Tónlist

White Signal sigurvegari

Sigurvegari í Jólalagakeppni Rásar 2 árið 2012 er hljómsveitin White Signal frá Reykjavík, annað árið í röð, nú með laginu Mín bernsku jól.

Tónlist

Jack White með öruggan sigur

Fréttablaðið leitaði til valinna sérfræðinga til þess að ganga úr skugga um það hverjar væru bestu plötur ársins 2012. 19 manns skiluðu inn listum yfir bestu erlendu plöturnar, gagnrýnendur, fjölmiðlafólk og nafntogaðir tónlistaráhugamenn.

Tónlist

Borko og Tilbury blása til veislu í kvöld

Hljómsveitirnar Borko og Tilbury halda saman tónleika á Bar 11 í kvöld. Er um að ræða síðustu stóru tónleika beggja þessara sveita á árinu en báðar hljómsveitirnar sendu frá sér stórgóðar plötur sem hafa vakið talsverða eftirtekt bæði hér heima og erlendis.

Tónlist

Sendi þýðinguna heim frá Jay Leno

„Þetta er eins og að vera með sæti í bestu röð að fylgjast með merkisviðburði,“ segir hljómborðsleikarinn Steingrímur Karl Teague úr hljómsveitinni Moses Hightower.

Tónlist

Rísandi stjarna í Langholtskirkju

Hin 23ja ára gamli bassasöngvari Andri Björn Róbertsson og Ruth Jenkins, unnusta hans, fara með stórt hlutverk á árlegum jólatónleikum Kirkjukórs og Graduelakórs Langholtskirkju sem eru haldnir núna um helgina.

Tónlist

Hélt hann gæti aldrei rappað aftur

„Ég man að eitt af því fyrsta sem ég hugsaði þegar ég fattaði hvað hafði gerst var hvort ég gæti einhvern tímann rappað aftur," segir rapparinn Ívar Schram sem gefur út fyrstu sólóplötu sína, Barcelona, í dag.

Tónlist

Dikta á mikilli siglingu

Dikta er nýskriðin heim til Íslands eftir vel heppnaða tónleikaferð til Þýskalands og Sviss og stefnir á frekari útrás á komandi ári. Í kvöld heldur sveitin órafmagnaða tónleika í Vídalínskirkju en tónleikarnir eru orðnir árlegur viðburður hjá drengjunum og eins og undanfarin ár fá þeir með sér aðra tónlistarmenn úr Garðabænum.

Tónlist

Eminem spilar á Reading

Eminem hefur verið bókaður á tónlistarhátíðirnar í Reading og Leeds á næsta ári. Þetta verður í fyrsta sinn sem hann spilar á hátíðunum í rúman áratug, eða síðan 2001. Þá endaði hann tónleikana sína með því að syngja dúett með rokkaranum ófrýnilega, Marilyn Manson.

Tónlist

Jimmy Page í tónleikaferð

Jimmy Page, fyrrum gítarleikari Led Zeppelin, ætlar í sólótónleikaferð á næsta ári. Hann ætlaði að fara á þessu ári en varð að fresta því eftir að mynddiskurinn Celebration Day með endurkomutónleikum Zeppelin árið 2007 var gefinn út.

Tónlist

Með Mirstrument á Sónar

Mugison og Ásgeir Trausti hafa bæst í hóp þeirra listamanna sem koma fram á Sónar-hátíðinni sem verður haldin í fyrsta sinn í Hörpu í febrúar. Mugison ætlar að koma fram með nýja og endurbætta útgáfu af hljóðfærinu sínu Mirstrument en

Tónlist

Túrandi ættarmót

Við höfum verið að vinna með UNICEF fyrir dag Rauða nefsins sem var í gær. Við gerðum lag sem heitir Öll í kór. Þetta var mjög skemmtileg vinna. Við fengum fjórtán gestasöngvara til þess að syngja með okkur. Við gerðum líka myndband við lagið ásamt Saga Film.

Tónlist

Legend rýkur upp listana vestanhafs

Ný plata sveitarinnar Legend, með Krumma Björgvinsson, fremstan í flokki, rýkur upp sölulista iTunes vestanhafs. Fór inn á topp 20 í Kanada á nokkrum dögum og er að nálgast topp 100 í Bandaríkjunum.

Tónlist

Tvær plötur frá ADHD

Hljómsveitin ADHD hefur gefið út plöturnar ADHD 3 og ADHD 4. Upptökurnar fóru fram í Logalandi í ágúst og áttu upphaflega að vera fyrir eina plötu. <br /> Tónlistinni svipar til þess sem hljómsveitin hefur áður gert og ferðast plöturnar bæði fram og til baka í dýnamík og lagasmíðum. Fyrri plöturnar tvær hafa hlotið mikið lof hjá gagnrýnendum og tónlistarunnendum.

Tónlist

Ocean á plötu ársins

Ef rýnt er í erlenda árslista á bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean plötu ársins, Channel Orange. Jack White og Kendrick Lamar eru líka ofarlega á blaði.

Tónlist

Lítill áhugi á Lady Gaga

Ekki er uppselt á tónleika poppstjörnunnar Lady Gaga í Ósló í kvöld. Um 25 þúsund miðar eru í boði en norskir tónlistarspekingar segja tónleikahaldara hafa ofmetið áhuga Norðmanna á söngkonunni.

Tónlist

Eno lýsir upp skammdegið

Brian Eno er einn af frumkvöðlunum í popptónlist síðustu áratuga. Hann var m.a. einn af þeim fyrstu til að búa til ambient-tónlist, sem á íslensku er yfirleitt kölluð sveimtónlist, en hefur líka verið kölluð hughrifatónlist.

Tónlist