.org lýsir henni sjálfur sem ...“Facebook fyrir sterkefnuð svín“. Um er að ræða vefsíðu þar sem meðlimir verða að eiga a.m.k. 60 milljónir kr. í handraðanum eða vera með árslaun sem nema hátt í 40 milljónum kr.

Viðskipti erlent

Hækkun á Asíumörkuðum

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun með aukinni trú fjárfesta á að nýjustu áætlanir Timothy Geitners, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, gangi upp.

Viðskipti erlent

Hæstu bónusarnir verða greiddir til baka

Andrew Cuomo, saksóknari í New York fylki, segir að þeir fimmtán starfsmenn sem fengu hæstu bónusana frá bandaríska trygginga- og fjárfestingafélaginu AIG hafi samþykkt að skila þeim til baka. Um er að ræða 30 milljónir bandaríkjadala af þeim 165 sem félagið greiddi fyrr í þessum mánuði.

Viðskipti erlent

Hlutabréf hækka á Asíumörkuðum

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun eftir því sem trú fjárfesta jókst, á að ríkisstjórnum álfunnar takist að koma lánastarfsemi banka í eðlilegt horf með hjálparaðgerðum sínum. Í Tókýó hækkuðu bréf Mitsubishi-bankans um tæplega fimm prósent og bréf ýmissa iðnfyrirtækja í Kína hækkuðu einnig, til dæmis hækkuðu bréf Angang-stálframleiðandans þar um 3,6 prósent.

Viðskipti erlent