Lífið

Giftu sig á Hlévangi svo faðir brúðarinnar gæti verið með

Kara Tryggvadóttir og Eysteinn Sindri Elvarsson höfðu lengi ætlað að láta pússa sig saman. Þegar þau tíðindi bárust að brugðið gæti til beggja vona hjá föður Köru biðu þau ekki boðanna. Blásið var til brúðkaups á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Reykjanesbæ svo faðir brúðarinnar gæti fylgt litlu stelpunni sinni upp að altarinu.

Lífið

„Er klár­lega með breiðara bak í dag“

„Það er alltaf svolítið áhugavert þegar að fólk kemur upp að manni og segir: Vá, ég hélt að þú værir allt öðruvísi. Ég viðurkenni alveg að mér finnst það skrýtin athugasemd, manni líður eins og fólk sé að segja: Ég hélt að þú værir ótrúlega heimsk og vitlaus og þú ert það ekki,“ segir útvarps- og sjónvarpskonan Jóhanna Helga Jensdóttir.

Lífið

Það verður gott að sakna Auðar Haralds og muna hana

Í dag kvöddu ættingjar og vinir Auði Haralds í einstaklega fallegri athöfn í Hallgrímskirkju. Tónlistin í höndum karlakórsins Voces Masculorum með frábærum einsöng Þorsteins Freys Sigurðssonar við píanóundirleik Sveins Arnars Sæmundssonar. Karl V. Matthíasson þjónaði fyrir altari og gerði það fallega og einlæglega og lýsti Auði vel og af virðingu í minningarorðum.

Lífið

„Mætti halda að það væri bón­orð í brekkunni“

Kristín Pétursdóttir, leikkona, flugfreyja og áhrifavaldur, og Þorvar Bjarmi Harðarsyni handboltaþjálfari, hafa notið fríska loftsins og skíðað um austurísku alpana undanfarna daga. Ástin virðist blómstra miðað við myndbirtingar á samfélagsmiðlum.

Lífið

Myndaveisla: Dagur B fékk við­stadda til að sperra upp eyrun

Um sjö hundruð háskólanemar mættu í eina stærstu vísindaferð landsins til að kynna sér frumkvöðlakeppnina Gulleggið í Grósku á dögunum. KLAK - Icelandic Startups stóð fyrir viðburðinum sem hefur fest sig í sessi meðal eftirsóttustu viðburða hjá nemendum háskóla landsins.

Lífið

„Það er svo mikil pressa í nú­tíma sam­fé­lagi“

Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Beta Ey, segist þakklát fyrir að samfélagsmiðlar hafi ekki verið hluti af lífi hennar sem óöruggur unglingur. Hún segir tilkomu miðlanna ýta undir óraunhæfar kröfur og samanburð meðal ungmenna.

Lífið

Sjóð­heit föstu­dags förðunartrend

Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg fylgist grannt með nýjum tískubylgjum innan förðunarheimsins og passar upp á að vera með puttann á púlsinum. Blaðamaður heyrði í honum og fékk hann til að deila nokkrum heitum og vinsælum förðunartrendum með lesendum Lífsins.

Lífið

„Hvaða sögu viltu fá?“

Idol-stjarnan Saga Matthildur Árnadóttir gaf út lagið Hvaða sögu viltu fá? á miðnætti sem er fyrsta smáskífa hennar af væntanlegri stuttskífu plötu. Frumflutningur lagsins verður í beinni útsendingu í Idol á Stöð 2 í kvöld. 

Lífið

Katrín fékk gervipíku að gjöf

Þrír ráðherrar af ellefu ráðherrum hafa birt lista á vef stjórnarráðsins yfir þær gjafir sem þeir fengu í embætti árið 2023. Það er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lífið

Theo­dóra Mjöll og Þór opin­bera kynið

Theodóra Mjöll Skúladóttir, hárgreiðslukona og vöruhönnuður, og Þór Steinar Ólafs knattspyrnuþjálfari eiga von á dreng. Parið greindi frá gleðitíðindunum í í hringrásarfærslu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi.

Lífið

„Skyndi­lega varð allt þess virði“

Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttakona eignaðist stúlku 14. janúar síðastliðinn. Fæðingin var löng og erfið og var ákveðið að koma stúlkunni í heiminn með bráðakeisara.

Lífið

Þrír kið­lingar fæddir – Vorstemming í sveitinni

Þrír kiðlingar voru að koma í heiminn á bæ á Skeiðunum en einn þeirra fæddist á gos daginn í Grindavík og fékk að sjálfsögðu nafnið Gosa því hún er huðna. Þá eru hinir tveir kiðlingarnir með nöfn handboltastráka í íslenska landsliðinu.

Lífið

Andrea Róberts selur í Garða­bænum

Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri hjá FKA, hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt við Tjarnarflöt í Garðabæ á sölu. Húsið var byggt árið 1967 og er á einni hæð. Ásett verð er 189 milljónir.

Lífið