Lífið

Með nælu og hatt til heiðurs langömmu

Mæðgurnar Katrín prinsessa af Wales og Karlotta heiðruðu minningu Elísabetar II Bretadrottningar við útför hennar í dag með skartgripavali sínu. Útförin fór fram í West­minster Abbey í Lundúnum og var henni streymt hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.

Lífið

Fögnuðu saman nýjasta samstarfinu

Lína Birgitta Sigurðardóttir, Sólrún Diego og Gurrý Jónsdóttir, þáttastjórnendur hlaðvarpsins Spjallið, hafa gefið út nýtt partýspil. Björn Bragi Arnarson gefur út spilið en hann gaf einnig út skipulagsdagbækur Sólrúnar, auk bókanna Heima og Skipulag.  

Lífið

Enduðu á því að taka raðhúsið úti á Nesi í gegn

Sirrý Ósk Bjarnadóttir og Óskar Reynisson keyptu sér raðhús á Seltjarnarnesi. Þau ætluðu fyrst bara að þrífa og mála, taka eldhúsið í gegn en tóku svo ákvörðun um að taka húsið allt í gegn, breyta baðinu, setja gólfhita og margt fleira.

Lífið

Bókmenntahátíðir eru „hæklass“ útgefendaböll

Nú er blásið til mikillar bókamessu í Gautaborg, eftir að allt slíkt hefur legið í láginni á Covid-tímum og því mikil eftirvænting meðal bókmenntafólks. Fulltrúar Íslands verða rithöfundarnir Einar Kárason og Guðrún Eva Mínervudóttir.

Menning

Stjörnulífið: Eddan, kynjaboð og hundrað mílur

Eddan átti hug og hjörtu landsmanna á sunnudagskvöldið þar sem verðlaun voru veitt fyrir íslenskt sjónvarpsefni. Ítalía heldur áfram að vera vinsæll áfangastaður hjá ferðaþyrstum Íslendingum og listamenn vinna að nýju efni fyrir veturinn. 

Lífið

Hrella starfsfólk matvöruverslana með fáránlegum spurningum

Fjallað var um útgáfu okkar tíma af hinni klassísku földu myndavél í Íslandi í dag á miðvikudag. Þar voru sýnd brot af TikTok-aðgangi íslenskra ungmenna, sem leggja það í vana sinn áhorfendum sínum til gamans að hrella starfsfólk matvöruverslana með óraunhæfum spurningum um staðsetningu ákveðinna vöruflokka.

Lífið

Dýrið sankaði að sér verðlaunum

Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins.

Bíó og sjónvarp

„Algjörlega laus við áhrif frá púkanum“

Virk tónlistariðkun Unnsteins Manuels sat aðeins á hakanum í byrjun námsins í kvikmyndaskóla í Berlín. Hann tók því meðvitaða ákvörðun til að bregðast við þessu og sagði hann frá því í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Amatör. 

Tónlist

Giftist þeirri fyrstu sem hann hitti á Tinder

Hjónin Stein­þór Helgi Arn­steins­son og Gló­dís Guð­geirs­dóttir giftu sig við há­tíð­lega at­höfn á Flat­eyri í ágúst. Þau kynntust í gegn um stefnu­móta­for­ritið Tinder fyrir sex árum síðan en Gló­dís var sú fyrsta sem Stein­þór „matsaði“ við á for­ritinu.

Lífið

„Vorum öll í sjöunda himni og með gæsahúð“

Uppskrifta- og bókahöfundurinn Linda Ben giftist kærasta sínum til þrettán ára, Ragn­ari Einarssyni, á Ítalíu í vikunni. Saman eiga þau tvö börn. Lífið á Vísi náði tali af henni þar sem hún nýtur lífsins í sólinni á bleiku skýi eftir stóra daginn.

Lífið

Fyrst dó Guð svo ástin

„Guð er dáinn,” sagði þýski heim­spekingurinn Fri­edrich Nietzsche og vildi þannig lýsa hnignun grund­vallar­við­horfa og gilda í 19. aldar sam­fé­lagi, sem höfðu lengi byggst á föstum trúar­skoðunum. Nú 150 árum síðar slengja sumir fé­lags­fræðingar því sama fram um ástina. Og það er tækni­byltingin sem er að drepa hana að þeirra mati.

Lífið

„Finnst lítið spennandi að fara í jakkaföt og skyrtu“

Förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason hefur starfað innan tískuheimsins í langan tíma og farðað hinar ýmsu stórstjörnur, á borð við Íslandsvinkonuna Katy Perry og Dua Lipa. Hann elskar hvað tískan er breytileg og hefur farið í gegnum ólík tímabil í klæðaburði en hallast núna að andro stíl og hefur alltaf verið hrifinn af litum og munstrum. Ísak Freyr er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

Flottur harmoníkuleikari úr Skagafirði

Einn efnilegasti og flottasti harmoníkuleikari landsins, Jón Þorsteinn Reynisson, sem er úr Skagafirði en býr á Akureyri hefur nú lokið framhaldsnámi við Konunglega danska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn í harmonikuleik. Hann spilar á takkaharmonikku.

Lífið

„Victoria's Secret er gamall maður sem býr í Ohio“

Tónlistarkonan Jax situr í þrettánda sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Victoria's Secret. Lagið er ádeila á undirfatarisann þar sem Jax syngur meðal annars um skaðlega fegurðarstaðla og segir Victoria's Secret einfaldlega vera gamlan mann sem býr í Ohio.

Tónlist

„Það er ekkert sem er manni óviðkomandi“

Chanel Björk er baráttu- og fjölmiðlakona sem berst fyrir fjölbreytileika þjóðarinnar. Hún var valin í hóp topp tíu framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2021 og lýsir sér meðal annars sem miklum pælara. Chanel Björk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið

Fyrstur manna á forsíðu breska Vogue

Leikarinn Timothée Chalamet fékk þann heiður að vera fyrstur manna til þess að sitja einn á forsíðu tímaritsins breska Vogue. Þar fetar hann í fótspor söngvarans Harry Styles, sem var fyrsti maðurinn til þess að gera slíkt hið sama hjá ameríska Vogue árið 2020.

Lífið