Viðskipti erlent

Svikahrappur olli háu olíuverði

Olíuverð náði óvænt hámarki á þessu ári síðastliðinn þriðjudag. Ástæðan er rakin til mikilla kaupa olíumiðlara á svarta gullinu. Viðskipti miðlarans eru talin ólögleg og hafa verið tilkynnt til breskra og bandarískra yfirvalda.

Viðskipti erlent

Vændishús tapa á kreppunni

Enginn í viðskiptaheiminum hefur komist óskaddaður frá fjármálakreppunni sem hófst á síðasta ári. Það á einnig við um klámiðnaðinn en Nevada ríki í Bandaríkjunum er þekkt fyrir sín lögleiddu vændishús. Nú eru karlmenn meira að segja farnir að halda að sér höndum þegar kemur að kynlífi.

Viðskipti erlent

Sterlingspundið í alvarlegri krísu

„Það eru rúmlega 30% líkur á að Sterlingspundið lendi í alvarlegri krísu og líkurnar á verulegum skattaundanskotum og minnkandi einkaneyslu eru nánast 100%“, er haft eftir Niall Ferguson, virtum breskum prófessor í hagsögu, sem lokið hefur prófi frá Harvard háskólanum í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

Eva Joly vill koma Barroso úr embætti sínu hjá ESB

Norsk/franski spillingarbaninn Eva Joly segir að fyrsta verk flokks hennar á Evrópuþinginu verði að koma í veg fyrir að José Manuel Barroso verði endurkjörinn sem leiðtogi framkvæmdanefndar ESB. „Hann hefur komið fram með fleiri heimskar tilskipanir,“ segir Joly í samtali við vefsíðuna e24.no.

Viðskipti erlent

Putin lokar öllum spilavítum í Rússlandi

Það stefnir í stærstu uppsagnabylgju á síðari tímum í Rússlandi á miðvikudag en þá á að loka öllum spilavítum landsins að skipun Vladimir Putin forsætisráðherra. Þessar lokanir eru liður í herferð Putin gegn siðferðisglæpum í Rússlandi.

Viðskipti erlent

Volkswagen þrýstir á Porsche

Samrunaviðræðum þýsku bílaframleiðandanna Volkswagen og Porsche verður hætt, að minnsta kosti tímabundið, gangi Porsche ekki að tilboði Volkswagen fyrir morgundaginn. Samrunaviðræðurnar hófust um miðjan maí.

Viðskipti erlent

Nýr björgunarpakki hugsanlega settur saman

Háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu segir að vel komi til greina að settur verði saman nýr björgunarpakki til að styrkja bandarískan efnahags. Bandaríkjaþing samþykkti um miðjan febrúar aðgerðapakka sem metinn var á tæpa 790 milljarða dollara eða sem nemur um 90 þúsund milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent

Samstarfsfélag Símans í Bretlandi skráð á markað

Daisy Communications, samstarfsfélag Símans í Bretlandi verður skráð á AIM markaðinn í London á næstunni, jafnvel strax í þessari viku. Talið er að skráningin skili 200 milljónum punda eða um 42 milljörðum kr. Daisy og Síminn reka í sameiningu félagið Daisy Mobile á breska fjarskiptamarkaðinum.

Viðskipti erlent