Lífið

Um 800 manns mættu á Stóðhestaveislu

Um átta hundruð manns mættu í Ölfushöllina á Ingólfshvoli í gærkvöldi til að sjá allra flottustu stóðhesta landsins spretta úr spori og kynna sig fyrir sumarið. Ellefu og tólf ára frænkur stálu hins vegar senunni á sýningunni þar sem þær gáfur ekki tommu eftir í reiðmennskunni.

Lífið

Hin­rik Örn kokkur ársins

Hinrik Örn Lárusson sigraði í gær í keppninni Kokkur ársins 2024. Hinrik starfar hjá Lux en Ísak Aron Jóhannsson hjá Zak veitingar hafnaði í öðru sæti og Viktor Pálsson hjá Speilsalen í Noregi var í því þriðja.

Lífið

„Stundum þarf enga bé­vítans heimild“

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid veittu verðlaun í flokknum Heimildamynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Guðni notaði tækifærið og impraði á mikilvægi þess að geta heimilda og að hafa eitthvað fyrir sér. Eliza sagði hann yfirleitt skemmtilegri en þetta á laugardagskvöldum. 

Lífið

Hámhorfið: Hvað eru landsliðskonur í knatt­spyrnu að horfa á?

Sunnudagar eru uppáhalds dagar sumra sem njóta þess til dæmis að sofa út og kveikja svo á sjónvarpinu. Með offramboði af streymisveitum, þáttaseríum og kvikmyndum gætu sumir þó veigrað sér frá því að kveikja á imbanum sökum valkvíða. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks í Hámhorfinu þar sem ýmsar hugmyndir af sjónvarpsglápi koma fram. 

Bíó og sjónvarp

„Ég vil fræða en ekki hræða“

„Við erum allan daginn að anda að okkur eða komast í snertingu við hin og þessi efni, það er óhjákvæmilegt. Hvort sem það eru raftækin sem við notum, eldhúsáhöldin, matvælaumbúðirnar, rúmdýnurnar sem við sofum á, kertin sem við kveikjum á,“ segir Sunneva Halldórsdóttir meistaranemi í líf og læknavísindum.

Lífið

Fegurðin og gleðin í mynd­listinni

Starfsemi Myndlistarfélags Árnessýslu blómstrar nú sem aldrei fyrr því félagsmönnum fjölgar og fjölgar og myndlistarsýningum í takt við það. Nýjasta sýningin, sem heitir "Gróskan” hefur verið opnuð í blómabænum Hveragerði.

Lífið

Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur

Kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut alls níu Eddur þegar á verðlaunafhending á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fór fram við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Myndin hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn, handrit, leikara og leikkonu í aðalhlutverki, auk þess að hreppa eftirsótta titilinn kvikmynd ársins.

Menning

„Við eigum ekki hvor aðra heldur veljum við hvor aðra“

Eva Jenný Þorsteinsdóttir myndlistakona og Elísabet Blöndal ljósmyndari kynntust árið 2012 en leiðir þeirra lágu þó ekki saman fyrr en um tveimur árum síðar. Síðan þá hafa þær trúlofað sig, gengið í hjónaband og eignast saman tvö börn, þau Árna Styrmi og Kolfinnu.

Makamál

Þurfti að flýja skot­á­rás í Mexíkó

Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld lét langþráðan draum rætast fyrir hálfu ári og hélt einn af stað í mótorhjólaferð þvert yfir Bandaríkin, áleiðis til Suður Ameríku. Ferðalagið stendur enn yfir og lokaáfangastaðurinn er Ríó de Janeiro í Brasilíu.

Lífið

„Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á“

„Það eru margir sem eru búnir að hlusta á plötuna og segja vá ég var ekki að búast við þessu frá þér. Ég veit ekki hvort að það sé jákvætt eða neikvætt,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið

Nýr söng­leikur byggður á lögum Unu Torfa: „Ég kol­féll fyrir henni“

Nýr íslenskur söngleikur, byggður á tónlist Unu Torfadóttur, verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu í febrúar á næsta ári. Ásamt Unu mun Unnur Ösp Stefánsdóttir semja söngleikinn sem mun fjalla um ungt fólk á tímamótum menntaskólaáranna. Unnur Ösp segir spennandi að semja verk um raunir og áskoranir ungs fólks sem mun tala beint inn í íslenskt samfélag.

Lífið

Tæknidagur fjöl­skyldunnar í Nes­kaup­stað

Það verður mikið um að vera í Neskaupstað í dag því Verkmenntaskóli Austurlands stendur fyrir Tæknidegi fjölskyldunnar þar, sem hægt verður að kynnast nýjustu tækni, vísindum, nýsköpun og þróun á Austurlandi.

Lífið

Ís­lenskur veitinga­staður slær í gegn í Dan­mörku

Fyrir rúmum tveimur árum ákváðu Geir Magnússon og Elín Fjóla Jónsdóttir að rífa sig upp með rótum og flytja búferlum til Danmerkur ásamt fimm börnum. Þau voru ekki með neina fasta vinnu í hendi og renndu blint í sjóinn. Í dag reka þau veitingastaðinn Esja Bistro sem er orðinn þekktur sem „íslenski veitingastaðurinn“ í bænum Hobro á Jótlandi. 

Lífið

Ætlar aldrei að setjast í helgan stein

Haukur Halldórsson er 87 ára gamall og nú hefur Street Art Norge ákveðið að halda sérstaka sýningu honum til heiðurs. Á sýningunni getur að líta verk sem Haukur hefur unnið víðs vegar um heiminn í sex áratugi.

Menning

„Ég hef aldrei fylgt reglunum“

„Mér finnst þetta mjög spennandi tími núna en maður segir það alltaf held ég. Lífið á að vera síbreytilegt og það á að vera krefjandi. Þegar það skýtur manni úr kanónunni þá er betra að kunna að lenda,“ segir tónlistarkonan Emilíana Torrini. Blaðamaður ræddi við hana um viðburðaríkan feril hennar, tilveruna, væntanlega plötu hennar, samstarfið við Kylie Minogue og margt fleira.

Tónlist

For­setinn í alls konar stellingum á Nesinu

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetahjón fögnuðu með íbúum Seltjarnarnesbæjar á fimmtíu ára kaupstaðarafmæli bæjarins á dögunum. Hjónin vörðu öllum deginum á Nesinu enda um stór tímamót að ræða og frábær stemning í bænum.

Lífið

Snjallar, ein­faldar og töff hug­myndir fyrir veisluborðin

Nú er veislu tímabilið framundan með útskriftum og skemmtilegum veislum. Æistakonan Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir og fjölmiðlakonan Sjöfn Þórðardóttir sýndu Völu Matt í Íslandi í dag hugmyndir fyrir veisluborð, þar sem er margt forvitnilegt og skemmtilegt að sjá.

Lífið

„Heilt ár af því að upp­lifa lífið án deyf­ing­ar“

Bergrún Íris Sæv­ars­dótt­ir rit- og myndhöfundur fagnaði eins árs edrúafmæli í gærkvöldi á Hamborgarafabrikkunni ásamt fjölskyldu sinni. Hún segist taka einn dag í einu þar sem alkahólismi er mun flóknari sjúkdómur en það eitt að leggja frá sér glasið.

Lífið

Bjark­ey stal senunni á fyrsta ríkis­stjórnar­fundi Bjarna

Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktsonar kom saman á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í morgun. Ríkisstjórnin var kynnt á þriðjudaginn og lyklaskipti fóru fram á miðvikudagsmorgun. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra skartaði rauðri blússu og svörtu pilsi í tilefni dagsins.

Lífið

„Dísa er fyndnasta manneskja sem ég þekki“

Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson sendi unnustu sinni, listakonunni Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur, hjartnæma afmæliskveðju á Instagram. Hann segir sérhvert ástarlag hans samið um hana og vonist til að ófædd dóttir þeirra líkist móður sinni sem mest.

Lífið

Lést korn­ungur og ótryggður frá fjöl­skyldunni

Bjarki Gylfason lést ótryggður í faðmi fjölskyldu sinnar í lok mars aðeins 36 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Honum var ókleift að tryggja sig fyrir alvarlegum áföllum vegna þess að hann var með sáraristilbólgu. Söfnun hefur verið komið af stað fyrir fjölskyldu hans og verða haldnir minningar-og styrktartónleikar á Sviðinu Selfossi 17 apríl næstkomandi. 

Lífið