Viðskipti erlent

Yahoo kaupir Qwiki

Netfyrirtækið Yahoo hefur fest kaup á Qwiki, sprotafyrirtæki að baki smáforrits (apps) fyrir Iphone síma. Appið auðveldar fólki að búa til stuttar kvikmyndir með myndum, myndböndum og tónlist.

Viðskipti erlent

Ísland telst enn til velferðarríkja

Landsframleiðsla á mann hér á landi, leiðrétt fyrir kaupmætti í hverju landi fyrir sig, var 12 prósent yfir meðaltali landa í Evrópusambandinu á síðastliðnu ári. Þetta kemur fram í nýlega birtum tölum frá hagstofu Evrópusambandsins.

Viðskipti erlent

iPhone 5 hægvirkastur

iPhone 5 er hægasti snjallsíminn á markaðnum samkvæmt neytendakönnun bresku neytendasamtakanna Which? Síminn hafnaði í sjöunda sæti af sjö mögulegum í könnuninni sem gerð var á vinsælustu snjallsímunum í Bretlandi.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað nokkuð í morgun og er tunnan af Brent olíunni komin í 105,5 dollara. Í gærmorgun stóð tunnan í rúmum 103 dollurum og hefur því hækkað um 2% frá þeim tíma.

Viðskipti erlent

Grænar tölur á öllum mörkuðum

Töluverð uppsveifla var á mörkuðum í Japan í nótt en nikkei vísitalan í Tókýó hækkaði um 2,9% eftir að hafa hrapað um 6,4% í fyrrinótt. Í frétt á vefsíðu börsen segir að hækkanir í nótt stafi einkum af því að spákaupmenn hafi séð tækifæri á markaðinum.

Viðskipti erlent

Hobbitinn veldur uppsveiflu á Nýja Sjálandi

Nýjar tölur frá ferðamálastofu Nýja Sjálands sýna að ferðamönnum sem koma til landsins fjölgaði um 10% á fyrstu fjórum mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Þessi aukning er að mestu tilkomin vegna kvikmyndarinnar The Hobbit sem frumsýnd var fyrir síðustu jól.

Viðskipti erlent

Reyna að þrýsta á leiðtoga G8-ríkjanna

Fjarskiptarisinn Nokia hefur lagst á árar með ONE Campaign í baráttunni gegn fátækt í heiminum með birtingu ljósmynda sem teknar eru á Lumia 920 snjallsíma fyrirtækisins. Að auki gefa tónlistarmenn út á ný þekkta baráttusöngva.

Viðskipti erlent

Pihl & Sön stoppar vinnu sína við Hotel d´Angleterre

Byggingarfélagið Pihl & Sön hefur stöðvað alla vinnu sína við endurbæturnar á Hotel d´Angleterre í Kaupmannahöfn. Þessi vinnustöðvun nær einnig til allra undirverktaka sem unnið hafa með Pihl & Sön í hótelinu. Ástæðan er sú að Pihl & Sön hefur ekki fengið neinar greiðslur fyrir vinnu sína í langan tíma.

Viðskipti erlent

Spá vaxandi atvinnuleysi í Noregi á næstunni

Samtök atvinnurekenda í Noregi (NHO) spá því að atvinnuleysi fari vaxandi þar í landi fram á næsta ár. Í mars s.l. voru um 100.000 manns á atvinnuleysisskrá en NHO reiknar með að þeir verði orðnir 120.000 innan árs. Þar með myndi atvinnuleysið mælast um 4,4%.

Viðskipti erlent