Lífið

Heldur stærstu tón­­leika sumarsins komin 35 vikur á leið

Sigríður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ólafs, er ein af skipuleggjendunum bak við tónleika breska rapparans Skepta í Valshöllinni 1. júlí næstkomandi. Ekki nóg með að halda eina stærstu tónleika sumarsins heldur verður Sigga komin 35 vikur á leið þegar tónleikarnir fara fram.

Lífið

„Flík lítur aldrei vel út á manneskju sem líður illa í henni“

Stílistinn og listræni stjórnandinn Ellen Loftsdóttir er sérfræðingur þegar það kemur að tísku og hefur unnið í heimi tískunnar í áratugi. Hún var meðal annars stílisti Systra á Eurovision í ár og hefur unnið með einhverjum stærstu tískuhúsum heimsins. Ellen klæðist gjarnan svörtu og segir innsæið sterkasta tólið við að finna sinn eigin stíl. Ellen Loftsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

Svala Björgvins komin á fast

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir er komin með nýjan kærasta, Alexander Egholm Alexandersson, og segist vera mjög hamingjusöm. Parið hefur verið að stinga saman nefjum í nokkrar vikur og eru nú komin á fast.

Lífið

Tónlistarunnendur orðnir spenntir fyrir Þjóðhátíð

Söngkonan Klara Elias situr í fimmta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt og hefur hækkað sig um tólf sæti frá því í síðustu viku. Nú eru tæpar fimm vikur í Þjóðhátíð og út frá hækkandi vinsældum lagsins má gera ráð fyrir því að tónlistarunnendur séu orðnir spenntir fyrir Þjóðhátíð.

Tónlist

„Ég leyfi mér að dreyma“

Leikkonan og lífskúnstnerinn Katla Þórudóttir Njálsdóttir hefur vakið athygli fyrir sköpunargleði sína í íslensku samfélagi, meðal annars með þátttöku sinni í Söngvakeppni Sjónvarpsins og í hlutverki sínu í sjónvarpsseríunni Vitjanir. Katla leyfir sér að dreyma, reynir alltaf að hafa eitthvað að gera og reynir að hafa húmorinn í fyrirrúmi. Katla er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið

„Þannig varð nekt mjög eðlilegt viðfangsefni fyrir mér“

Listamaðurinn Mateusz Hajman stendur fyrir einkasýningunni Sirens of Poland á Café Pysju en sýningin opnar klukkan 14:00 á morgun, laugardaginn 25. júní. Hajman, sem kemur frá Póllandi, er talsvert þekktur meðal sinnar kynslóðar í heimalandinu og víðar, sérstaklega fyrir nektarljósmyndir sínar af ungum konum. Á þessari sýningu býður hann upp á fjölbreytt úrval ljósmynda með sumarþema og nekt en blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá hans hugarheimi.

Menning

„Ég er stærsti aðdáandi hennar“

Felix Bergsson og tengdadóttir hans Þuríður Blær Jóhannsdóttir tala saman inn á sögurnar um Ævintýri Freyju og Frikka sem Felix sjálfur er rithöfundurinn að og segir viðtökurnar hafa farið vonum framar. 

Lífið

„Krabbamein fer ekki í sumarfrí“

Þær Svanheiður Lóa Rafnsdóttir brjóstaskurðlæknir og yfirmaður brjóstamiðstöðvar Landspítalans og Ólöf Kristjana Bjarnadóttir, brjóstakrabbameinslæknir, vilja hvetja allar konur til þess að þekkja líkamann sinn vel, þreifa brjóstin reglulega og mæta í skoðun þegar kallið kemur.

Lífið

„Við erum komin til þess að hafa mök“

Kyn­fræðing­ur­inn Sig­ríður Dögg Arn­ar­dótt­ir og Sæv­ar Eyj­ólfs­son gengu nýlega í hjónaband þar sem dragdrottning í New York gaf þau saman eftir að hafa byrjað sambandið sitt í gegnum Tinder reikning vinkonu Siggu Daggar sem „matchaði“ við hann.

Lífið

Ástarsaga Meryl Streep er betri en í bíómyndunum

Hin ofurglæsilega leikkona Meryl Streep fagnaði 73 ára afmæli sínu í gær, þann 22. júní. Oft hefur verið talað um Meryl sem bestu leikkonu sinnar kynslóðar en hún hefur ekki síður vakið mikla aðdáun fólks fyrir sterkan og einkar sjarmerandi persónuleika. 

Lífið

„Restin í hárið“ reglan gildir í Flonkyball

FM957 og Flonky samband Íslands slá upp Íslandsmeistaramóti í Flonkyball 2022 í samstarfi við Tuborg þann 25. júní við Bæjarbíó í Hafnarfirði. Markmið leiksins er auðvelt: Allir í þínu liði þurfa að klára úr sínum dósum á undan andstæðingnum!

Lífið samstarf

Menningarveisla í Fjarðabyggð

Innsævi, menningar- og listahátíð Fjarðabyggðar hefst í dag. Hátíðin er nú haldin í annað sinn og teygir dagskráin sig frá Mjóafirði til Breiðdalsvíkur. Jóhann Ágúst Jóhannsson, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar sem heldur utan um Innsævi, segir hátíð sem þessa mikilvæga samfélaginu og hafi margvísleg jákvæð áhrif.

Lífið samstarf

Rebel Wilson er á Íslandi

Leikkonan Rebel Wilson er stödd á Íslandi ásamt kærustu sinni Ramonu Agruma. Hún birti mynd af sér þar sem hún var í miðnætursundi og af parinu í þyrluferð. Miðað við textann sem fylgir myndunum þykir þeim heldur kalt á landinu. 

Lífið

Daníel Ágúst er fjórði Idol-dómarinn

Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land.

Lífið