Tónlist

Donda er loksins komin út

Tíunda hljómplata rapparans Kanye West er komin út. Platan ber nafnið Donda en hún er nefnd eftir móður Kanyes, Dondu West, sem lést árið 2007.

Tónlist

Föstudagsplaylisti Skratta

Skrattar hófu upprunalega störf árið 2015 sem tvíeyki og vöktu fljótt athygli fyrir hömlulausa sviðsframkomu og almennan usla. Skrattstjórar voru Guðlaugur Halldór Einarsson og Karl Torsten Ställborn en smám saman bættist við vaktina.

Tónlist

Trommari The Offspring rekinn fyrir að afþakka bóluefni

Pete Parada, trommari pönkhljómsveitarinnar The Offspring tilkynnti í gær að hann hann hefði verið rekinn fyrir að neita að láta bólusetja sig. „Það hefur verið ákveðið að það sé hættulegt að umgangast mig, í stúdíóinu og á tónleikaferðalagi,“ sagði hann á Instagram.

Tónlist

Elskar að djamma en fær ekki að djamma

Álfgrímur Aðalsteinsson hefur gert gott mót á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar er hann með um 11 þúsund fylgjendur og hafa vinsældir hans farið sívaxandi undanfarið. Hann hefur nú gefið út lag, sérstaklega tileinkað djamminu, sem hann fær þó ekki að stunda af eins miklum móði og hann hefði sjálfur viljað.

Tónlist

Shakira mögulega á leið fyrir dómara fyrir skattsvik

Shakira, tónlistarkonan heimsfræga frá Kólumbíu, er í basli á Spáni, þar sem hún býr. Dómari í Barcelona komst að þeirri niðurstöðu eftir þriggja ára rannsókn að nægar vísbendingar séu fyrir því rétta yfir Shakiru fyrir að hafa komið 14,5 milljónum evra undan skatti.

Tónlist

Bassaleikari ZZ Top er dáinn

Dusty Hill, bassaleikari hljómsveitarinnar víðfrægu ZZ Top er dáinn. Hann var 72 ára gamall og lést í svefni á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum.

Tónlist

Tón­listar­mynd­bandið sé stutt teikni­mynd

Síðastliðinn föstudag kom út lagið Sunrise með Kristberg Gunnarssyni. Tónlistarmyndband kvikað af Birni Heimi Önundarsyni fylgdi með, en að baki myndbandinu lá gríðarleg vinna því að hver og einn rammi myndbandsins var handteiknaður á blað.

Tónlist