Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Atli Ísleifsson skrifar 20. maí 2025 08:26 Júrí Grígorovitsj í Bolshoj-ballettnum árið 2011 í tengslum við uppsetningu á Þyrnirós. AP Hinn rússneski Júrí Grígorovitsj, einn virtasti ballettdanshöfundur heims og listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins í Moskvu til áratuga, er látinn.Hann varð 98 ára. Grígorovitsj var listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins í Moskvu á árunum 1964 og 1995 og segir í frétt BBC að hann sé sagður hafa haft járnaga á starfsfólki ballettsins. Uppsetningar Grígorovitsj á verkum á borð við Ivan grimma og Rómeó og Júlíu eru sagðar hafa mótað sovéskan ballett og var Grígorovitsj lofað fyrir að hafa blásið nýju lífi í ballettdans karlmanna. Grígorovitsj fæddist árið 1927 og stundaði ballettnám undir handleiðslu hins virta Vaslav Nijinskí og vann sem dansari við Kírov-ballettinn í Pétursborg áður en hann sneri sér að listrænni stjórnun. Brotthvarf hans frá Bolshoj-ballettnum árðið 1995, í miðri kjaradeilu dansara, leiddi til fyrsta verkfalls dansara við ballettinn í tvö hundruð ára sögu þess. Vakti það mikla athygli þegar einn dansarinn tilkynnti áhorfendum í miðri sýningu að sýningin myndi falla niður vegna kjaradeilunnar. Eftir að Grígorovitsj hætti hjá Bolshoj 1995 flutti hann til Krasnodar og stofnaði nýjan ballett en sneri aftur til Bolshoj í Moskvu árið 2008 sem danshöfundur og ballettmeistari. Eiginkona hans, ballerínan Natalia Bessmertnova, lést árið 2008. Andlát Ballett Dans Rússland Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Grígorovitsj var listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins í Moskvu á árunum 1964 og 1995 og segir í frétt BBC að hann sé sagður hafa haft járnaga á starfsfólki ballettsins. Uppsetningar Grígorovitsj á verkum á borð við Ivan grimma og Rómeó og Júlíu eru sagðar hafa mótað sovéskan ballett og var Grígorovitsj lofað fyrir að hafa blásið nýju lífi í ballettdans karlmanna. Grígorovitsj fæddist árið 1927 og stundaði ballettnám undir handleiðslu hins virta Vaslav Nijinskí og vann sem dansari við Kírov-ballettinn í Pétursborg áður en hann sneri sér að listrænni stjórnun. Brotthvarf hans frá Bolshoj-ballettnum árðið 1995, í miðri kjaradeilu dansara, leiddi til fyrsta verkfalls dansara við ballettinn í tvö hundruð ára sögu þess. Vakti það mikla athygli þegar einn dansarinn tilkynnti áhorfendum í miðri sýningu að sýningin myndi falla niður vegna kjaradeilunnar. Eftir að Grígorovitsj hætti hjá Bolshoj 1995 flutti hann til Krasnodar og stofnaði nýjan ballett en sneri aftur til Bolshoj í Moskvu árið 2008 sem danshöfundur og ballettmeistari. Eiginkona hans, ballerínan Natalia Bessmertnova, lést árið 2008.
Andlát Ballett Dans Rússland Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira