Lífið

Bretar í á­falli eftir inn­slag úr heimildaþáttum um Ísland

Við­brögð við fyrsta þætti bresku sjón­varps­stjörnunnar Alexanders Armstrong í nýrri heimilda­þátta­seríu hans um Ís­land hafa ekki látið á sér standa. Þar heim­sækir Alexander helstu túr­ista­staði landsins en það er Reður­safnið sem vekur helst at­hygli breskra á­horf­enda.

Lífið

Góðvild: Tækifæri ungs fatlaðs fólks óásættanleg

„Ég hef tekið þátt í því sem bæði kennari og skólastjóri að kljást við kerfið vegna aðstæðna barna og ungmenna sem mér hefur oft á tíðum þótt frekar óréttlátt,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir í Spjallinu við Góðvild.

Lífið

Ó­sátt við frétt­a­flutn­ing um þukl Thick­e

Emily Ratajkowski er ósátt við umfjöllun um bók hennar þar sem hún segir tónlistarmanninn Robin Thicke hafa káfað á sér við tökur á frægu myndbandi lagsins Blurred Lines frá 2013. Hún segir frásögnina hafa verið „lekið“ úr bókinni og að umfjöllunin hafi reynst henni erfið.

Lífið

Áhugi á Sig­valda­húsinu við Ægi­síðu

Nokkur áhugi var á Sigvaldahúsi á Ægisíðu. Um er að ræða glæsilegt einbýlishúsi sem teiknað var af Sigvalda Thordarson við Ægisíðu 80 í Vesturbæ Reykjavíkur. Eignin hefur nú verið tekin út af sölusíðum en hefur ekki verið seld að sögn fasteignasala.

Lífið

Erfiðast fyrir loðboltana að stíga fram

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á Stöð 2 síðastliðinn miðvikudag. Er þar fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífstíll og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða

Lífið

Hélt að hún væri að deyja þegar hún missti allt hárið

Allt í einu byrjaði hún að fá skallablett og svo fór allt hárið á örskömmum tíma. „Ég hélt ég væri að deyja úr einhverjum hræðilegum sjúkdómi. Sem betur fer var það ekki svo en það breytti því þó ekki að mér leið hræðilega með að missa fallega hárið mitt,“ segir Vilborg Friðriksdóttir sem segir sögu sína í Íslandi í dag.

Lífið

Helstu hip-hop-stjörnur heims troða upp í hálfleik Ofurskálarinnar

Einvalalið tónlistarfólks mun sjá um tónleikana í hálfleik á 56. Ofurskálinni sem er hápunktur ársins í amerískum fótbolta. Dr. Dre, Snoop Dogg, Eminem, Mary J. Blige og Kendrick Lamar munu skemmta þeim tugum, ef ekki hundruðum, milljóna áhorfenda sem horfa á Ofurskálina á meðan leikmenn hvíla sig í hálfleik.

Lífið

Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina

Fyrsta RIFF helgin fer nú af stað eftir glæsilegan opnunardag. Hátíðin hófst í gær og veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, leikstjórunum Mia Hansen-Løve og Joachim Trier verðlaun fyrir framúrskandi listfengi við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Lífið

Tunguhaft barna getur haft áhrif á fæðuinntöku og tal

„Ég er talmeinafræðingur og hef verið að sérhæfa mig svolítið í fæðuinntökuvandamálum barna,“ segir Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur. Hún segir að það ætti að skoða betur vara- og tunguhaft ungbarna hér á landi strax eftir fæðingu.

Lífið