Tónlist

Moses Hightower á tónleikum Gogoyoko

Margt var um manninn á fimmtudaginn þegar Moses Hightower og Snorri Helgason komu fram á tónleikum í tónleikaröðinni gogoyoko wireless, sem gogoyoko heldur í samstarfi við Smirnoff. Moses Hightower gáfu nýverið út plötuna Önnur Mósebók. Meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð.

Tónlist

Rokkjötnar verða líklega endurteknir

„Það kemur allt til greina en það er ekkert búið að ákveða neitt,“ segir Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, spurður hvort Rokkjötnar verði endurteknir á næsta ári.

Tónlist

Lögin byrjuð að tínast inn

„Við byrjuðum að taka á móti lögum fyrir undankeppni Eurovision síðastliðinn föstudag. Það er þegar farið að týnast inn og þar á meðal er komið eitt lag frá útlöndum. Lögin þurfa samt að vera frá Íslendingum komin að tveimur þriðju hlutum svo það þarf að athuga hvort það lag sé gjaldgengt í keppnina,“ segir Hera Ólafsdóttir hjá RÚV.

Tónlist

Ný plata og þrennir tónleikar

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti gefur út sína fyrstu plötu, Dýrð í dauðaþögn, á þriðjudaginn. Tvö lög af henni, Leyndarmál og Sumargestir, hafa notið mikilla vinsælda í sumar og því er eftirvæntingin mikil.

Tónlist

Flott fyrsta plata Futuregrapher

LP er fyrsta plata Futuregraphers í fullri lengd, en hann á að baki nokkrar stuttskífur og EP-plötur, m.a. ambient-plötuna Tom Tom Bike sem kom út í fyrra (mjög flott) og plötuna Waterproof sem kom út í mars sl. en hana gerði hann í samstarfi við japanska tónlistarmanninn Gallery Six.

Tónlist

Syngur aftur með Cave

Söngkonan Kylie Minogue hefur tekið upp nýja útgáfu af dúetti sínum með Nick Cave, Where the Wild Roses Grow.

Tónlist

Dr. Dre er ríkastur

Dr. Dre er ríkasti rappari heims, samkvæmt tímaritinu Forbes. Kappinn þénaði 110 milljónir dollara síðastliðið ár, eða um 13,5 milljarða króna.

Tónlist

London næst á dagskrá

"Ég verð með tónleika á þekktum klúbb sem heitir Voyage voyage. Þar eru haldin regluleg klúbbakvöld þar sem kynntir eru skandinavískir listamenn sem þeim þykir hvað mest spennandi þá stundina,“ segir íslenska poppstjarnan Daníel Óliver, sem er búsettur í Svíþjóð en heldur tónleika í London nú 27. september.

Tónlist

Lýtur sömu lögmálum

Baldur Ragnarsson kemur að gerð fjögurra platna á þessu ári. Hann vílar ekki fyrir sér að tækla jafnt barnatónlist sem bárujárnsrokk og ýmislegt fleira.

Tónlist

Rokkarar fá Rokkjötnahúðflúr

Listakonan Ýrr Baldursdóttir mun bjóða gestum tónlistarhátíðarinnar Rokkjötnar upp á ókeypis "airbrush-Rokkjötnatattú" sem síðar verður hægt að þvo af sér.

Tónlist

Cheek Mountain Thief innblásin af Húsvíkingum

"Það má segja að platan hafi skrifað sig sjálf á meðan á dvölinni stóð og um leið varð ég enn ástfangnari af Íslandi," segir Mike Lindsay, söngvari bresku hljómsveitarinnar Tunng, um sólóplötu sína Cheek Mountain Thief.

Tónlist

Gleymmérei - nýtt lag og myndband frá Gabríel

Myndband við nýjasta lag Gabríels, Gleymmérei, var frumsýnt á Vísi í dag. Gabríel fékk til liðs við sig vel valda listamenn, þar á meðal eru Björn Jörundur Friðbjörnsson sem sér um sönginn og Emmsjé Gauti sem rappar.

Tónlist

Rokk, ról og góðir gestir

Tuttugu ár eru liðin síðan rokksveitin Jet Black Joe sló í gegn með sinni fyrstu plötu. Af því tilefni hélt hún tvenna tónleika í Gamla bíói á föstudagskvöld. Söngvarinn Páll Rósinkranz og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson eru einu upphaflegu meðliminir sem eru enn eftir í bandinu.

Tónlist

Hétu því að spila meira heima

„Ævintýrið byrjaði með því að okkur var boðið að spila á Ítalíu,“ segir Guðbjörg Tómasdóttir sem skipar íslensk-sænska nýkántrí dúettinn My Bubba & Mi ásamt sænska lestarstjóranum My Lardotter.

Tónlist

Tónverk um skákeinvígi

Í tilefni fjörutíu ára afmælis „einvígis aldarinnar“ í Laugardalshöll 1972 á milli Bobbys Fischer og Boris Spasskíj verður flutt tónverk eftir Guðlaug Kristin Óttarsson á sunnudaginn.

Tónlist

Síðasti séns að gera myndband fyrir Sigur Rós

Nú eru tíu dagar í að frestur renni út til að senda sitt eigið myndband inn í myndbandasamkeppni Sigur Rósar. Samkeppnin er hluti af hinu svonefnda "Valtari mystery film experiment" þar sem ýmsir leikstjórar eru fengnir til að gera myndbönd við lögin af nýjustu plötu Sigur Rósar, Valtara.

Tónlist

Kvintett með Slowscope

Kvintettinn The Heavy Experience hefur sent frá sér sína fyrstu stóru plötu, Slowscope. Áður hefur sveitin gefið út samnefnda stuttskífu.

Tónlist

Tónleikar og kaffi

Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari halda tónleika í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð sunnudaginn 2. september klukkan 15.

Tónlist

Rappar um einelti á nýrri plötu

„Vonandi mun það hjálpa þeim sem eru í svipuðum sporum. Ekki gefast upp,“ segir rapparinn Gummzter úr Mosfellsbæ um lagið sitt Í þínum sporum. Það fjallar um einelti og er að finna á annarri plötu hans, Fullorðinn, sem kemur út í næstu viku.

Tónlist

Airwaves listinn tilbúinn

Búið er að tilkynna alla þá listamenn er koma fram á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í ár. Skipuleggjendur hátíðarinnar kynntu síðustu 78 listamennina er stíga á svið í október.

Tónlist

Áhrif frá klúbbatónlist

Önnur plata ensku poppsveitarinnar The xx kemur út 10. september. Eftirvæntingarnar eru miklar enda hlaut frumburðurinn mjög góðar undirtektir.

Tónlist

DJ Shadow sýnir gamla takta

DJ Shadow er listamannsnafn Kaliforníubúans Josh Davis sem er þekktastur fyrir plötuna Entroducing sem kom út árið 1996 og er eitt af höfuðverkum instrúmental hip-hop tónlistarbylgjunnar sem oftast er kölluð trip-hop. Hún var áberandi á síðari hluta tíunda áratugarins hjá útgáfum eins og Ninja Tune og MoWax. Entroducing er algjört meistaraverk, marglaga samsuða af töktum og tónum, sem stundum birtist þegar spekúlantar velja bestu plötur sögunnar – eins og skrattinn úr sauðaleggnum innan um allar Bítla- og Radiohead-plöturnar.

Tónlist

Sigur Rósar teppi uppseld á örskotsstundu

"Það var gaman að flétta saman þessa tvo heima sem við hjá Farmers Market lifum og hrærumst í, tónlistar- og hönnunarheiminn,“ segir Jóel Pálsson tónlistarmaður um samstarfsverkefni Farmers Market og hljómsveitarinnar Sigur Rósar.

Tónlist

Næsta plata epískari

Upptökum er lokið á annarri plötu Suðurnesjasveitarinnar Valdimars. Söngvaranum Valdimari Guðmundssyni líst mjög vel á útkomuna. "Hún er kannski meira epísk heldur en fyrri platan en samt rökrétt framhald. Þetta eru stærri útsetningar og allt aðeins stærra,“ segir hann aðspurður.

Tónlist