Viðskipti erlent

Kanadamenn vilja Opel og Vauxhall

Kanadíski bílavarahlutaframleiðandinn Magna hefur náð samkomulagi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um kaup á evrópuarmi fyrirtækisins eftir að ítalska Fiat bílaverksmiðjan hætti við tilboð sitt. Um er að ræða kaup á Opel bílaverksmiðjunum í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, en Saab í Svíþjóð, sem var í eigu General Motors er ekki hluti af kaupunum.

Viðskipti erlent

JPMorgan selur hlut Kaupþings í Booker

JPMorgan Cazenove Ltd. hefur sett 22% hlut Kaupþings í verslunarkeðjunni Booker til sölu. Alls er um rúmlega 327 milljónir hluta að ræða og er söluverðið 28 til 30 pens á hlut. Verðmætið er þar með um 20 milljarðar kr.

Viðskipti erlent

Gullgrafaraæði runnið upp í Bretlandi

Ein af afleiðingum kreppunnar og hins háa verðs á gulli er að gullgrafaraæði er nú runnið upp í Bretlandi. Fólk flykkist með pönnur sínar og tól í ár í Wales og Skotlandi í leit að hinum dýrmætu gullmolum og flögum.

Viðskipti erlent

Viðræður um 22 milljarða hlut Kaupþings í Booker

Breska verslunarkeðjan Booker Group segir að hún muni á næstunni ræða við PricewaterhouseCoopers (PwC) um framtíð 22% eignarhluts Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, í keðjunni. Hluturinn er metinn á rúmlega 111 milljónir punda eða rúmlega 22 milljarða kr.

Viðskipti erlent

Bílarisi nálægt gjaldþroti

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, GM, færðist nær barmi gjaldþrots á miðnætti í fyrrakvöld þegar fyrir lá að lánar­drottnar gáfu ekki grænt ljós á skuldabreytingu félagsins.

Viðskipti erlent

Rússar vilja fjárfesta í Facebook

Rússneska netfyrirtækið Digtal Sky Technologies hefur boðist til þess að fjárfesta sem nemur 200 milljónum dollara, eða rúma 25 milljarða kr. í vefsíðunni Facebook. Ef af fjárfestingunni verður er verðmatið á Facebook komið í 10 milljarða dollara eða um 1.270 milljarða kr.

Viðskipti erlent

Karen Millen í grimmilegum bardaga um Byr

Tískuvöruframleiðandinn Karen Millen, hefur blandað sér í grimmilegan bardaga um stjórnvölin í einum stærsta banka Íslands.Leynd hefur hingað til hvílt yfir eignarhlut hennar í bankanum en hún styður þann hóp sem vill að leynd hvíli yfir lánabókum bankans. Það er breska blaðið The Telegraph sem gerir þetta að umtalsefni í dag.

Viðskipti erlent