Viðskipti erlent Fitch setur Kýpur dýpra niður í ruslflokkinn Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn Kýpur dýpra niður í ruslflokk. Viðskipti erlent 22.11.2012 06:34 Dráttarvextir hækka í 13% Dráttarvextir hafa verið hækkaðir um 0,25 prósentur og verða því 13% í desembermánuði. Viðskipti erlent 22.11.2012 06:21 Danir kaupa níu Seahawk þyrlur af bandaríska flotanum Meirihluti danska þingsins hefur samþykkt að danski herinn fái að kaupa níu Sikorsky Seahawk þyrlur frá bandaríska flotanum. Kaupverðið er um fjórir milljarðar danskra kr. eða vel yfir 80 milljörðum kr. Viðskipti erlent 22.11.2012 06:20 Samsung kynnir sveigjanlegan snjallsíma Tæknirisinn Samsung mun á næsta ári hefja fjöldaframleiðslu á byltingarkenndum snjallsíma með sveigjanlegum snertiskjá. Viðskipti erlent 21.11.2012 16:20 Styrkir ESB til danska bænda lækka um tugi milljarða Útlit er fyrir að danskir bændur muni tapa um 2,6 milljörðum danskra kr. eða um 56 milljörðum kr. á ári vegna niðurskurðar á landbúnaðarstyrkjum Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 21.11.2012 06:49 Ekkert samkomulag um næstu greiðslu til Grikkja Ekkert samkomulag náðist á fundi fjármálaráðherra evrusvæðisins í Brussel í gær um útborgun á næsta hluta neyðarláns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins til Grikkja. Viðskipti erlent 21.11.2012 06:44 Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar áfram Ekkert lát er á verðhækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu vegna ástandsins í Miðausturlöndum og þá einkum átakanna á Gazasvæðinu. Viðskipti erlent 20.11.2012 06:43 Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn Frakklands Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað topplánshæfiseinkunn Frakklands um eitt stig niður í Aa1 og með neikvæðum horfum. Viðskipti erlent 20.11.2012 06:31 Forsætisráðherra Spánar horfir til Suður-Ameríku eftir fjárfestingu Forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, horfir nú til Suður-Ameríku þegar kemur að að því að efla erlenda fjárfestingu, en í ræðu sem hann hélt á laugardaginn sagði hann að spænsk yfirvöld myndu taka fjárfestingu frá Suður-Ameríku "opnum örmum“. Greint er frá ræðu hans í The New York Times í dag. Viðskipti erlent 19.11.2012 11:10 Cisco að kaupa Meraki fyrir 152 milljarða Cisco systems, sem er stærsti framleiðandi hugbúnaðar fyrir netið á heimsvísu, er að ganga frá kaupum á bandaríska hugbúnaðarfyrirtækinu Meraki fyrir um 152 milljarða króna (1,2 ma. dala), en það fyrirtæki einblínir á þjónustu sem hjálpar fyrirtækjum að stýra netnotkun. Meraki hefur vaxið hratt en að sögn breska ríkisútvarpsins BBC, er litið til þess að sú starfsemi sem Meraki hefur boðið upp muni vaxa hratt á næstu árum. Viðskipti erlent 19.11.2012 09:00 Hlutabréf í SAS hækkuðu um 26% í morgun Hlutabréf í SAS flugfélaginu hækkuðu um 26% í morgun í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Viðskipti erlent 19.11.2012 08:49 Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar töluvert Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað töluvert yfir helgina eða um allt að 1,5%. Tunnan af Brent olíunni er komin í tæpa 110 dollara og tunnan af bandrísku léttolíunni er komin í tæpa 88 dollara. Viðskipti erlent 19.11.2012 07:49 Lopapeysuævintýri í uppsiglingu í Færeyjum Lopapeysuævintýri er í uppsiglingu í Færeyjum í tengslum við frumsýningu á dönsku glæpaþáttunum Forbyrdelssen eða Glæpurinn í BBC. Viðskipti erlent 19.11.2012 06:46 SAS flugfélagið bjargaðist fyrir horn í nótt Allar líkur eru á að SAS flugfélaginu hafi tekist að bjarga sér fyrir horn í nótt. Viðskipti erlent 19.11.2012 06:17 Helmingslíkur á að hægt verði að bjarga SAS Fundað er um það í kvöld hvort hægt verði að bjarga SAS flugfélaginu frá gjaldþroti. Fram kemur á viðskiptavefnum epn.dk að von sé á niðurstöðu um klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma. Forstjóri félagsins hefur sagt að það séu um helmingslíkur á því að hægt verði að bjarga félaginu. Áður en niðurstaða liggur fyrir þurfa stjórnendur SAS og starfsmenn að vera sammála um niðurskurðaraðgerðir. Þar er meðal annars um að ræða lækkun launa og skerðingu á lífeyrisréttindum. Stjórnendur SAS segjast ætla að senda tilkynningu þegar niðurstaða hefur fengist. Viðskipti erlent 18.11.2012 21:23 JP Morgan og Credit Suisse greiddu 55 milljarða í sektir Tveir af stærstu bönkum heims, JP Morgan Chase og Credit Suisse, greiddu samtals 417 milljónir dala, jafnvirði um 55 milljarða króna, í sektir til fjármálaeftirlitsins í New York, vegna sölu bankanna á skuldatryggingum er tengjast húsnæðislánum til fjárfesta, en eignirnar reyndust því sem næst verðlausar eignir. Viðskipti erlent 17.11.2012 13:50 Bankabjörgun kostar breska skattgreiðendur þúsundir milljarða Ríkisendurskoðun Bretlands telur að megnið af þeim fjármunum sem bresk stjórnvöld notuðu til að bjarga tveimur af stærstu bönkum landsins sé glatað fé. Viðskipti erlent 16.11.2012 09:04 Nethraðinn í heiminum minnkaði um 14% að meðaltali milli ára Nethraðinn í heiminum minnkaði að meðaltali um 14% á síðasta ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra og var 2,3 megabæt á sekúndu. Viðskipti erlent 16.11.2012 06:33 Samdrátturinn á Ítalíu minni en óttast var Samdrátturinn í landsframleiðslu Ítalíu á þriðja ársfjórðungi ársins varð töluvert minni en sérfræðingar höfðu óttast og spáð fyrir. Viðskipti erlent 15.11.2012 09:36 Danskur auðmaður skuldar fjóra milljarða í skatt Danskur auðmaður skuldar skattyfirvöldum í Danmörku rúmlega 191 milljón danskra króna eða sem svarar til fjögurra milljarða króna. Viðskipti erlent 15.11.2012 09:23 Segja SAS aðeins nokkrum vikum frá gjaldþroti Danskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að í raun sé SAS flugfélagið aðeins nokkrum vikum frá því að verða gjaldþrota. Áður hefur komið fram í fréttum að ríkisstjórnir Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs séu farnar að undirbúa sig undir gjaldþrot SAS. Viðskipti erlent 15.11.2012 06:23 Nokia í verulegum vanda Sala á snjallsímum eykst stöðugt, en Nokia símaframleiðandinn á í vök að verjast. Tölur frá greiningafyrirtækinu Gartner sýna að snjallsímasala jókst um tæp 47% á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabili í fyrra. Sala á öðrum farsímum dróst hins vegar saman um 3,1%. Viðskipti erlent 14.11.2012 15:01 Konur með hærri laun en karlar í nær þriðjungi hjónabanda Hlutfall þeirra hjónabanda í Danmörku þar sem konan hefur hærri laun en karlinn hefur meir en tvöfaldast á síðustu áratugum. Viðskipti erlent 14.11.2012 06:52 Archduke Joseph demanturinn seldur á 2,7 milljarða Einn af þekktustu demöntum heimsins, Archduke Joseph demanturinn, var seldur á uppboði hjá Christie's í Sviss fyrir 21 milljón dollara eða 2,7 milljarða króna. Viðskipti erlent 14.11.2012 06:26 Ríkisstjórnir undirbúa sig fyrir gjaldþrot SAS Ríkisstjórnir Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs undirbúa sig nú fyrir gjaldþrot SAS flugfélagsins. Viðskipti erlent 14.11.2012 06:22 Carlsberg mótmælir 160% hækkun áfengisgjalda í Frakklandi Danska brugghúsið Carslberg hefur hótað því að segja upp starfsfólki sínu í Frakklandi vegna áforma stjórnvalda þar í landi að hækka áfengisgjöldin á bjór um 160% um áramótin. Viðskipti erlent 14.11.2012 06:19 Stærstu tölvuleikir allra tíma takast á Það er sannarlega skammt stórra högga á milli á tölvuleikjamarkaðinum. Tveir stærstu tölvuleikir allra tíma berjast nú um hylli spilara. Viðskipti erlent 13.11.2012 22:33 Klámmyndaframleiðendur vilja yfirgefa Los Angeles Klámmyndaframleiðendur í Los Angeles eru nú að íhuga að flytja starfsemi sína úr borginni. Ástæðan er sú að borgarbúar samþykktu nýlega í atkvæðagreiðslu að héðan í frá yrði það skylda að karlleikarar í klámmyndum notuðu smokka. Viðskipti erlent 13.11.2012 09:20 SAS fækkar starfsmönnum um 40% Norræna flugfélagið SAS mun á næstunni fækka starfsmönnum sínum um 40% eða um 6.000 manns með uppsögnum og sölu dótturfélaga. Þá verða laun og lífeyrisgreiðslur starfsmanna lækkuð til að létta undir rekstri félagsins sem á í verulegum fjárhagsvandræðum. Viðskipti erlent 13.11.2012 09:00 Spænskir bankar hætta að bera fólk út af heimilum sínum Spænskir bankar hafa ákveðið að hætta við að bera fólk út af heimilum sínum eftir að viðkomandi hefur tapað fasteign sinni í hendur banka á nauðungaruppboði. Mun þetta sjálfskipaða bann við útburði fólks af heimilum sínum á Spáni gilda næstu tvö árin. Viðskipti erlent 13.11.2012 06:22 « ‹ 155 156 157 158 159 160 161 162 163 … 334 ›
Fitch setur Kýpur dýpra niður í ruslflokkinn Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn Kýpur dýpra niður í ruslflokk. Viðskipti erlent 22.11.2012 06:34
Dráttarvextir hækka í 13% Dráttarvextir hafa verið hækkaðir um 0,25 prósentur og verða því 13% í desembermánuði. Viðskipti erlent 22.11.2012 06:21
Danir kaupa níu Seahawk þyrlur af bandaríska flotanum Meirihluti danska þingsins hefur samþykkt að danski herinn fái að kaupa níu Sikorsky Seahawk þyrlur frá bandaríska flotanum. Kaupverðið er um fjórir milljarðar danskra kr. eða vel yfir 80 milljörðum kr. Viðskipti erlent 22.11.2012 06:20
Samsung kynnir sveigjanlegan snjallsíma Tæknirisinn Samsung mun á næsta ári hefja fjöldaframleiðslu á byltingarkenndum snjallsíma með sveigjanlegum snertiskjá. Viðskipti erlent 21.11.2012 16:20
Styrkir ESB til danska bænda lækka um tugi milljarða Útlit er fyrir að danskir bændur muni tapa um 2,6 milljörðum danskra kr. eða um 56 milljörðum kr. á ári vegna niðurskurðar á landbúnaðarstyrkjum Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 21.11.2012 06:49
Ekkert samkomulag um næstu greiðslu til Grikkja Ekkert samkomulag náðist á fundi fjármálaráðherra evrusvæðisins í Brussel í gær um útborgun á næsta hluta neyðarláns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins til Grikkja. Viðskipti erlent 21.11.2012 06:44
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar áfram Ekkert lát er á verðhækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu vegna ástandsins í Miðausturlöndum og þá einkum átakanna á Gazasvæðinu. Viðskipti erlent 20.11.2012 06:43
Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn Frakklands Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað topplánshæfiseinkunn Frakklands um eitt stig niður í Aa1 og með neikvæðum horfum. Viðskipti erlent 20.11.2012 06:31
Forsætisráðherra Spánar horfir til Suður-Ameríku eftir fjárfestingu Forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, horfir nú til Suður-Ameríku þegar kemur að að því að efla erlenda fjárfestingu, en í ræðu sem hann hélt á laugardaginn sagði hann að spænsk yfirvöld myndu taka fjárfestingu frá Suður-Ameríku "opnum örmum“. Greint er frá ræðu hans í The New York Times í dag. Viðskipti erlent 19.11.2012 11:10
Cisco að kaupa Meraki fyrir 152 milljarða Cisco systems, sem er stærsti framleiðandi hugbúnaðar fyrir netið á heimsvísu, er að ganga frá kaupum á bandaríska hugbúnaðarfyrirtækinu Meraki fyrir um 152 milljarða króna (1,2 ma. dala), en það fyrirtæki einblínir á þjónustu sem hjálpar fyrirtækjum að stýra netnotkun. Meraki hefur vaxið hratt en að sögn breska ríkisútvarpsins BBC, er litið til þess að sú starfsemi sem Meraki hefur boðið upp muni vaxa hratt á næstu árum. Viðskipti erlent 19.11.2012 09:00
Hlutabréf í SAS hækkuðu um 26% í morgun Hlutabréf í SAS flugfélaginu hækkuðu um 26% í morgun í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Viðskipti erlent 19.11.2012 08:49
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar töluvert Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað töluvert yfir helgina eða um allt að 1,5%. Tunnan af Brent olíunni er komin í tæpa 110 dollara og tunnan af bandrísku léttolíunni er komin í tæpa 88 dollara. Viðskipti erlent 19.11.2012 07:49
Lopapeysuævintýri í uppsiglingu í Færeyjum Lopapeysuævintýri er í uppsiglingu í Færeyjum í tengslum við frumsýningu á dönsku glæpaþáttunum Forbyrdelssen eða Glæpurinn í BBC. Viðskipti erlent 19.11.2012 06:46
SAS flugfélagið bjargaðist fyrir horn í nótt Allar líkur eru á að SAS flugfélaginu hafi tekist að bjarga sér fyrir horn í nótt. Viðskipti erlent 19.11.2012 06:17
Helmingslíkur á að hægt verði að bjarga SAS Fundað er um það í kvöld hvort hægt verði að bjarga SAS flugfélaginu frá gjaldþroti. Fram kemur á viðskiptavefnum epn.dk að von sé á niðurstöðu um klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma. Forstjóri félagsins hefur sagt að það séu um helmingslíkur á því að hægt verði að bjarga félaginu. Áður en niðurstaða liggur fyrir þurfa stjórnendur SAS og starfsmenn að vera sammála um niðurskurðaraðgerðir. Þar er meðal annars um að ræða lækkun launa og skerðingu á lífeyrisréttindum. Stjórnendur SAS segjast ætla að senda tilkynningu þegar niðurstaða hefur fengist. Viðskipti erlent 18.11.2012 21:23
JP Morgan og Credit Suisse greiddu 55 milljarða í sektir Tveir af stærstu bönkum heims, JP Morgan Chase og Credit Suisse, greiddu samtals 417 milljónir dala, jafnvirði um 55 milljarða króna, í sektir til fjármálaeftirlitsins í New York, vegna sölu bankanna á skuldatryggingum er tengjast húsnæðislánum til fjárfesta, en eignirnar reyndust því sem næst verðlausar eignir. Viðskipti erlent 17.11.2012 13:50
Bankabjörgun kostar breska skattgreiðendur þúsundir milljarða Ríkisendurskoðun Bretlands telur að megnið af þeim fjármunum sem bresk stjórnvöld notuðu til að bjarga tveimur af stærstu bönkum landsins sé glatað fé. Viðskipti erlent 16.11.2012 09:04
Nethraðinn í heiminum minnkaði um 14% að meðaltali milli ára Nethraðinn í heiminum minnkaði að meðaltali um 14% á síðasta ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra og var 2,3 megabæt á sekúndu. Viðskipti erlent 16.11.2012 06:33
Samdrátturinn á Ítalíu minni en óttast var Samdrátturinn í landsframleiðslu Ítalíu á þriðja ársfjórðungi ársins varð töluvert minni en sérfræðingar höfðu óttast og spáð fyrir. Viðskipti erlent 15.11.2012 09:36
Danskur auðmaður skuldar fjóra milljarða í skatt Danskur auðmaður skuldar skattyfirvöldum í Danmörku rúmlega 191 milljón danskra króna eða sem svarar til fjögurra milljarða króna. Viðskipti erlent 15.11.2012 09:23
Segja SAS aðeins nokkrum vikum frá gjaldþroti Danskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að í raun sé SAS flugfélagið aðeins nokkrum vikum frá því að verða gjaldþrota. Áður hefur komið fram í fréttum að ríkisstjórnir Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs séu farnar að undirbúa sig undir gjaldþrot SAS. Viðskipti erlent 15.11.2012 06:23
Nokia í verulegum vanda Sala á snjallsímum eykst stöðugt, en Nokia símaframleiðandinn á í vök að verjast. Tölur frá greiningafyrirtækinu Gartner sýna að snjallsímasala jókst um tæp 47% á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabili í fyrra. Sala á öðrum farsímum dróst hins vegar saman um 3,1%. Viðskipti erlent 14.11.2012 15:01
Konur með hærri laun en karlar í nær þriðjungi hjónabanda Hlutfall þeirra hjónabanda í Danmörku þar sem konan hefur hærri laun en karlinn hefur meir en tvöfaldast á síðustu áratugum. Viðskipti erlent 14.11.2012 06:52
Archduke Joseph demanturinn seldur á 2,7 milljarða Einn af þekktustu demöntum heimsins, Archduke Joseph demanturinn, var seldur á uppboði hjá Christie's í Sviss fyrir 21 milljón dollara eða 2,7 milljarða króna. Viðskipti erlent 14.11.2012 06:26
Ríkisstjórnir undirbúa sig fyrir gjaldþrot SAS Ríkisstjórnir Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs undirbúa sig nú fyrir gjaldþrot SAS flugfélagsins. Viðskipti erlent 14.11.2012 06:22
Carlsberg mótmælir 160% hækkun áfengisgjalda í Frakklandi Danska brugghúsið Carslberg hefur hótað því að segja upp starfsfólki sínu í Frakklandi vegna áforma stjórnvalda þar í landi að hækka áfengisgjöldin á bjór um 160% um áramótin. Viðskipti erlent 14.11.2012 06:19
Stærstu tölvuleikir allra tíma takast á Það er sannarlega skammt stórra högga á milli á tölvuleikjamarkaðinum. Tveir stærstu tölvuleikir allra tíma berjast nú um hylli spilara. Viðskipti erlent 13.11.2012 22:33
Klámmyndaframleiðendur vilja yfirgefa Los Angeles Klámmyndaframleiðendur í Los Angeles eru nú að íhuga að flytja starfsemi sína úr borginni. Ástæðan er sú að borgarbúar samþykktu nýlega í atkvæðagreiðslu að héðan í frá yrði það skylda að karlleikarar í klámmyndum notuðu smokka. Viðskipti erlent 13.11.2012 09:20
SAS fækkar starfsmönnum um 40% Norræna flugfélagið SAS mun á næstunni fækka starfsmönnum sínum um 40% eða um 6.000 manns með uppsögnum og sölu dótturfélaga. Þá verða laun og lífeyrisgreiðslur starfsmanna lækkuð til að létta undir rekstri félagsins sem á í verulegum fjárhagsvandræðum. Viðskipti erlent 13.11.2012 09:00
Spænskir bankar hætta að bera fólk út af heimilum sínum Spænskir bankar hafa ákveðið að hætta við að bera fólk út af heimilum sínum eftir að viðkomandi hefur tapað fasteign sinni í hendur banka á nauðungaruppboði. Mun þetta sjálfskipaða bann við útburði fólks af heimilum sínum á Spáni gilda næstu tvö árin. Viðskipti erlent 13.11.2012 06:22