Viðskipti erlent Móðurfélag Norðuráls tapaði 1,9 milljarði á þriðja ársfjórðungi Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls, skilaði tapi upp á 16,8 milljónir dollara eða um 1,9 milljörðum kr. á þriðja ársfjórðungi ársins. Til samanburðar varð rúmlega 40 milljóna dollara hagnaður af starfsemi félagsins á sama tímabili í fyrra. Viðskipti erlent 27.10.2010 08:27 Nordea hagnast vel á Pandóru Nordea bankinn skilaði ágætu uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung ársins. Nordea hagnaðist vel á markaðsskráningu skartgripaframleiðandans Pandóru en 30% af tekjum bankans í Danmörku stafa af hagnaðinum frá Pandóru. Viðskipti erlent 27.10.2010 08:08 Auðvelt að hakka Facebooksíður með nýju forriti Með nýju forriti er mjög auðvelt að hakka sig inn á Facebooksíður, Twitter eða Google. Þetta kemur fram í Ekstra Bladet. Um er að ræða forritið Firesheep en hægt er að keyra það á Firefox. Viðskipti erlent 26.10.2010 14:18 Gullspákaupmenn hegða sér eins og merðir á spítti Gulleignir fjárfesta og spákaupmanna eru orðnar á stærð við gullforða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Peter Warren forstjóri fjárfestingarsjóðsins Warren Capital segir að þetta sé staða sem geti skapað mikinn óróleika á markaðinum þar sem margir af spákaupmönnunum hegði sér eins og merðir á spítti. Viðskipti erlent 26.10.2010 13:37 Látnar stjörnur moka inn seðlum Sænski rithöfundurinn Stieg Larsson er nýtt nafn á topp tíu lista Forbes í ár yfir þær látnu stjörnur sem haldið hafa áfram að moka inn hvað mestum seðlum eftir andlát sitt. Michael Jackson heldur toppsætinu á þessum lista eins og raunar flestir áttu von á. Viðskipti erlent 26.10.2010 11:05 Samkeppniseftirlitið í Sviss rannsakar BMW Samkeppniseftirlitið í Sviss hefur hafið rannsókn á bílaframleiðandanum BMW. Eftirlitið telur að BMW hafi komið í veg fyrir sölu á BMW bifreiðum til svissneskra ríkisborgara sem búsettir eru á EES svæðinu þar með talið Íslandi. Viðskipti erlent 26.10.2010 09:27 Þúsundir milljarða á dauðum reikningum í Danmörku Danskar lífeyriskrónur gufa upp á reikningum sem hvorki er borgað inn á eða út af. Reiknað er með að um 500 milljarðar danskra kr. eða um 10.000 milljarðar kr. liggi inni á þessum „dauðu“ lífeyrissjóðsreikningum eins og það er orðað í dönskum fjölmiðlum í morgun. Viðskipti erlent 26.10.2010 08:14 Kína í stríði við Evrópu og Japan um sjaldgæfa málma Evrópubandalagið og Japan íhuga nú að kæra Kínverja til WTO vegna útflutningstakmarkana Kínverja á sjaldgæfum málmum. Þegar er farið að bera á skorti á þessum málmum á mörkuðum í Evrópu. Viðskipti erlent 25.10.2010 13:24 Danir spara milljarða sem aldrei fyrr Danskar fjölskyldur settu 8,6 milljarða danskra kr. eða um 180 milljarða kr. aukalega inn á bankareikinga sína á milli ágúst og september í ár. Þar með hefur sparnaður Dana slegið nýtt met. Viðskipti erlent 25.10.2010 11:23 Norski olíusjóðurinn tapar stórfé á HQ Bank Norski olíusjóðurinn hefur tapað stórfé á kaupum sínum í sumar á hlutum í sænska bankanum HQ Bank. Sænska fjármálaeftirlitið yfirtók HQ Bank í lok ágúst og síðan var bankinn seldur Carnegie bankanum. Viðskipti erlent 25.10.2010 09:54 Suður- Kóreumenn hættir við að kaupa Elkem í Noregi Stálfyrirtækið Posco í Suður-Kóreu er hætt við að kaupa Elkem í Noregi sem m.a. rekur járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. Raunar segir forstjóri Posco að þeir hafi aldrei í alvöru verið að íhuga að kaupa Elkem. Viðskipti erlent 25.10.2010 08:07 LVMH kaupir 14% hlut í Hermes Franska lúxusvörukeðjan LVMH ætlar að kaupa um 14% hlut í Hermes veskjaframleiðandanum á 1,45 milljónir evra. LVMH ætlar samt hvorki að reyna yfirtöku á fyrirtækinu né hafa áhrif á rekstur þess, eftir því sem Reuters fréttastofan fullyrðir. Viðskipti erlent 24.10.2010 13:38 Þróunarríki fá meiri áhrif innan AGS Fjármálaráðherrar frá stærstu tuttugu iðnríkjum heims hafa samþykkt breytingar á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Viðskipti erlent 23.10.2010 13:30 Noregsprinsessa næstum orðin gjaldþrota Märtha Louise Noregsprinsessa rambar nú á barmi gjaldþrots. Viðskipti erlent 22.10.2010 09:50 Reykjanesbær fær lán upp á 193 milljónir Reykjanesbær hefur gengið frá láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 193 milljónir kr. Viðskipti erlent 22.10.2010 09:35 Sex.com slegið á tæpar 1500 milljónir Sex.com, sem er jafnan álitið vera á meðal verðmætustu léna í heiminum, var nýlega slegið á 13 milljónir bandaríkjadala á uppboði. Upphæðin nemur tæplega 1500 milljónum króna. Eigandi lénsins, fyrirtækið Escom LLC, er gjaldþrota. Það var fyrirtækið Clover Holdings Ltd sem var hæstbjóðandi í lénið. Escom keypti lénið á 14 milljónir bandaríkjadala árið 2006, að því er ABC fréttastofan greinir frá. Viðskipti erlent 21.10.2010 16:22 Hamborgarar gáfu vel af sér Hagnaður McDonald's hamborgarakeðjunnar jókst á þriðja ársfjórðungi. Ástæðan er rakin til breytinga á matseðli McDonalds í Bandaríkjunum og lengri opnunartíma í Evrópu. Viðskipti erlent 21.10.2010 15:44 Nokia sparkar 1800 starfsmönnum Þótt afkoma Nokia fyrirtækisins sé betri en vænst hafi verið til og hlutabréf í fyrirtækinu hafi hækkað um 8,6 prósent, ætla stjórnendur þess að skera verulega niður í rekstri. Viðskipti erlent 21.10.2010 11:45 Milljónamæringum fjölgar um 35.000 í Noregi milli ára Samkvæmt álagningarseðlum skattsins í Noregi fjölgaði milljónamæringum í landinu, mælt í norskum krónum, um 35.000 í fyrra miðað við árið áður. Yfir 60.000 Norðmenn voru með meir en eina miljón norskra kr. í tekjur í fyrra. Viðskipti erlent 21.10.2010 09:48 Um 200.000 sms-skeyti send á hverri sekúndu í heiminum Í nýrri skýrslu frá alþjóðasamtökum símafyrirtækja kemur fram að sendingar á sms eða smáskeytum eru nú 200.000 talsins á hverri sekúndu í heiminum eða ríflega 6 milljarðar á ári. Viðskipti erlent 21.10.2010 07:54 Sögufrægt hótel í New York til sölu Hið sögufræga Chelsea hótel í New York er til sölu. Á þessu hóteli samdi Dylan Thomas ljóð sín, söngkonan Janice Joplin bjó þar löngum og Sid Vicious bassaleikari Sex Pistols framdi sjálfsmorð þar. Viðskipti erlent 21.10.2010 07:44 Tekjur Boeing námu 94 milljörðum Hagnaður varð á rekstri Boeing verksmiðjanna á þriðja ársfjórðungi. Fyrirtækinu bárust pantanir um framleiðslu á 221 nýrri þotu á tímabilinu. Viðskipti erlent 20.10.2010 15:59 Skorið niður hjá hirð drottningar Elísabet II, drottning Breta, má sætta sig við frystingu launa á næsta ári og árið 2012 er gert ráð fyrir að framlög breska ríkisins til hirðarinnar allrar verði skorin niður um 14% árið eftir. Þetta kemur fram á norska viðskiptavefnum e24. Viðskipti erlent 20.10.2010 13:59 Mesta eignaaukning hjá vogunarsjóðum í þrjú ár Á þriðja ársfjórðungi ársins hafa vogunarsjóðir séð fram á mestu aukningu á eignum undir þeirra stjórn á síðustu þremur árum. Að meðaltali jukust eignir vogunarsjóða heimsins um rúm 5% á ársfjórðungnum. Í heildina nemur aukningin 120 milljörðum dollara eða ríflega 13.000 milljörðum kr. Viðskipti erlent 20.10.2010 11:01 Actavis í dómsmáli vestan hafs vegna brota gegn einkaleyfum Svissneska lyfjafyrirtækið Galderma hefur hafið mál gegn Actavis fyrir dómstóli í Wilmington í Delaware í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 20.10.2010 08:23 Búist við að um 500 þúsund missi vinnuna Búist er við því að um 500 þúsund opinberir starfsmenn í Bretlandi missi vinnuna á næstunni, samkvæmt tillögum sem David Cameron forsætisráðherra er með á teikniborðinu. Viðskipti erlent 19.10.2010 15:00 L´Oreal losar sig við Andie MacDowell Leikkonan Andie MacDowell er ekki lengur andlit snyrtivörurisans L´Oreal. Hin fimmtuga bandaríska leikkona var látin róa og í staðinn hefur L´Oreal ráðið hina tíu árum yngri bresku leikkonu Rachel Weisz. Viðskipti erlent 19.10.2010 10:29 SFO hefur lokið rannsókn á JJB Sports og Sports Direct Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar eða Serious Fraud Office (SFO) hefur lokið rannsókn sinni á viðskiptum JJB Sports og Sports Direct. SFO ákvað að gefa ekki út ákærur en segir í tilkynningu að rannsókn á einstaklingum sem tengdust þessum viðskiptum og fyrirtækjum haldi áfram. Viðskipti erlent 19.10.2010 09:18 Stærð norska olíusjóðsins orðinn 57.000 milljarðar Norski olíusjóðurinn hefur náð því að verða 3.000 milljarðar norskra kr. eða 57.000 milljarðar kr. að stærð í fyrsta sinn í 14 ára langri sögu sinni. Viðskipti erlent 19.10.2010 09:01 Könnun: 70% Dana ánægðir með skattabyrði sína Nú skoðanakönnun sýnir að sjö af hverjum tíu Dönum borga hæstu skatta heimsins með ánægju eða telja að skattabyrðin sé hæfileg fyrir þá. Viðskipti erlent 19.10.2010 07:17 « ‹ 248 249 250 251 252 253 254 255 256 … 334 ›
Móðurfélag Norðuráls tapaði 1,9 milljarði á þriðja ársfjórðungi Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls, skilaði tapi upp á 16,8 milljónir dollara eða um 1,9 milljörðum kr. á þriðja ársfjórðungi ársins. Til samanburðar varð rúmlega 40 milljóna dollara hagnaður af starfsemi félagsins á sama tímabili í fyrra. Viðskipti erlent 27.10.2010 08:27
Nordea hagnast vel á Pandóru Nordea bankinn skilaði ágætu uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung ársins. Nordea hagnaðist vel á markaðsskráningu skartgripaframleiðandans Pandóru en 30% af tekjum bankans í Danmörku stafa af hagnaðinum frá Pandóru. Viðskipti erlent 27.10.2010 08:08
Auðvelt að hakka Facebooksíður með nýju forriti Með nýju forriti er mjög auðvelt að hakka sig inn á Facebooksíður, Twitter eða Google. Þetta kemur fram í Ekstra Bladet. Um er að ræða forritið Firesheep en hægt er að keyra það á Firefox. Viðskipti erlent 26.10.2010 14:18
Gullspákaupmenn hegða sér eins og merðir á spítti Gulleignir fjárfesta og spákaupmanna eru orðnar á stærð við gullforða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Peter Warren forstjóri fjárfestingarsjóðsins Warren Capital segir að þetta sé staða sem geti skapað mikinn óróleika á markaðinum þar sem margir af spákaupmönnunum hegði sér eins og merðir á spítti. Viðskipti erlent 26.10.2010 13:37
Látnar stjörnur moka inn seðlum Sænski rithöfundurinn Stieg Larsson er nýtt nafn á topp tíu lista Forbes í ár yfir þær látnu stjörnur sem haldið hafa áfram að moka inn hvað mestum seðlum eftir andlát sitt. Michael Jackson heldur toppsætinu á þessum lista eins og raunar flestir áttu von á. Viðskipti erlent 26.10.2010 11:05
Samkeppniseftirlitið í Sviss rannsakar BMW Samkeppniseftirlitið í Sviss hefur hafið rannsókn á bílaframleiðandanum BMW. Eftirlitið telur að BMW hafi komið í veg fyrir sölu á BMW bifreiðum til svissneskra ríkisborgara sem búsettir eru á EES svæðinu þar með talið Íslandi. Viðskipti erlent 26.10.2010 09:27
Þúsundir milljarða á dauðum reikningum í Danmörku Danskar lífeyriskrónur gufa upp á reikningum sem hvorki er borgað inn á eða út af. Reiknað er með að um 500 milljarðar danskra kr. eða um 10.000 milljarðar kr. liggi inni á þessum „dauðu“ lífeyrissjóðsreikningum eins og það er orðað í dönskum fjölmiðlum í morgun. Viðskipti erlent 26.10.2010 08:14
Kína í stríði við Evrópu og Japan um sjaldgæfa málma Evrópubandalagið og Japan íhuga nú að kæra Kínverja til WTO vegna útflutningstakmarkana Kínverja á sjaldgæfum málmum. Þegar er farið að bera á skorti á þessum málmum á mörkuðum í Evrópu. Viðskipti erlent 25.10.2010 13:24
Danir spara milljarða sem aldrei fyrr Danskar fjölskyldur settu 8,6 milljarða danskra kr. eða um 180 milljarða kr. aukalega inn á bankareikinga sína á milli ágúst og september í ár. Þar með hefur sparnaður Dana slegið nýtt met. Viðskipti erlent 25.10.2010 11:23
Norski olíusjóðurinn tapar stórfé á HQ Bank Norski olíusjóðurinn hefur tapað stórfé á kaupum sínum í sumar á hlutum í sænska bankanum HQ Bank. Sænska fjármálaeftirlitið yfirtók HQ Bank í lok ágúst og síðan var bankinn seldur Carnegie bankanum. Viðskipti erlent 25.10.2010 09:54
Suður- Kóreumenn hættir við að kaupa Elkem í Noregi Stálfyrirtækið Posco í Suður-Kóreu er hætt við að kaupa Elkem í Noregi sem m.a. rekur járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. Raunar segir forstjóri Posco að þeir hafi aldrei í alvöru verið að íhuga að kaupa Elkem. Viðskipti erlent 25.10.2010 08:07
LVMH kaupir 14% hlut í Hermes Franska lúxusvörukeðjan LVMH ætlar að kaupa um 14% hlut í Hermes veskjaframleiðandanum á 1,45 milljónir evra. LVMH ætlar samt hvorki að reyna yfirtöku á fyrirtækinu né hafa áhrif á rekstur þess, eftir því sem Reuters fréttastofan fullyrðir. Viðskipti erlent 24.10.2010 13:38
Þróunarríki fá meiri áhrif innan AGS Fjármálaráðherrar frá stærstu tuttugu iðnríkjum heims hafa samþykkt breytingar á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Viðskipti erlent 23.10.2010 13:30
Noregsprinsessa næstum orðin gjaldþrota Märtha Louise Noregsprinsessa rambar nú á barmi gjaldþrots. Viðskipti erlent 22.10.2010 09:50
Reykjanesbær fær lán upp á 193 milljónir Reykjanesbær hefur gengið frá láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 193 milljónir kr. Viðskipti erlent 22.10.2010 09:35
Sex.com slegið á tæpar 1500 milljónir Sex.com, sem er jafnan álitið vera á meðal verðmætustu léna í heiminum, var nýlega slegið á 13 milljónir bandaríkjadala á uppboði. Upphæðin nemur tæplega 1500 milljónum króna. Eigandi lénsins, fyrirtækið Escom LLC, er gjaldþrota. Það var fyrirtækið Clover Holdings Ltd sem var hæstbjóðandi í lénið. Escom keypti lénið á 14 milljónir bandaríkjadala árið 2006, að því er ABC fréttastofan greinir frá. Viðskipti erlent 21.10.2010 16:22
Hamborgarar gáfu vel af sér Hagnaður McDonald's hamborgarakeðjunnar jókst á þriðja ársfjórðungi. Ástæðan er rakin til breytinga á matseðli McDonalds í Bandaríkjunum og lengri opnunartíma í Evrópu. Viðskipti erlent 21.10.2010 15:44
Nokia sparkar 1800 starfsmönnum Þótt afkoma Nokia fyrirtækisins sé betri en vænst hafi verið til og hlutabréf í fyrirtækinu hafi hækkað um 8,6 prósent, ætla stjórnendur þess að skera verulega niður í rekstri. Viðskipti erlent 21.10.2010 11:45
Milljónamæringum fjölgar um 35.000 í Noregi milli ára Samkvæmt álagningarseðlum skattsins í Noregi fjölgaði milljónamæringum í landinu, mælt í norskum krónum, um 35.000 í fyrra miðað við árið áður. Yfir 60.000 Norðmenn voru með meir en eina miljón norskra kr. í tekjur í fyrra. Viðskipti erlent 21.10.2010 09:48
Um 200.000 sms-skeyti send á hverri sekúndu í heiminum Í nýrri skýrslu frá alþjóðasamtökum símafyrirtækja kemur fram að sendingar á sms eða smáskeytum eru nú 200.000 talsins á hverri sekúndu í heiminum eða ríflega 6 milljarðar á ári. Viðskipti erlent 21.10.2010 07:54
Sögufrægt hótel í New York til sölu Hið sögufræga Chelsea hótel í New York er til sölu. Á þessu hóteli samdi Dylan Thomas ljóð sín, söngkonan Janice Joplin bjó þar löngum og Sid Vicious bassaleikari Sex Pistols framdi sjálfsmorð þar. Viðskipti erlent 21.10.2010 07:44
Tekjur Boeing námu 94 milljörðum Hagnaður varð á rekstri Boeing verksmiðjanna á þriðja ársfjórðungi. Fyrirtækinu bárust pantanir um framleiðslu á 221 nýrri þotu á tímabilinu. Viðskipti erlent 20.10.2010 15:59
Skorið niður hjá hirð drottningar Elísabet II, drottning Breta, má sætta sig við frystingu launa á næsta ári og árið 2012 er gert ráð fyrir að framlög breska ríkisins til hirðarinnar allrar verði skorin niður um 14% árið eftir. Þetta kemur fram á norska viðskiptavefnum e24. Viðskipti erlent 20.10.2010 13:59
Mesta eignaaukning hjá vogunarsjóðum í þrjú ár Á þriðja ársfjórðungi ársins hafa vogunarsjóðir séð fram á mestu aukningu á eignum undir þeirra stjórn á síðustu þremur árum. Að meðaltali jukust eignir vogunarsjóða heimsins um rúm 5% á ársfjórðungnum. Í heildina nemur aukningin 120 milljörðum dollara eða ríflega 13.000 milljörðum kr. Viðskipti erlent 20.10.2010 11:01
Actavis í dómsmáli vestan hafs vegna brota gegn einkaleyfum Svissneska lyfjafyrirtækið Galderma hefur hafið mál gegn Actavis fyrir dómstóli í Wilmington í Delaware í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 20.10.2010 08:23
Búist við að um 500 þúsund missi vinnuna Búist er við því að um 500 þúsund opinberir starfsmenn í Bretlandi missi vinnuna á næstunni, samkvæmt tillögum sem David Cameron forsætisráðherra er með á teikniborðinu. Viðskipti erlent 19.10.2010 15:00
L´Oreal losar sig við Andie MacDowell Leikkonan Andie MacDowell er ekki lengur andlit snyrtivörurisans L´Oreal. Hin fimmtuga bandaríska leikkona var látin róa og í staðinn hefur L´Oreal ráðið hina tíu árum yngri bresku leikkonu Rachel Weisz. Viðskipti erlent 19.10.2010 10:29
SFO hefur lokið rannsókn á JJB Sports og Sports Direct Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar eða Serious Fraud Office (SFO) hefur lokið rannsókn sinni á viðskiptum JJB Sports og Sports Direct. SFO ákvað að gefa ekki út ákærur en segir í tilkynningu að rannsókn á einstaklingum sem tengdust þessum viðskiptum og fyrirtækjum haldi áfram. Viðskipti erlent 19.10.2010 09:18
Stærð norska olíusjóðsins orðinn 57.000 milljarðar Norski olíusjóðurinn hefur náð því að verða 3.000 milljarðar norskra kr. eða 57.000 milljarðar kr. að stærð í fyrsta sinn í 14 ára langri sögu sinni. Viðskipti erlent 19.10.2010 09:01
Könnun: 70% Dana ánægðir með skattabyrði sína Nú skoðanakönnun sýnir að sjö af hverjum tíu Dönum borga hæstu skatta heimsins með ánægju eða telja að skattabyrðin sé hæfileg fyrir þá. Viðskipti erlent 19.10.2010 07:17