Lífið

Hafa byggt upp stærsta æðar­varp landsins í 22 ár

Fuglaþorpið Sævarendi er í Loðmundarfirði en þar er sennilega stærsta æðarvarp á Íslandi, með um sexþúsund hreiður og tólfþúsund fugla. Hjónin Ólafur Aðalsteinsson og Jóhanna Óladóttir eru æðarbændur af lífi og sál og hafa byggt upp æðarvarpið í Sævarenda í 22 ár. Ljósmyndarinn Rax heimsótti hjónin og tók myndir af æðarvarpinu og íbúum þess.

Menning

Klara í fyrsta sæti íslenska listans

Söngkonan Klara Elias situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt. Lagið kom út 7. júní síðastliðinn og hefur óðfluga hækkað sig upp listann að undanförnu.

Tónlist

Joe Turkel er látinn

Bandaríski leikarinn Joe Turkel er látinn 94 ára að aldri. Turkel er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum The Shining og Blade Runner.

Lífið

Finnst ekkert skemmtilegra en fáránlegar keppnir og áskoranir

Glódís Guðgeirsdóttir er 28 ára gamall lífskúnstner, jarðfræðingur, fimleikastelpa, móðir, vinkona og ýmislegt annað og lýsir sjálfri sér sem ofsalegri stemningskonu. Hún elskar góðan kaffibolla og kvöldsund og passar sig að fara reglulega út fyrir þægindarammann. Glódís er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið

Vika 5: Hvar er Magnús Hlynur?

Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður flakkar um landið í sumar og tekur fyrir eitt bæjarfélag í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardögum. Hér á Vísi birtum við lauflétta getraun á laugardagsmorgnum.

Ferðalög

Vann eftir­sótt verð­laun með frum­raun sinni

Lilja Cardew vann kápuverðlaun bókaútgefandans Penguin á dögunum fyrir hennar hugmynd af kápu bókarinnar Diary of a Young Naturalist. Þetta var í fyrsta sinn sem Lilja teiknaði bókakápu en 1.500 manns tóku þátt í keppninni.

Lífið

Gáfu börnum með einhverfu Lúllu

Fyrirtækið RóRó sem hannar og gefur meðal annars út Lúlla Doll vöruna gaf á dögunum yfir hundrað vörur til barna með einhverfu og eru sum barnanna sem fengu dúkkuna búsett í Úkraínu.

Lífið

Afmælisútgáfa Dýrðar í dauðaþögn

Ásgeir Trausti endurgerði plötuna „Dýrð í dauða þögn“ í sérstakri afmælisútgáfu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að hún kom upprunalega út. Afmælisútgáfan lenti í dag, á afmælisdegi kappans og inniheldur einnig fjögur áður óútgefin lög.

Lífið

„Viljum fá fólk til að koma auga á það sem hér leynist“

Finnbogi Pétursson myndlistarmaður opnar sýningu í Hillebrandtshúsinu í gamla bænum á Blönduósi á morgun klukkan 16:00. Um er að ræða nýtt verk eftir listamanninn sem fengið hefur nafnið FLÓI. Hjónin Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius standa fyrir sýningunni en blaðamaður tók púlsinn á Finni.

Menning

Hróarskelda loksins haldin

Danska tónlistarhátíðin Hróarskelda fer fram dagana 25. júní til 2. júlí í fyrsta skipti síðan 2019. Einnig er verið að halda upp á fimmtíu ára afmæli hátíðarinnar sem átti þó í raun að vera fagnað í fyrra en Hróarskelda fór fram í fyrsta skipti árið 1971. 

Lífið

Enn bætist í dagskrána á Þjóðhátíð

Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún, Ragga Gísla, Hreimur, Aldamótatónleikarnir og Herbert Guðmundsson bætast á sívaxandi lista þeirra sem munu koma fram á Þjóðhátíð í ár. Þetta verður frumraun Herberts í dalnum. 

Lífið

Fyrsta úthlutun Elsusjóðs

Fyrsta úthlutun úr Elsusjóð hefur verið veitt en styrkir úr sjóðnum eru ætlaðir þeim einstaklingum sem stunda háskólanám og eru með endómetríósu. Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 með dánargjöf frá Elsu Guðmundsdóttur sem barðist við endómetríósu.

Lífið

Minecraft-spilarinn Technoblade er látinn

Bandaríski Minecraft-spilarinn sem gekk undir nafninu Technoblade er látinn, 23 ára að aldri. Technoblade starfrækti gríðarvinsæla rás á YouTube þar sem hann birti Minecraft-myndbönd, en alls var hann með um tíu milljónir fylgjenda.

Leikjavísir

Eignum Boseman skipt jafnt milli ekkju hans og foreldra

Þegar leikarinn Chadwick Boseman lést fyrir tveimur árum hafði ekki verið gerð erfðaskrá og því ekki ljóst hvernig ætti að skipta eignum hans. Nú hefur verið ákveðið að eftirlátnar eignir Boseman, um 2,5 milljónir bandaríkjadala, muni skiptast jafnt á milli foreldra Boseman og ekkju hans.

Lífið