Viðskipti erlent

Um 140 milljónir manna nota Firefox daglega

Hugbúnaðarfyrirtækið Mozilla, sem meðal annars framleiðir Firefox vafrann, velti 104 milljónum bandaríkjadala á síðasta reikningsári, samkvæmt nýjum ársreikningi félagsins. Upphæðin nemur tæpum 12 milljörðum íslenskra króna en tekjuaukningin nemur um 34% frá fyrra ári.

Viðskipti erlent

Aðeins Írland með lægri fjármagnstekjuskatt en Ísland

Aðeins Írland er með lægri fjármagnstekjuskatt en Ísland af Evrópuþjóðum og munar nokkru þar sem skatturinn er 12,5% á Írlandi en 18% hérlendis. Talið er að Írar muni þurfa að hækka fjármagnstekjuskatt sinn töluvert í komandi samningaviðræðum við ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um neyðaraðstoð fyrir Írland.

Viðskipti erlent

Verður líklega með myndavél

Búast má við að bandaríska tæknifyrirtækið Apple kynni til sögunnar nýja gerð af iPad-spjaldtölvunni, að mati sérfræðinga. Fyrsta iPad-tölvan kom á markað í apríl á þessu ári.

Viðskipti erlent

Fékk 18 milljarða í laun fyrir að tapa 257 milljörðum

Fjárfestingabankinn Merrill Lynch sagði bless og takk fyrir við Stanley O´Neal forstjóra sinn eftir mesta ársfjórðungtap bankans í tæplega aldarlangri sögu hans árið 2007. O´Neal fékk 160 milljónir dollara eða 18 milljarða kr, að launum fyrir að tapa 2,3 milljörðum dollara eða um 257 milljörðum kr.

Viðskipti erlent

Fyrirtækjaáhlaup hafið á írska banka

Fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við írska banka hafa tekið út innistæður sínar svo milljörðum evra skiptir á undanförnum vikum og mánuðum. Einstaklingar eru hinsvegar rólegri enda eru innistæður þeirra með ríkisábyrgð. Þetta kemur fram í Financial Times.

Viðskipti erlent

Hætt við sölu á skemmtigörðum

Breski fjárfestingarsjóðurinn Candover hefur hætt við sölu á Parques Reunidos, spænsku móðurfélagi 69 afþreyingar- og skemmtigarða víða um heim. Meðal þeirra er BonBon-Land í Danmörku.

Viðskipti erlent

Viðsnúningur í rekstri Magma Energy

Magma Energy skilaði 13,4 milljóna dollara eða rúmlega 1,5 milljarða kr. hagnaði á fyrsta ársfjórðungi rekstrarárs síns en það hófst um mitt sumar. Á sama tímabili í fyrra var tap af rekstri Magma upp á 2,6 milljónir dollara eða um tæplega 300 milljónir kr.

Viðskipti erlent

Eik Bank tapar 40 milljörðum í Danmörku

Eik Bank Denmark, dótturfélag Eik Banki í Færeyjum, mun tapa helmingi af útlánum sínum til fyrirtækja þar í landi eða um 40 milljörðum kr. Alls nema þessi útlán 4,2 miljörðum danskra kr. eða ríflega 80 milljörðum kr.

Viðskipti erlent

Prófessor: Nokkur Evrópuríki í hættu á íslensku hruni

Bandaríski hagfræðingurinn Kenneth Rogoff, fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), segir að nokkur Evrópuríki séu í hættu á að lenda í íslensku hruni ef þeim tekst ekki að skera niður fjárlög sín til lengri tíma litið. Auk þess þurfi löndin að komast í gegnum tímabil með litlum hagvexti samhliða þessum niðurskurði.

Viðskipti erlent

Írar hafa ekki sótt um neyðarlán

Írar hafa ekki sóst eftir neyðarláni frá Evrópusambandnu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum líkt og BBC greindi frá og Vísir hafði svo eftir í gær. Þá greindi BBC frá því að Írar hefðu sótt um allt að 80 milljarða evra lán hjá stofnununum.

Viðskipti erlent

Írar sækja um neyðarlán

Írsk stjórnvöld eiga í viðræðum við Evrópusambandið um fjárhagslegan stuðning samkvæmt heimildum fréttastofu BBC. Þar kemur fram að Írar muni hugsanlega fá neyðarlán upp á 80 milljarða evra. Ráðmenn hafa ekki beinlínis neitað fréttum BBC um málið.

Viðskipti erlent