Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Þýski miðherjinn Moritz Wagner mun ekki leika meira með Orlando Magic í NBA deildinni þetta tímabilið en hann er með slitið krossband. Körfubolti 22.12.2024 21:32
Martin og félagar burstuðu botnslaginn Alba Berlin vann mjög öruggan sigur á útivelli i þýsku deildinni í körfubolta í dag. Körfubolti 22.12.2024 15:48
Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Maroussi verða í fallsæti yfir jólin eftir tap í dag. Körfubolti 22.12.2024 13:59
Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Alba Berlin tapaði með fimm stigum, 90-85, á útivelli gegn Olympiacos í EuroLeague. Martin Hermannsson hefur ekki verið í byrjunarliði Alba síðustu tvo leiki og spilað færri mínútur en hann er vanur. Körfubolti 20.12.2024 21:17
Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Íslandsmeistarar Vals unnu mikilvægan níu stiga sigur er liðið tók á móti Tindastóli í lokaleik Bónus-deildar karla fyrir jólafrí í kvöld, 89-80. Úrslitin þýða að Valsmenn verða ekki í fallsæti yfir jólahátíðina. Körfubolti 20.12.2024 18:46
„Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltastjarnan óútreiknanlega, Dennis Rodman, hefur brugðist við ummælum dóttur hans, fótboltakonunnar Trinity, um að hann sé ekki faðir hennar, nema kannski blóðfaðir. Körfubolti 20.12.2024 15:46
Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum Áhugafólk um Bónus-deild karla í körfubolta getur mætt og gert sér glaðan dag í Minigarðinum í kvöld en þar verður fyrri hluti deildarinnar gerður upp með skemmtilegum hætti, í Bónus Körfuboltakvöldi. Körfubolti 20.12.2024 09:31
„Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að herslumuninn hefði vantað hjá hans mönnum gegn toppliði Stjörnunnar í Bónus deild karla í kvöld. Stjörnumenn unnu leikinn, 90-100. Körfubolti 19.12.2024 22:20
„Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Viðar Örn Hafsteinsson var hæstánægður eftir magnaðan sigur Hattar gegn Álftanesi í kvöld. Eftir að hafa lent 22-2 undir í upphafi kom Höttur til baka og vann að lokum eftir æsispennandi lokamínútur. Körfubolti 19.12.2024 22:03
„Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, fór glaður út á Reykjanesbrautina eftir sigurinn á Njarðvík í Bónus deild karla í kvöld, 90-100. Körfubolti 19.12.2024 22:03
Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara Keflavík tapaði fyrir Stjörnunni í síðustu umferð Bónus deildar karla í körfubolta á meðan Þór Þ. vann Álftanes. Liðin eigast við í Sláturhúsinu í kvöld. Körfubolti 19.12.2024 18:31
„Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Grindvíkingar máttu sætta sig við 120-112 tap gegn KR í framlengdum leik í kvöld en Grindvíkingar kláruðu leikinn nánast á fimm leikmönnum eftir að hafa misst Jordan Aboudou út úr húsi með tvær tæknivillur og Daniel Mortensen af velli með fimm villur. Körfubolti 19.12.2024 21:56
Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Stjörnumenn fara með bros á vör inn í jólin eftir 90-100 sigur á Njarðvíkingum á útivelli í 11. umferð Bónus deildar karla í kvöld. Hilmar Smári Henningsson skoraði 35 stig fyrir Stjörnuna sem er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Körfubolti 19.12.2024 18:31
Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Höttur batt endi á fjögurra leikja taphrinu sína með mögnuðum endurkomusigri á Álftnesingum í kvöld. Eftir skelfilega byrjun komu Hattarmenn til baka með Obi Trotter fremstan í flokki en hann skoraði sautján stig í fjórða leikhluta. Körfubolti 19.12.2024 18:31
„Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Keflavík tók á móti Þór Þorlákshöfn í Bónus deild karla í kvöld þegar lokaumferðin fyrir jólafrí fór fram. Keflavík sýndi mátt sinn og megin og fór með sannfærandi nítján stiga sigur 105-86. Körfubolti 19.12.2024 21:42
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum KR-ingar tóku á móti Grindvíkingum á Meistaravöllum í kvöld í jöfnum og spennandi leik, sem endaði með 120-112 sigri heimamanna eftir framlengingu. Körfubolti 19.12.2024 18:31
Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Thelma Dís Ágústsdóttir og Tryggvi Snær Hlinason hafa verið valin körfuknattleikskona og körfuknattleikskarl ársins 2024 af KKÍ. Þau hljóta nú nafnbótina í fyrsta sinn. Körfubolti 19.12.2024 14:55
Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka NBA-liðið Charlotte Hornets hefur beðist afsökunar á að hafa gefið ungum stuðningsmanni PlayStation 5 leikjatölu en tekið hana síðan til baka. Körfubolti 19.12.2024 11:00
Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Scottie Pippen er löngu hættur að spila í NBA deildinni í körfubolta en hann náði samt að hafa áhrif á NBA leik á dögunum. Körfubolti 18.12.2024 23:02
Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ „Ég vildi spila síðasta leikinn því hann var mjög mikilvægur fyrir liðið, og mig líka, þetta er í fyrsta sinn sem ég spila utan Frakklands. Við byrjuðum tímabilið illa þannig að það var mikilvægt fyrir mig að enda á góðum nótum og það skiptir mig miklu máli að hafa skilað öðrum sigri áður en ég fer frá liðinu,“ sagði Steeve Ho You Fat, sem lék sinn síðasta leik fyrir Hauka í 96-93 sigri gegn ÍR í kvöld. Hann vonar þó að þetta hafi ekki verið hans síðasti leikur á Íslandi. Körfubolti 18.12.2024 22:22
Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Gengi Grindavíkur í Bónus deild kvenna hefur ekki verið upp á marga fiska og ekki skánaði það í kvöld þegar liðið tapaði sjötta leiknum í röð. Valur vann 69-67 þar sem úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins þegar Alyssa Marie Cerino fékk vinalegt skopp á hringnum til að tryggja Val sigurinn. Körfubolti 18.12.2024 21:31
Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Eftir fjóra sigurleiki í röð tapaði ÍR gegn botnliði Hauka, 93-96. Haukar leiddu nánast allan leikinn, voru svo næstum því búnir að kasta sigrinum frá sér undir lokin en tókst að vinna, í annað sinn á tímabilinu. Körfubolti 18.12.2024 18:30
Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Tveir leikmenn úr Bónus deildar karla í körfubolta voru í dag dæmdir í leikbann af Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands. Körfubolti 18.12.2024 19:07
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Valur vann Grindavík í lokaleik ársins í Bónus-deild kvenna í körfubolta með tveimur stigum 69-67 þar sem sigurinn réðst á síðustu andartökunum. Alyssa Marie Cerino skoraði sigurkörfuna en boltinn skoppaði vinalega á hringnum áður en hann fór í gegn þegar sekúnda lifði af leiknum. Körfubolti 18.12.2024 18:30