Viðskipti erlent

Styður aðeins ábyrg fyrirtæki

Enska biskupakirkjan ætlar að eiga áfram hlutabréf í olíufyrirtækinu BP þrátt fyrir olíuleka í Mexíkóflóa sem er talinn til mestu umhverfisslysa sögunnar. Breska dagblaðið Daily Mail sagði í gær kirkjuna ætla að selja hlutinn.

Viðskipti erlent

Sló nýtt met

Heimsmarkaðsverð á gulli rauk í hæstu hæðir í gær eftir að kínverski seðlabankinn sleppti höndum af gjaldmiðli landsins um helgina.

Viðskipti erlent

Ólík hegðun banka á Írlandi og Íslandi

Seðlabankastjóri Írlands segir fátt sameiginlegt með orsökum kreppunnar á Íslandi og Írlandi. Í ítarlegri skýrslu um orsakir írsku kreppunnar, sem hann sendi frá sér fyrir fáeinum vikum, segir hann hegðun íslensku bankanna hafa verið afar frábrugðna því sem tíðkaðist á Írlandi.

Viðskipti erlent

Fara sér hægt í gjaldeyrismálum

Seðlabanki Kína hefur dregið til baka yfirlýsingar sínar um að auka hreyfanleika kínverska yuansins. Það var í gær sem Kínverjar tilkynntu um breytingar á gjaldeyrismálum sínum en kínversk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að halda gengi yuansins lágu til að hjálpa útflutningsaðilum sínum í samkeppni við erlend fyrirtæki.

Viðskipti erlent

Disney-mynd sló aðsóknarmet

Disney- og Pixarmyndin Toy Story 3 sló aðsóknarmet fyrir teiknimynd á frumsýningarkvöldi sínu um helgina. Alls námu tekjurnar af þessu eina kvöldi 41 milljón dollara eða rúmlega 5 milljörðum kr.

Viðskipti erlent

Iceland er 13. stærsta einkafyrirtæki Bretlands

Verslunarkeðjan Iceland heldur sæti sínu sem 13. stærsta einkafyrirtæki Bretlands á nýjum Top Track 100 lista Deloitte yfir stærstu einkafyrirtæki Bretlands. Fjallað er um listann í Sunday Times og Wales Online en höfuðstöðvar Iceland eru í Flintshire í Wales.

Viðskipti erlent

Gull slær enn eitt verðmetið

Heimsmarkaðsverð á gulli sló enn eitt verðmetið eftir hádegið í dag. Þá rauk verð á gulli úr 1245 dollurum á únsuna og upp í 1258 dollara. Hefur verð á gulli aldrei verið hærra í sögunni.

Viðskipti erlent

Tekjur Facebook námu 102 milljörðum í fyrra

Hin vinsæla vefsíða Facebook skilaði eigendum sínum tekjum upp á 800 milljónir dollara eða um 102 milljarða kr. á síðasta ári. Þetta eru mun meiri tekjur en talið var að vefsíðan aflaði. Hagnaðurinn er talin nema nokkrum milljörðum kr.

Viðskipti erlent

Spánn er ekki í fjárhagsvanda

José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, segir Spánverja ekki vera á vonarvöl efnahagslega eins og orðrómur hafi verið um í fjölmiðlum að undanförnu. Þvert á móti hafi leiðtogafundur ESB samþykkt að öll aðildarríki sambandsins færu sömu leið og Spánverjar til að auka trú markaðarins á efnahagslífi Evrópu.

Viðskipti erlent

Merkel og Sarkozy ítreka alþjóðlegan bankaskatt

Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseti Frakklands hafa ítrekað óskir sínar um að komið verði á fót alþjóðlegum bankaskatti. Skattinum er ætlað að koma í veg fyrir að bankahrun lendi á skattborgurum þess lands þar sem slíkt gerist.

Viðskipti erlent

Moody´s setur Grikkland í ruslflokk

Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn Grikklands í svokallaðann ruslflokk. Moody´s lækkaði einkunina um fjögur stig eða úr A1 niður í Ba1. Þar með hafa öll stóru matsfyrirtækin þrjú, Moody´s, Fitch Ratings og Standard & Poors sett Grikkland í ruslflokk.

Viðskipti erlent