Tónlist

Syngur til heiðurs móður á stórtónleikum á Akureyri

Stórtónleikar með Kristján Jóhannsson óperusöngvara í fararbroddi verða haldnir í Íþróttahöllinni á Akureyri í september. tórtónleikarnir fara fram sunnudaginn 9. september, og að ósk Kristjáns munu þeir bera yfirskriftina „Fyrir mömmu“, en móðir hans, Fanney Oddgeirsdóttir, verður níræð 14. september næstkomandi.

Tónlist

Góð stemning á G! í Færeyjum

Hin stórfenglega tónlistarhátíð G! festival fór fram í hinum þúsund manna bæ Götu í Færeyjum um síðustu helgi. Steinþór Helgi Arnsteinsson var á staðnum og skemmti sér konunglega ásamt um fimmtungi færeysku þjóðarinnar.

Tónlist

G! Festival í Færeyjum

Tónlistarhátíðin G Festival var haldin í Götu í Færeyjum um helgina en þetta er stærsta tónlistarhátíð landsins. Um fimmtungur þjóðarinnar heimsækir bæinn sem telur aðeins þúsund manns. Frægasti íbúi bæjarins, Eivör Pálsdóttir, tróð þar upp en hún átti einmnitt afmæli á laugardag. Íslenskar hljómsveitir eru fastagestir á hátíðinni og í ár tróðu þrjár íslenskar sveitir þar upp.

Tónlist

Blunt samdi plötu á Ibiza

Næsta plata breska popparans James Blunt, All the Lost Souls, kemur út 18. september. Fyrsta smáskífulagið af plötunni, 1973, er væntanlegt á öldur ljósvakans. Fékk Blunt innblásturinn að laginu þegar hann dvaldi á Ibiza við Spán þar sem hann samdi plötuna.

Tónlist

Perez fílar Pál Óskar

Páll Óskar Hjálmtýsson fékk sína fimmtán mínútna frægð í bandaríska slúðurheiminum á fimmtudaginn þegar slúðurbloggarinn Perez Hilton póstaði nýjasta myndbandi Palla, við lagið Allt fyrir ástina, á síðunni sinni.

Tónlist

Endurútgáfa frá Ego

Tvær fyrstu plötur Ego, Breyttir tímar og Í mynd, hafa verið endurútgefnar í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá útgáfu þeirra. Ego var stofnuð haustið 1981 og gaf út sína fyrstu plötu, Breyttir tímar, 1. apríl 1982.

Tónlist

Fyrsta tónleikaferðin í tíu ár

Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson fer í tveggja vikna tónleikaferð um Ísland hinn 28. júlí ásamt átta manna hljómsveit sem er skipuð dönskum og íslenskum tónlistarmönnum. Með í för verður danska hljómsveitin Jazirkus.

Tónlist

Fýla í röppurunum

Kanye West og 50 Cent eru í fýlu út í hvor annan en þeir ætla báðir að gefa út plötur þann 11. september einhverra hluta vegna. Það var 50 Cent sem ákvað þetta fyrst og varð því vitanlega fúll þegar Kanye frestaði sinni plötu, Graduation, fram á þennan dag.

Tónlist

Hörð barátta

Rappararnir Kanye West og 50 Cent munu heyja harða baráttu um efsta sæti plötulistanna þegar þeir gefa út næstu plötur sína sama daginn, þann 11. september.

Tónlist

Lagi Magna stolið frá Rás 2

„Fólk er orðið frekar tæknivætt þegar það er farið að gera svona hluti. Ég botna ekkert í þessu,“ segir Magni Ásgeirsson, en nýjasta lag hans, If I Promised You The World, er komið í dreifingu á netinu án hans samþykkis.

Tónlist

Stórtónleikar í Borgarneskirkju

Á morgun, sunnudag kl. 20.00, verða haldnir miklir tónleikar í Borgarneskirkju. Þau Þóra Einarsdóttir sópransöngkona, Björn Jónsson tenór og Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari leiða þar saman hesta sína, en öll eru þau búsett og starfa erlendis. Á efnisskrá tónleikanna eru sönglög, dúettar og píanóverk eftir Grieg, Schumann og R. Strauss.

Tónlist

Helmingur miða á Kim Larsen seldur

Ríflega helmingur miða á tónleika Kims Larsens og Kjukken er seldur, en miðasala hófst í vikunni. Aðeins eru örfáir miðar eftir í sæti. Kim og félagar eru um þessar mundir á Danmerkurtúr sem lýkur í Odense þann 25. ágúst. Síðari helmingur tónleikaferðalagsins hefst síðan í Noregi þann 1. nóvember og endar Vodafonehöllinni í Reykjavík þann 24. nóvember nk.

Tónlist

Hvítar ruslvögguvísur

Þungarokkshljómsveitin Perfect Disorder heldur útgáfutónleika á Gauknum, annað kvöld klukkan 20. White Trash Lullabies er fyrsta plata hljómsveitarinnar en hún var stofnuð árið 2003. Upphaflega hét hún Panic Disorder og spilaði pönk.

Tónlist

Útirokk fyrir ungt fólk á Ingólfstorgi

Stórir útitónleikar verða haldnir á Ingólfstorgi á morgun, fimmtudag milli 17 og 19. Fram koma Jeff Who?, Jan Mayen, Æla, Kimono, Skátar og Beikon og munu þau væntanlega rokka grimmt í veðurblíðunni. Útvarpsmaðurinn góðkunni Ólafur Páll Gunnarsson verður kynnir og plötusnúður.

Tónlist

Steed Lord í glanstímariti í New York

Hljómsveitin Steed Lord er í opnuviðtali í nýjasta tölublaði tímaritsins Missbehave í New York. Reyndar koma fleiri Íslendingar við sögu í blaðinu því þar er einnig að finna umfjöllun um Björk Guðmundsdóttur og „tískuleyndarmál“ hennar.

Tónlist

Ferðast um landið

Tónlistarmennirnir KK og Maggi Eiríks verða á faraldsfæti um landið á næstunni til að kynna nýjustu plötu sína Langferðalög. Tónleikaferðin hefst á Borg í Grímsnesi á fimmtudag og byrja tónleikarnir kl. 20.30.

Tónlist

Valgeir orðaður við Mercury-verðlaunin

Valgeir Sigurðsson tónlistarmaður og upptökustjóri stýrði upptökum á plötunni We Can Create með tónlistarmanninum Maps en hún hefur verið tilnefnd til hinna virtu Mercury-tónlistarverðlauna.

Tónlist

Emilía hætt í Nylon

Emilía Björg Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja skilið við Nylon-flokkinn eftir þriggja ára samstarf. Brotthvarf Emilíu var ákveðið fyrir nokkru en var haldið leyndu af tillitsemi við fyrirætlað brúðkaup hennar nú um helgina.

Tónlist

Gleðirokkið á undanhaldi

Hljómsveitin Lada Sport hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu, Time and Time Again, á vegum Geimsteins. Platan inniheldur ellefu lög og hefur annað smáskífulagið, The World Is A Place For Kids Going Far, fengið góðar viðtökur.

Tónlist

Spila blöndu af því besta

Hljómsveitin Dúndurfréttir heldur nokkurs konar „best of“ kvöld á Gauki á Stöng í kvöld. Sveitin ætlar að spila lög með fjórum uppáhaldshljómsveitum sínum, Pink Floyd, Led Zeppelin, Deep Purple og Uriah Heep. Verður meiri áhersla lögð á Pink Floyd en venjulega.

Tónlist

Bonsom í tónleikaferð

Djasskvartettinn Bonsom er á leiðinni í stutta tónleikaferð sem hefst í Krákunni á Grundarfirði í kvöld. Annað kvöld spilar kvartettinn í Deiglunni á Akureyri og á föstudags- og laugardagskvöld spilar hann á Mývatni.

Tónlist

Miðasala á tónleika Kim Larsen hefst á þriðjudaginn

Miðasala á tónleika Kim Larsen í Vodafonehöllinni þann 24. nóvember nk. hefst þriðjudaginn 16. júlí klukkan 10. Miðasala fer fram á midi.is og í verslunum Skífunnar og BT um allt land. Miðaverð er 5.900 kr. í sæti og 4.900 kr. í stæði.

Tónlist

Ameríka bíður eftir Nylon

Afþreyingarrisinn Disney í Bandaríkjunum er áhugasamur um Nylon-flokkinn. Á teikniborðinu er sjónvarpsþáttur um íslenska stelpnabandið. „Þetta er náttúrlega ótrúlega spennandi,“ segir Alma Guðmunds­dóttir, söngkona úr Nylon, en stúlknaflokkurinn, ásamt útgáfu­fyrirtækinu Believer, heldur til Bandaríkjanna á næstunni þar sem afþreyingarrisinn Walt Disney hefur óskað eftir fundahöldum við þau.

Tónlist

Djasshátíð í fjallafaðmi

Árlega djasshátíðin Jazz undir fjöllum fer fram í fjórða skiptið á Skógum á morgun. Sigurður Flosason, listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi, segir hana hafa fengið afar góðar viðtökur á liðnum árum.

Tónlist

Einar Ágúst í stúdíói í Danmörku

Einar Ágúst Víðisson er staddur í Lundgaard-stúdíóinu á Jótlandi þessa vikuna þar sem hann er við upptökur á fyrstu sólóplötunni sinni ásamt hljóðfæraleikurunum úr X-factor.

Tónlist

Kira Kira í 12 tónum

Tónlistarkonan Kira Kira heldur tónleika í 12 tónum í dag en hún er nýkomin úr löngu tónleikaferðalagi. Túrinn hófst í Helsinki þar sem Kira Kira tók upp plötuna Our Map to the Monster Olympics í hljóðveri Samuli Kosminen á eynni Suomenlinna.

Tónlist

Klassískar perlur á Gljúfrasteini

Á sunnudag verða haldnir sjöundu tónleikarnir í stofutónleikaröð Gljúfrasteins – húsi skáldsins í Mosfellsbæ. Þar verða haldnir tónleikar hvern sunnudag kl. 16 allt til loka ágústmánaðar.

Tónlist

Til höfuðs siðmenningunni

Breska hljómsveitin Throbbing Gristle var brautryðjandi í „industrial“-tónlistinni sem kom fram á seinni hluta áttunda áratugarins. Hún sendi nýlega frá sér sína fyrstu plötu með nýju efni í 25 ár. Trausti Júlíusson rifjaði upp feril þessarar áhrifaríku sveitar.

Tónlist

Mínus snýr aftur

Rokksveitin Mínus heldur tónleika á Grand Rokk annað kvöld, laugardaginn 14. júlí. Þetta verða fyrstu tónleikarnir þar sem sveitin er í aðalhlutverki síðan mannabreytingar urðu fyrir skemmstu. Eins og kom fram í fjölmiðlum sögðu Frosti Logason gítarleikari og Þröstur Jónsson bassaleikari skilið við Mínus. Í staðinn var fenginn bassaleikarinn Sigurður Oddsson úr Future Future.

Tónlist