Tíska og hönnun

Breytir þekktum vörumerkjum í rúnaletur

Sigurður Oddsson hönnuður opnar sýningu í Þjóðminjasafninu á miðvikudaginn næsta þar sem hann sýnir rúnaútgáfur af þekktustu merkjum Íslandssögunnar. Hugmyndin spratt meðal annars frá heimsókn Sigurðar í Hagia Sophia þar sem hann sá veggjakrot víkinga.

Tíska og hönnun

Frá London til Patreksfjarðar

Hjónin Julie Gasiglia og Aron Ingi Guðmundsson standa að baki hönnunarstúdíóinu Býflugu. Þau kynnust í heimalandi julie, Frakklandi en hún hefur tekið ástfóstri við Ísland. Í leit að einfaldari lífsstíl fluttu þau frá London til Patreksfjarðar og gera þar upp 118 ára gamalt hús. Julie segir hönnuði heppilega geta unnið hvar sem er.

Tíska og hönnun

Götutíska Borgarholtsskóla

Litrík og hressandi götutíska var allsráðandi á Skóhlífadögum í Borgarholtsskóla sem standa núna yfir. Fréttablaðið leit inn og myndaði hressa og káta krakka á göngum skólans.

Tíska og hönnun

Körlunum ekki sama um skeggið

Pálmar Magnússon hársnyrtir hlaut viðurkenningu á árlegri nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík síðastliðinn laugar­dag. Hann fann sína hillu í skeggsnyrtingu og herraklippingum eftir að hafa lært logsuðu og málmsmíði. Hann segir skeggjaða karlmenn hafa miklar skoðanir á skegginu á sér.

Tíska og hönnun

Inklaw sýnir á RFF

Strákarnir sem standa á bak við fatamerkið Inklaw verða meðal sýnenda á RFF, Reykjavik Fashion Festival, sem fram fer í Hörpu dagana 23. til 25. mars. Guðjón Geir Geirsson segir það mikinn heiður.

Tíska og hönnun

Hreinsar hugann með því að farða sig

Förðunarfræðingurinn Vala Fanney Ívarsdóttir er dugleg við að deila fróðleik um förðun á netinu, bæði á bloggiu Kalon.is og YouTube. Vala er líka virk á samfélagsmiðlum og birtir reglulega förðunarmyndir á Instagram. Lífið fékk að yfirheyra Völu um allt sem tengist förðun.

Tíska og hönnun

Gæti ekki verið stoltari af samstarfinu

Breski listamaðurinn James Merry er þekktur fyrir vinnu sína með Björk Guðmundsdóttur en hann er maðurinn á bak við grímurnar sem prýða gjarnan andlit hennar þegar mikið liggur við. Nýverið birti Merry myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann fer yfir verk sín sem hann hefur unnið fyrir Björk síðastliðin átta ár. Þar segist hann ekki geta verið stoltari né ánægðari með samstarf þeirra og "grímuævintýrið“ forvitnilega.

Tíska og hönnun

Rándýrt skart þeirra ríku og frægu

Jennifer Lopez fékk nýverið demantshálsmen í gjöf frá nýja kærastanum, tónlistarmanninum Drake. Hálsmenið kostaði sem nemur um 11,5 milljónum íslenskra króna miðað við núverandi gengi, sem er nú víst ekki neitt miðað það sem gengur og gerist í Hollywood.

Tíska og hönnun

Nýja línan er inn­blásin af drauma­heiminum

Nýjasta lína fatahönnuðarins Hildar Yeoman var að koma í sölu en línan var frumsýnd í sumar á Listahátíð við góðar undirtektir. Hildur segir þessa nýju línu vera nokkuð frábrugðna eldri línum en í henni leynast meðal annars kápur, kjólar og hátíðlegt skart.

Tíska og hönnun

Segir skilið við Júniform

Birta Björnsdóttir fatahönnuður hefur sagt skilið við fatamerkið Júniform sem flestar ef ekki allar íslenskar stelpur kannast við. Hún er nú komin með nýja línu á markaðinn og ber hún nafnið By Birta.

Tíska og hönnun

Alicia Keys með íslenska slæðu

Ingibjörg Gréta Gísladóttir leikkona fer ekki troðnar slóðir í lífinu. Hún ákvað að snúa baki við leiklistinni og hefja framleiðslu á silkislæðum. Meðal þeirra sem skarta slæðum eru Alicia Keys og Kardashian-systur.

Tíska og hönnun

Langar að líta út eins og 2007-hnakki

Jóhann Kristófer Stefánsson tók nýverið við sem yfirhönnuður hjá fatamerkinu JÖR ásamt fatahönnuðinum Steinunni Eyju Halldórsdóttur. Jóhann er þó ekki menntaður fatahönnuður heldur er hann sviðshöfundur sem er góður grunnur fyrir fyrir alla sköpun að hans mati.

Tíska og hönnun