Íslenski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 0-3| Valsmenn styrktu stöðu sína á toppnum

Valur komust yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks. Það má segja að mark Patrick Pedersen hafi verið gegn gangi leiksins en eftir að Valur komst á bragðið áttu heimamenn lítinn séns.Birkir Már Sævarsson gerði annað mark Vals með laglegu skoti í fjærhornið þegar síðari hálfleikur var ný farinn af stað.Andri Adolphsson var nýkominn inn á sem varamaður þegar hann spólaði upp hægri kantinn og þrumaði boltanum í slánna og inn.

Íslenski boltinn

KR fær leik­mann frá Val á láni

Bergdís Fanney Einarsdóttir hefur verið lánuð frá toppliði Vals í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu til KR, toppliðs Lengjudeildarinnar. Mun hún klára tímabilið með KR sem reynir nú að tryggja sér sæti í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð.

Íslenski boltinn

Leiðin lengri en Davíð Þór hafði vonað

Davíð Þór Viðarsson, annar af þjálfurum FH, var nokkuð brattur er hann ræddi við Vísi eftir 0-2 tap sinna manna gegn Rosenborg í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn var nokkuð jafn en gestirnir refsuðu heimamönnum fyrir að nýta ekki færin sín í leiknum.

Íslenski boltinn

Öruggur sigur Fjölnismanna

Fjölnir tók á móti Þrótti R. í Lengjudeild Karla í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn unnu öruggan 3-1 sigur og lyfta sér í það minnsta tímabundið upp í fjórða sæti deildarinnar. 

Íslenski boltinn

Sjö marka sveifla milli leikja

Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu stórsigur á ÍBV er liðin mættust á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Lokatölur 7-2 sem þýðir að um sjö marka sveiflu er að ræða frá fyrri leik liðanna sem ÍBV vann 4-2 í Vestmannaeyjum.

Íslenski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: Kefla­vík - Stjarnan 1-2| Arna Dís tryggði Stjörnunni stigin þrjú

Stjarnan eru komnar aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð. Þær komust yfir snemma leiks með marki frá Ölmu Mathiesen. Aerial Chavarin jafnaði síðan leikinn undir lok fyrri hálfleiks með skalla.Gegn gangi leiksins gerði Arna Dís Arnþórsdóttir sigurmark leiksins og tryggði Stjörnunni stigin þrjú. Umfjöllun og viðtöl væntanleg

Íslenski boltinn